Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 23 DV Fréttir Lágheiðarhópurinn skilar áliti sínu: Mælir með jarðgöngum - sjónarmið Siglfirðinga fara halloka að talið er DV, Skagafirði: Lágheiðarhópurinn svokallaði mun skila af sér skýrslu um störf sín á næstunni, væntanlega í lok næsta mánaðar. Svo virðist sem heils árs vegur yfir Lágheiði sé ekki það sem hópurinn muni leggja til heldur tenging með jarðgöngum. Þó er heils árs vegur yfir Lágheiði inni á vegaáætlun í byrjun næstu aldar. Eftir því sem DV hefur fregnað verður í þessari skýrslu ekki mælt með ákveðinni leið varðandi jarð- gangatenginu, þó svo að fulltrúar Siglfirðinga í hópnum hafi þrýst á um það, enda liggi ekki enn fyrir nægjanlegar rannsóknir og snjó- mælingar vegna jarðgangagerðar, t.d. milli Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar um Héðinsfjörö, og fleiri en ein leið í skoðún þar. Vist er að niðurstöðu Lágheiðar- hópsins er beðið með nokkrum spenningi og einnig að um eða upp úr næstu áramótum verður lögð fram framtíðaráætlun í jarðganga- gerð hér á landi. Ljóst er að Lág- heiðarhópurinn í heild sinni mun ekki leggjast gegn óskum Siglfirð- inga um jarðgöng um Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar og þar af leiðandi styðja þær. Hreinn Haraldsson, verkfræðing- ur Vegagerðarinnar, sem sæti á í Lágheiðarhópnum og annast gerð skýrslunnar, vildi ekki tjá sig um niðurstöður hópsins og taldi betra að halda svolítilli spennu i málinu þar til skýrslan yrði birt. Það mun m.a. hafa verið verkefni Lágheiðar- hópsins að afla gagna og upplýsinga varðandi möguleika á vegtenging- um um Tröllaskagann milli Eyja- fjarðar og Skagaijarðar. Þannig verður t.d. í skýrslunni kynnt svokölluð „Traustaleið" milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjaöar, hugmyndir sem Trausti Sveinsson á Bjarnargili í Fljótum hefur sett fram um jarð- göng úr Hólsdal í Siglufirði i Fljótin og þaðan af Holtsdalnum i Skeggja- brekkudal í Ólafsfirði. Þessar hug- myndir mega Siglfirðingar hins veg- ar ekki heyra minnst á, enda stríðir það gegn tveim meginmarkmiðum þeirra varðandi jarðgöng, þ.e. að Siglufjörður verði ekki lengur í endastöðu og að tengast nálægu at- vinnusvæði en það mundi taka Sigl- firðinga talsvert lengri tíma að fara til Ólafsfjarðar um Fljótin en Héð- insQörð. Þá voru einnig kynntar fyrir Lág- heiðarhópnum hugmyndir Jóhanns Svavarssonar á Sauðárkróki um jarðgöng milli Skagafjarðar og Eyja- fjarðar um Heljardalsheiði. -ÞÁ Hjalti Gestsson ráðunautur og Ástríður Helgadóttir Andersen voru skólasystkin fyrir 50 árum. Síðan hefur margt á daga þeirra drifið. í Landréttum á fimmtudag lifnaði í gömlum glæðum þegar þau skólasystkin komu saman og brostu eins og trúlofað par hvort við öðru. DV-mynd GTK Hofsós kominn á kort ferðamannsins DV, Hofsósi: „Mér finnst að talsverður straumur ferðamanna hafi legið hingað til Hofsóss í sumar, í það minnsta meira en í fyrra, en lengri samanburð hef ég ekki,“ sagði Guð- munda Guðrún Björgvinsdóttir, veitingamaður í Veitingahúsinu Sigtúni, í samtali við DV. Hún segir að mikið af brottfluttu fólki komi og dvelji um tíma yfir sumarið. Fólkið sé ánægt með mikla uppbyggingu ferðaþjónustu á staðnum, hún segir að Hofsós sé greinilega komið á kort ferða- mannsins. Sigtún var í rekstri þriðja sum- arið, opnaði upphaflega á þjóðhá- tíðardaginn 1997. Boðið er upp á allar almennar veitingar frá 10 til 10 en um helgar er opið til 3 á nóttu. Húsið er gamalt en afar skemmtilega upp gert og vinalegt. Það tekur um 40 manr.s í sæti. Guðmunda Guðrún er búsett í Njarðvík en kemur norður á vorin og veitir Sigtúni forstöðu yfir sum- arið en hverfur svo aftur suður að hausti. Hún er ekki ókunnug veit- ingarekstri, hefur um áraraðir starfað á sjómannastofunni Vör í Grindavík. -ÖÞ Guðmunda Guðrún Björgvinsdóttir í Sigtúni (f miðið) ásamt starfsliði sínu, Ingibjörgu Sigurðardóttur til vinstri og Jóhönnu Gunnarsdóttur. DV-mynd Örn Tilhlökkunarefni að eldast og eyða ævikvöldinu á Eskifirði: Þeir gömlu inn- réttuðu sjálfir - 1100 vinnustundir og glæsileg félagsmiðstöð opnuð DV, Eskifirði: Leiðtogar Fjarðabyggðar afhentu fyrr í sumar Félagi eldri borgara gamla leikskólann á Eskifirði sem var áður leikskóli staðarins. Síðan þá hafa 20 til 30 eldri borgarar á Eskifirði haft í nógu að snúast við að taka húsið í gegn, breyta og bæta, mála og snurfusa.. Ríflega 1100 vinnustundir eru að baki verk- inu og hefur aldrei verið slegið slöku við. Hefur bæjarsjóður annast efnis- kaupin en fullorðna fólkið séð um vinnuþáttinn. Þann 19! september var Félagsmiðstöðin Melbær opnuð með virðulegri vígsluathöfn. Hús- næðið gjörbreytir félagsstarfl aldr- aðra til betri vegar og skapar nýja möguleika á tómstundastarfl hvers konar. í tilefni árs aldraða var guðsþjón- usta haldin í Eskifjarðarkirkju en síðan gengið til Melbæjar. Vígslu- ræðuna flutti okkar ástkæri prest- ur, séra Davíð Baldursson. Hinn öt- uli formaður Félags eldri borgara, Ölver Guðnason, bauð viðstadda velkomna. Hilmar Bjamason sagði sögu Melbæjar en vitað er um bú- setu á staðnum frá 1884 og til 1952. Gamla húsið var svo rifið 1967, ári áður en bygging leikskólans Mel- bæjar hófst. Var leikskólinn síðan starfræktur á þeim stað >þar til í vor er nýi leikskólinn var tekinn í notkun. Bamakór kirkjunnar söng lög. Þá söng Georg Halldórsson hinn nýja Söng Melbæjar eftir þá bræður Ell- ert Borgar og Guðmann Þorvalds- syni. Bæjarstjórinn í Fjarðabyggð, Guðmundur Bjarnason, og Ölver Guðnason, formaður Félags eldri borgara, undirrituðu samning um afnot af húsnæðinu. Þá bauð félagið upp á rausnarlegt kaffi og meðlæti í tilefni merkra tímamóta. Ég verð nú að segja það að mér flnnst alveg til fyrirmyndar hvemig búið er að öldruðum hér á Eskiflrði og álykta ég að það sé út af fyrir sig tilhlökkunarefni að eldast og geta eytt ævikvöldinu í heimabyggð í góðum, öflugum félagsskap sam- ferðafólksins og njóta fulltingis skilningsríkra stjórnvalda. Þess skal að lokum getið að Félag eldri borgara var stofnað 1993 og hefur Ölver Guðnason verið formað- ur frá upphafi. -Regína Melbær, Félagsmiðstöð eldri borgara á Eskifirði, sem þeir innréttuðu sjálfir. Aukin fikniefnaneysla á Akranesi: 14-18 ára unglingar staðnir að neyslu DV, Akranesi: Fíkniefnaneysla á Akranesi virð- ist vera að aukast og meiri fikniefni eru í umferð en fyrr. Þetta kom fram hjá Ingu Sigurðardóttur, einum af fjórum fulltrúum Akraneslistans í bæjarstjórn Akraness, á fundi bæjar- stjórnar í gærdag. Orðrétt sagði Inga: „Ég hef upplýs- ingar um það frá félagsmáladeildinni hér að það hefur svolítið verið um tilkynningar eða hringingar frá lög- reglunni, ekki endilega lögreglunni hér heldur lögeglunni víða um land, um unglinga 14-18, sem eru búsettir hér á Akranesi, sem hafa verið staðnir að neyslu og fundist efni hjá og í slíkum tilvikum er yfirleitt haft samband við foreldra og tekin ákvörðum í samráði við þá hvað gert er enda er þetta að vissu leyti barna- verndarmál. „Við höfðum vitneskju um það seinni partinn í sumar að þetta vanda- mál er orðið mun alvarlegra en við höfðum vitneskju um á þessu svæði,“ sagði Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, annar af tveimur fulltrúum Fram- sóknarflokksins, í gær. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.