Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 Sviðsljós DV Friðrik Dana- prins ofsakátur 'Langt er síðan Friðrik Dana- prins hefur verið jafnkátur og hann er um þessar mundir, að sögn vina hans. Ástæðan mun vera nýja kærastan hans, hin gull- fallega Bettina 0dum. Þau áttu saman skemmtilegar stund- ir í London um daginn þegar þau sóttu veislu sem einn vina prins- ins hélt. Vinurinn sá á veitinga- hús í fjármálahverfi Lundúna og hélt upp á eins árs afmæli stað- arins. Þau Friðrik og Bettina hafa þekkst í rúmt hálft ár og segja þeir sem til þekkja að prinsinn taki sambandið mjög alvarlega. Hann hefur til dæmis ekki haldið því leyndu, eins og svo oft áður. Camilla lætur ekki undan þrýstingi um að láta breyta sér: Hrædd við nýja ímvnd Camilla Parker Bowles, ástkona Karls Bretaprins, streitist á móti öll- um tilraunum til að gera hana glæsi- legra. Og til að leggja áherslu á af- stöðu sína kom hún frá New York á dögunu í sömu dragtinni og hún var í er hún fór þangað. Vinir Bretaprins segja að með þessu hafi Camilla verið að lýsa því yfir að þrátt fyrir allt glitr- ið í New York sé hún enn sama mann- eskjan og þegar hún fór. Það voru ráðgjafar Karls sem lögðu til að Camilla breytti um ímynd. Nokkrir ráðgjafa hans fóru meira að segja með Camillu til New York en það er liður í hernaðaráætlun þeirra að koma ástkonunni meira í sviðsljós- ið, að því er breska slúðurblaðið Sunday Express fullyrðir. Heimildarmaður blaðsins meðal hirðarinnar í Bretlandi segir að það muni hjálpa Camillu til lengdar hressi hún svolítið upp á útlitið og verði flottari. Það muni aðstoða hana við að sýna almenningi að hún sé sérstök. „Breska þjóðin vill að það sé glam- úr og spenna í kringum konungsfjöl- Camilla kom heim í sömu fötunum frá New York og hún var í þegar hún fór þangað. skylduna. Við þurfum bara að gæta þess að það verði ekki of mikið,“ hef- ur Sunday Express eftir heimildar- manni sínum. En samkvæmt frásögn náinna vina Camillu vill hún alls ekki láta bera sig saman við Díönu prinsessu. Camilla er jafnvel hrædd um að henni hafi verið ýtt út í sviðsljósið of snemma. Hún vill ekki koma alltof of oft fram opinberlega of snemma. Þegar Camilla var i New York ræddi hún meðal annars við tísku- kónginn Oscar de la Renta sem Jackie Kennedy og Nancy Reagan leituðu einnig ráða hjá. En Camilla, sem læt- ur klippa sig hjá hárskeranum heima í Gloucestershire og gengur helst í hversdagsfatnaði frá Marks & Spencer, hikaði við að skipta um allt í klæðaskápnum. Vinur Camillu segir hana ekki hrifna af tilhugsuninni um að eyða hundruðum þúsunda króna í föt. Hún vilji helst af öllu ganga í þægilegum klæðnaði. Tompkinson prestur og Kir- wan kráareigandi slitu sambandinu Breski leikarinn Stephen Tomp- kinson, sem þekktur er fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndaflokknum Ballykissangel, og stallsystir hans, Dervla Kirwan, sem lék kráareig- andann í myndaflokknum, eru skil- in eftir fjögurra ára ástarsamband. „Þetta er dapurlegt," sagði um- boðsmaður Kirwans, Phillipa Clare, við blaðamenn. Sagði umboðsmað- urinn að vinnutími beggja væri langur og erfitt væri að samræma frítímann. Illkvitnar tungur túlka þetta þannig að hvorugu þyki nógu vænt um hitt til að afþakka boð um hlut- verk. Greinilegt sé að ferillinn sé þeim meira virði en ástarsamband- ið sem stóð í fjögur ár. r r r UísqIq UísqIq UísqIq Kynningarverð á Tanglewood Gítarar 3/4 8.900 Classical Frá 9.900 SöngkerFi Frá 34.900 Pokar Frá 2.500 Bassar Frá 18.900 RaFmagnsgítarar Frá 16.900 Gítarinn Laugavegi 45 - sími 552 2125 GSM 895 9376 Ekki amaleg hárgreiðsla sem þessi rússneska fyrirsæta sýndi í Moskvu á dögunum. Rússneska hárgreiðslukonan Olga Búrmístrova hannaði herleg- heitin fyrir alþjóðlega hárgreiðslukeppni í Moskvu. Kevin finnst að vera ber gott Kvikm Vikmyndaleikai'inn Kevin Bacon er mikill nektaráhuga- maður, það er að segja honum finnst fátt dásamlegra en að sprenga nakinn um heimili sitt. Fyrst gengur harm þó úr skugga um að barnapían sé farin út. „Það gerir sálinni gott að vera nakinn," segir leikarinn í viðtali við amerískt stæltímarit. „Fötin eru bara eitthvað sem við felum okkur á bak við. Ef við köstum af okkur Guccifötunum og Levis gallabuxunum erum við öll eins,“ segir Bacon. Mariah með nýjan kærasta Poppsöngkonan Mariah Carey hefur fundið ástina og hamingj- una og þá sálarró sem því fylgir. Og, það sem meira er, stúlkan sendir frá sér nýja plötu um þessar mundir. „Núna er ég í sambandi sem færir mér mikla hamingju," seg- ir söngkonan en þvertekur fyrir að nafngreina nýja kærastann. „Því minna sem ég segi um hann þeim mun betra." Á nýju plöt- unni reynir Mariah að segja samhangandi sögu sem endur- speglar hennar eigið líf. Litli prinsinn dafnar afar vel Ætli það séu ekki allar göngu- ferðimar i bamavagninum meö mömmu og pabba? Að minnsta kosti þrífst litli prinsinn, sonur þeirra Alexöndru og Jóakims í Danmörku, afskaplega vel heima í Schackenborgarhöll á Jótlandi. Prinsinn hefur stækkað um nokkra sentímetra frá því hann kom i heiminn í ágústlok og einnig hefur hann þyngst eins og vera ber. Litli prinsinn vaknar alla jafha tvisvar á nóttu til að fá að drekka. Annars segir Jóakim að hann hafi erft rólyndislegt fas pabba.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.