Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 27 ^ Fréttir á i i i : Þyrí Hall varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að ekið var aftan á kyrrstæð- an bíl hennar og stakk ökumaðurinn hins bílsins af án þess að iáta vita um atvikið. Vitni vantar aö ákeyrslu: Ruddi stakk af , Ekið var á silfurgráan Kia Clarus aftan við Ármúla 40 milli klukkan 16 og 17 á mánudag og hann laskað- ur talsvert að aftan. Bíllinn, sem ekið var á kyrrstæða bílinn, er tal- inn hafa verið stór og hvítur af skemmdunum að dæma. Ökumað- urinn lét sig hverfa af vettvangi án þess að gera viðvart um árekstur- inn. Vitni vantar að þessum atburði og geta hugsanleg vitni haft sam- band við lögreglu. Talið er að kostn- aður vegna viðgerðar á bilnum nemi yfir 100 þúsund krónum.-GAR Fékk sinn fyrsta rafmagnsreikning: Rukkaður fýrir heila blokk „Mér brá ekki mikið enda ýmsu van- ur að vestan," segir Hörður Kristjánsson, ritstjóri frá ísa- flrði, sem flutti til Reykjavíkur í júní sl. Hann fékk nýlega fyrsta raf- magsnreikning- inn eftir að hafa búið i 52 íbúða fjölbýlis- húsi í Breið- holti í þrjá mánuði. Þegar hann opnaði umslagið sem merkt var Orkuveitu Reykjavíkur blasti við reikn- ingsupphæð sem hljóðaði upp á tæpar 175 þúsund krónur. Herði þótti þetta fullhá upphæð þrátt fyrir að hafa borgað rúmar 20 þúsund á mánuði í orkukostnað á ísafirði þar sem hann hafði búið alla ævi. „Ég spurðist fyrir hjá nágrönnun- um og þá kom á daginn að ekki var allt með felldu. Þeir fengu flestir reikninga sem voru innan við 10 þúsund krónur. Ég hafði því sam- band við rafmagnsveituna og við skoðun þar á bæ kom í ljós að um mistök var að ræða og mér sýnist að ég hafi verið rukkaður fyrir alla Orkuveita Reykjavíkur Vúrr.tOU FnMim SKULDFÆRSLUBEIÐNI ER Á BAKHLIÐ SEÐILSINS Krónur 174•870 »0Q HORÖUR KRISTJÁNSSGN QRRAHÖLAR 7 1.H.C. 111 REYKJAVÍK Rafmagnsreikningurinn ógurlegi. blokkina," segir Hörður. Hann segir að minnstu hafi mun- að að hann greiddi reikninginn möglunarlaust vegna fyrri reynslu af orkureikningum. „Það hefði enginn nema Vestfirð- ingur þolað svona orkureikning. En gamanlaust þá taldi ég okkur eiga í vændum lága reikninga og því kom þetta á óvart. Ein af ástæðum þess að við fluttum að vestan var hinn hái orkukostnaður. Það er miklu fargi af mér létt,“ segir Hörður sem enn hefur ekki fengið afsökunar- beiðni vegna mistakanna sem þó hafa verið leiðrétt. Hann hyggst glaður greiða endurskoðaðan 9 þús- und króna rafmagnsreikning á næstu dögum,- rt Svört niöurstaða á könnun starfsleyfa í ferðaþjónustu: Hátt á annað hundrað staðir leyfislausir - ferðamálastjóri segir eitthvað að eftirliti Um 170 gisti- og veitingastaðir á íslandi eru án tilskilinna leyfa yfir- valda. „Við höfum leitað skýringa hjá sýslumönnum, það kann að vera, og vonandi er það svo, að þessi tala sé lægri,“ sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í sam- tali við DV í gær. „Ég geri nú ráð fyrir að lögleg skýring finnist á stór- um hluta af þessu, alla vega vonar maður það,“ sagði Erna í gær. í sumar sendi skrifstofa Sam- taka ferðaþjónustunnar, SAF, bréf til allra sýslumanna og lög- reglustjórans í Reykjavik og óskaði eftir listum yfir alla gisti- staði og veitingastaði sem hefðu rekstarleyfi. Nokkra mánuði tók að fá upplýsingar. Síðan bar skrif- stofan þá lista saman við handbók ferðamálaráðs, sem getur um 900 gisti- og veitingahús, og fundust 170 gististaðir í handbókinni sem ekki voru á lista sýslumanna. Það veldur vonbrigðum að ferðamálaráð skuli ekki gæta þess betur að fyrirtækin í handbókinni séu með leyfi, segir í dreifíbréfi Samtaka ferðaþjónustunnar til ferðaþjónustuaðila. Magnús Odds- son ferðamálastjóri sagði í gær að hlutverk ráðsins væri ekki eftirlit með skráningum fyrirtækja í greininni. Það hlutverk hefðu aðr- ir. Sýslumenn voru í kjölfar þess- ara upplýsinga inntir eftir stöðu umræddra fyrirtækja og virðist víða nokkur titringur í embætt- unum og verið að gera bragarbót á og láta leyfislaus fyrirtæki sækja um leyfi. SAF bendir ferða- skrifstofum og ferðaskipuleggj- endum á að gæta þess að skipta ekki við fyrirtæki sem ekki hafa starfsleyfi, það getur reynst dýr- keypt ef eitthvað fer úrskeiðis. DV kynnti sér handbók Ferða- málaráðs. í henni kemur fram að víða virðist pottur brotinn, mörg fyrirtæki sem eru án leyfis. „Ég held að það sé fjarri þvl að þetta sé rétt tala. Þó ekki væri nema helmingurinn af þessu leyf- islaus þá væri það alvarlegt mál,“ sagði Magnús Oddsson ferðamála- stjóri í gær. Hann segir að ef eitt- hvað þessu líkt komi í ljós þá sé það áfellisdómur yfir eftirlitinu með þessum málum, lögreglu- stjórum og sýslumönnum. „Þá spyr maður sig hvort þetta sé ekki í öðrum atvinnurekstri líka, að þar sé fjöldi óskráðra fyrir- tækja af ýmsu tagi,“ sagði Magn- ús Oddsson. Vcuðandi handbók Ferðamála- ráðs segir Magnús að þeir sem þar eru skráðir séu beðnir að senda afrit af skráningargögnum til lögreglustjóra. -DVÓ EVRÓPA ,TAKN UM TRAUST Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Nissan Patrol GR dísil turbo, skr- ár 1998, 33“ dekk, leðurklæddur, topplúga, tölvukubbur, ABS, allt rafdr. Verð kr. 3.770.000 MMC Pajero st. 2,8 dísil turbo. skr-ár 1997, allt rafdr., topplúga, ekinn 45 þús. km. Verð kr. 2.890.000 Ford F250 pick-up 6,9 dísil, skr-ár 1999, ABS, cruise-control, allt rafdr., plasthús. Verð kr. 4.190.000, áhv. hagstætt bílalán. Ford Econoline 250 club wagon 4x4, 7,3, dísil, skr-ár 1990 35“ dekk, upphækkaður, 12 manna, 1 eigandi.Verð kr. 1.490.000, ath. skipti. Munið sölumeðferðina. MMC Pajero st. 2,8 dísil turbo, skr- ár 1994, 31“ dekk, allt rafdr., topþlúga o.fl. Verð kr. 2.190.000 Nissan Patrol GR 2,8 dísil turbo, skr- ár 1996, 33“ dekk , upphækkaður, fallegur bíll. Verð kr. 2.790.000, ath. skipti. Land Rover Discovery 2,5 Tdi, skr- ár 1998, 35“ dekk, 5 gíra, allt rafdr., gullfallegt eintak.Verð kr. 2.650.000, áhv. bílalán. Mætum hækkunum á bensíni með stæl. Herði Kristjánssyni var ekki brugð- ið. Núgonga allir í KLtustur um helgindl f ^ Kvartett Þorstehs Bríkssonarsfnlarjassfiú hL 2130 íkvöld Hfjómsveitin ísvörtum föium áfístudagkvöld Klausturdans át KLAUSTRIÐ N \ O -M C M X C I \ semtomer, Klapparstíg 26 • Simi 552 6022 • www.klaustur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.