Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 36 onn Ummæli Réttlæting framkvæmda „Ég fæ ekki séð hvernig menn ætla að réttlæta það að skera niður fram- kvæmdir í vega- málum úti á landi á sama tíma og , menn ætla að ráð- f ast í að endur- f , nýja Reykjavík-9 urflugvöll, gegn vilja íbúasamtaka á svæðinu og borgaryfirvalda. Kristján Pálsson alþingis- maður, í Degi. Leiðin merkt með álstikum „Eru stjómmálamenn, sem ekki treysta sér til að merkja j leiðina inn í framtíðina með ; öðru en álstikum, starfi sínu vaxnir.“ Þóra Guðmundsdóttir arki- tekt Seyðisfirði, t DV. engan fisk veiða er búinn að vera til sjós 1 og er algjörlega réttlaus | hvað þá að ég eigi | einhvern hlut í sameign þjóðar- innar. Ég má eng- an fisk veiða þó ég vildi bjarga mér sjálfur." Sölvi Pálsson, frá- farandi skipstjóri, í DV. Mafíustarfsemi „Það sem í amerískri mafiu er kallað skipulögð glæpastarf- semi, á sér tvífara í Sjáifstæö- # isflokknum, þar sem einka- l vinavæðing og eiginhags- - munapot eru stunduð með skipulögðum hætti." Kristján Hreinsson skáld, i Degi. Hræsni ríkis- stjórnarinnar „í ljósi framkomu íslensku ríkisstjómarinnar í sambandi við alþjóðlega bar- áttu gegn barna- þrælkun tel ég að hér hafi verið um fullkomna hræsni aö ræða.“ Ari Skúlason, framkvæmdastj. ASÍ, um ræðu Halldórs Ásgrímssonar á allsherjarþingi SÞ, í Morgunblaðinu. Grænmetiseinokun „Nú eru þeir að taka inn aft- ur það sem stríð undanfarinna ára hefur kostað. Mér er það hulin ráðgáta hvemig þessi fyrirtæki komast upp með ailt sem þeir gera og eins hvemig þeir fara með bændur." Karl Rúnar Ólafsson kartöflu- bóndi, um markaðsástand í grænmetissölu, í DV. I f Katrín Rós Baldursdóttir, ungfrú ísland, á leið í Miss World: Fjórða fegurðarsam- keppnin á einu ári á þessu ári. I vor var hún kosin ung- frú Vesturland, síðan var hún kosin ungfrú ísland og í sumar tók hún þátt í keppninni Miss Europe sem haldinn var í Beirút. Það er því mikið álag á Katrínu þessa dagana en hún stundar nám við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Katrín Rós er spurð hvernig það hafi verið að taka þátt í Miss Europe vitandi það að ísraelsmenn voru að senda sprengjur á Beirút? „Þetta var í lagi meðan við vorum þama. Ég var á leiðinni heim þegar atburðim- ir áttu sér stað, en hefðu þeir gerst fyrr hefði þetta öragg- lega verið verra. En auðvitað var maður smeykur því að þetta er ekki eitthvað sem maður býst við lenda í. Svona lagað gerir engin boð á undan sér. Það vora þrjátíu og níu stelpur sem tóku þátt í Ungfrú Evrópu og var þetta mikil reynsla fyrir mig að taka þátt í keppninni og kemur það til með að nýtast mér þegar ég tek þátt í Miss World.“ Katrín segist aðallega ætla að haga undirbúningnum að Miss World með því að stunda þreksalinn á Jaðars- bökkum: „Ég kem til með að fara ein til London til að byrja með, en fjöl- skyldan ætlar síðan að koma helgina sem keppnin verður haldin." Mikið álag er á Katrínu Rós þessa dagana hún er í átta greinum og miss- ir af lokasprettinum í skólanum en hún segir að með mikilli vinnu og góðu skipulagi ætti þetta að hafast. Prófin byrja 3. desember hún kemur heim 5 desember. Það er kannski eitt próf sem hún missir af. En þyrfti Katrín Rós ekki að taka frí frá námi ef hún yrði kjörin ungrú heimur? „Sjálfsagt þyrfti ég að gera það en ég er ekkert farin að hugsa svo langt fram í tímann." Katrín á sér mörg áhugamál: „Áhugamál min eru námið, skíði, llík- amsrækt og að vera með kærastanum og vinum mínurn." Kærasti Katrínar er Reynir Leósson sem leikið hefur með meistaraflokki ÍA og undir-21- árs-landsliðinu og þykir einn efnileg- asti varnarmaður landsins í knatt- spyrnunni. -DVÓ Maður dagsins DV, Akranesi: „Mér líst mjög vel á það að taka þátt í Miss World í London. Bæði er þetta frábær staður sem hún er haldin á og flott keppni, „ segir Katrín Rós Baldurs- dóttir, ungfrú ísland, sem tekur þátt í keppninni Miss World, þann 4. des- ember, 1 London. Þetta er fjórða keppn- in sem Katrín tek- ur þátt í fyrir að fara aðrar leiðir í söng sínum, Um helgina, föstudags- og laugardags- kvöld, skemmtir Geir ásamt félögum sínum í Naust- kránni. Sóldögg á Gauki á Stöng í kvöld skemmtir á Gauknum hin vinsæla hljómsveit, Sóldögg. Flytur hún nýtt efni í bland við lög sem komið hafa út á tveim- ur plötum sveitarinnar. Annað kvöld ætlar Klamedía-X að tjútta allsvakalega, enda með nýtt ballprógram sem kóngurinn sjálfur hefur val- ið. Geðveik stemning enda lög inn á milli hefur vakið hefur athygli á sem heyrast ekki á hverjum undanfornum misserum degi. Geir Ólafsson syngur á Naustkránni um helgina. Geir og Furstanir Söngvarinn Geir Ólafs- son ætlar að mæta með hljómsveit sína,_______ Furstana, á Ein- ar Ben. í kvöld Geir Ólafsson Skemmtanir Stefán Karl Stefánsson í hlutverki Glanna glæps. Glanni glæpur í Latabæ í dag verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins, barnaleikritið Glanni Glæpur í Latabæ eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigurjónsson. Þetta er annað leikritið sem samið er um fólkið í Latabæ og koma við sögu persónur sem krakkarnir þekkja og svo nýjar. Lífið í Latabæ gengur sinn vana- gang, allt leikur í lyndi og allir era vinir, íbúar lifa heilbrigðu lífi og una glaðir við sitt. Solla stirða er orðin kattliðug, Halla hrekkjusvín er næst- um alveg hætt að hrekkja, Siggi sæti borðar grænmeti í gríð og erg, bæjar- stjórinn vonast eftir forsetaheimsókn og Stina símalína--------------— er stanslaust í sím- Leikhús anum. Sem sagt allt_______________ eins og það á að vera. En dag einn birtist furðufugl í bænum. Sjálfur Glanni glæpur er kominn til sögunn- ar! Hvað gerir íþróttaálfurinn of- urfimi þá? Leikarar era Stefán Karl Stefáns- son, Magnús Ólafsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Öm Árnason, Steinn Ármann Magnússon, Magnús Schev- ing, Linda Ásgeirsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Rúnar Freyr Gíslason, Baldur Trausti Hreinsson og Ólafur Darri Ólafsson. Tónlist er eftir Mána Svavarsson, söngtextar eftir Karl Ágúst Úlfsson og dansa samdi Ástrós Gunnarsdóttir. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Bridge Það er ákaflega vinsælt meðal ís- lenskra spilara að beita hindrunar- sögnum við öll möguleg tækifæri. Opnun á veikum tveimur í hálit lof- ar alla jafna 6 spilum í litnum en margir gera undantekningu frá þeirri reglu og leyfa sér að opna af og til á þokkalega fimmliti. Þannig opnanir eru líklegar til að skapa sveiflu, hvort heldur sem er til opn- arans eða andstæðinganna. Þegar þetta spil kom upp á töfluna í úr- slitaleik sveita Landsbréfa og Strengs í bikarkeppni BSÍ á dögun- um voru áhorfendur spenntir að sjá niðurstöðuna í lokaða salnum. Sagnir gengu þannig í opna salnum, austur gjafari og allir utan hættu: * Á86 * Á75 * ÁG104 * ÁKD * KD1075 G82 * K2 * G54 * 3 * KD63 * D75 * 98632 Austur Suður Vestur Norður Tryggvi Aðalst. Sig.V. Sig.Sv. Pass pass 2 é dobl 3 * * dobl p/h Sigurður Vilhjálmsson í sveit Strengs ákvað að opna á veikum tveimur spöðum í þriðju hendi og félagi hans hækkaði í þrjá til hindr- unar. Dobl suðurs var neikvætt og lýsti punktastyrk á bilinu 7-11. Sig- urður Sverrisson var næsta viss um að 3 spaðar myndu fara nokkra niður og ákvað að veðja ekki á slemmu. Sigurður fékk 5 slagi og NS fengu 800 í sinn dálk. Áhorfendur sáu að sú tala þurfti ekki að vera slæm S.gurjonsson. í ljósi þess að 7 lauf stóðu á hendur NS. Vandamálið var hins vegar að ná slemmu í sögnum, hvað þá alslemmu. Sveinn Rúnar Eiríksson og Júlíus Sigurjónsson sátu í NS í lokuðum sal og þeir lentu í eilitlum sagnmisskilningi. Lokasamningur- inn varð 6 hjörtu sem gátu farið illa I slæmri tromplegi’. Þessi lega skap- aði hins vegar engin vandamál og sveit Strengs græddi 5 impa á spil- inu. ísak Öm Sigurðsson Júlíus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.