Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 1
Grétar semur til 3ja ára við Lilleström Grétar Hjartarson knattspyrnumaður hefur ákveðið að ganga í raðir norska A-deildarliðsins Lilleström. Hann gengst undir læknisskoðun hjá félaginu á þriðjudaginn og standist Grétar hana skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið. „Ég er auðvitað mjög spenntur og nú hillir undir að gamall draumur rætist. Ég tel þetta góðan samning sem þeir eru að bjóða mér. Hann er til þriggja ára en það eru ákvæði í honum að þeir geti framlengt hann um eitt ár. Ég fer í læknisskoðum í Noregi á þriðjudaginn og verði allt í lagi þar reikna ég með að skrifa undir þennan sama dag. Ég mun svo fara endanlega út þann 1. desember en þá hefjast æfingarnar," sagði Grétar í samtali við DV i gær. Fleiri íslendingar til Lilleström? Forráðamenn Lilleström eru greinilega mjög hrifnir af íslenskum leikmönnum. Fyrir hjá félaginu eru Rúnar Kristinsson og Heiðar Helguson og tveir aðrir íslenskir leikmenn eru í sigtinu hjá félaginu. Þetta eru tveir ungir leikmenn, Indriði Sigurðsson, varnarmaður úr KR, og Ármann Björnsson, framherji Sindra á Hornafirði. Ár- mann kom heim i gær frá Noregi eftir vikudvöl hjá Lille- ström og hafa forráðamenn félagsins boðið honum að dvelja hjá liðinu í vetur og æfa með því. Ármann er 18 ára gamall og skoraði 7 mörk fyrir Sindra I 13 leikjum í 2. deildinni í sumar. Þjálfari Lilleström er mjög spenntur fyrir því að fá Ind- riða í sínar raðir en fleiri erlend félög, bæði á Englandi og í Noregi, hafa borið víurnar í leikmanninn. -GH Brynjar og Rúnar til Stoke City? Brynjar Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er talinn líkleg- ur til að verða keyptur til enska félagsins Stoke City ef íslensku fjárfestarn- ir eignast þar meirihluta. Frá þessu er skýrt í fjólmiðlum þar í dag. í gær voru uppi vangaveltur um að tveir norrænír landsliðsmenn væru í sigtinu hjá íslendingunum og að vonum beindust þá sjónir manna að lönd- um þeirra. Brynjar Björn hefur átt mjög gott tímabil með Örgryte í Svíþjóð í ár en hann var keyptur þangað frá Válerenga í Noregi síðasta vetur. Hann er 23 ára gamall og gerur leikið bæði sem miðvörður og varnartengiliður, og leikstíll hans ætti að henta vel i ensku knattspyrnunni. Rúnar Kristinsson er einnig orðaður við Stoke í enskum fjölmiðlum í gær. í samtali við DV í gær sagðist Rúnar hafa heyrt um þessi mál fyrir nokkrum mánuðum en ekkert hafl verið rætt við sig. Rúnar, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við LiHeström, sagðist mundu setjast niður með forráðamönnum Lilleström allra næstu daga og ræða framtíð sína hjá félaginu en Lilleström vill bjóða honum nýjan samning. Af kaupunum sjálfum berast fáar fréttir. Forráðamenn Stoke segja það eitt að þeir eigi í viðræðum við tvo aðila en í fjölmiðlum í Stoke hefur komið fram að íslendingarnir hafi enn engin svör fengið. -VS/GH ÍjBIf SVGITISSOTI srjórnaöi íslensku félagsliði sem þjálfari í fyrsta skipti er Valsmenn unnu öruggan sigur gegn HK að Hlíðarenda. Geir er einn besti varnarmaður sem íslenskur hand- knattleikur hefur alið og strax í fyrsta leik íslands-/" ^A^^I mótsins mátti sjá handbragð hans á Valsliðinu. »¦ ^" ~-*- Njáll áfram með ÍR-inga Njáll Eiðsson mun í dag skrifa undir nýjan þjálf- arasamning við 1. deildar- lið ÍR í knattspyrnu en Njáll hefur stýrt Breið- holtsliðinu undanfarin þrjú ár. Samningur Njáls gildir til eins árs og hafa Breið- hyltingar tekið stefnuna á að komast í hóp efstu liða að nýju. Ekki er reiknað með miklum mannabreyt- ingum hjá ÍR. Sóknarmað- urinn skæði, Sævar Þór Gíslason, gæti þó yfirgefið ÍR-inga en Eyjamenn eru á höttunum eftir honum ásamt fleiri liðum í úrvals- deildinni. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.