Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1999, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 Sport___________________________________ Keppnistímabil körfuknattleiksmanna hefst fyrir alvöru annað kvöld: Maikmiðið að vinna allt sem í boði er - segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga DV Eftirvænting í Hveragerði Mikil eftirvænting er í Hveragerði Þar sem heimaliðið. Hamar. leikur í , v°ídusinn fyrsta úrvalsdeildarleik í korfubolta og fær Snæfell úr Stykk- íshólmi í kvöld. Búist er við troð- fullu húsi og mikilli stemningu Þetta er i fyrsta skipti sem Hveragerði á iið í efstu deild í flokkaiþrótt. . ffikurinn hefst kl. 20 eins og hin- ir fjorir leikirnir í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. Það eru Grindavik-ÍA, Keflavík- Skallagrím- ur, KR-KFI og Haukar-Tindastóll. Fyrstu umferð lýkur síðan annað kvold með leik Þórs A. við Njarðvík a Akureyri. ys Kennistímabil körfuknattleiks- manna hefst fyrir alvöru í kvöld. Ljóst er að slagurinn í vetur verður mjög harður en Suðurnesjaliðunum er spáð góðu gengi í vetur og kemur það í sjálfu sér ekki á óvart. í vetur mun deildin bera nafnið EPSON- deildin. Forsvarsmenn liðanna, sem allir voru samankomnir á kynningarfundi deildarinnar, voru inntir eftir því í stuttu máli hvernig komandi tímabil legðist i þá. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Skagamanna, varð fyrstur fyrir svör- um. „Við erum með nýjan hóp leik- manna og því eru forsendur nokkuð aðrar en áður. Lykilmenn hafa farið og við erum að byggja upp lið á ung- um og efnilegum strákum," sagði Brynjar. „Tveir sterkir leikmenn fóru frá okkur í atvinnumennsku. Við höfum verið að stilla okkar strengi og slípa og það er ekkert launungarmál að við ætlum okkm’ stóra hluti á þessu tíma- bili,“ sagði Eyjólfur Guðlaugsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Við erum nýliðar í deildinni og því kæmi það okkur ekki á óvart þótt veturinn yrði langur og erfiður. Við höfum fengið til okkar nokkra Sauð- krækinga sem styrkja hópinn. Tak- fi/MEISTARADEILDIN # —?----------------------- A-riðill: Lazio - Maribor.............4-0 1-0 Simone Inzaghi (60.) 2-0 Sergio Conceicao (62.), 3-0 Mercelo Salas (71.), 4-0 Salas ( 75.) Leverkusen - Dynamo Kiev . . 1-1 1-0 Ulf Kirsten (53.), 1-1 Andri Husin (71.) Lazio 3 2 1 0 7-2 7 Leverkusen 31204-2 5 Maribor 3 10 2 1-6 3 D. Kiev 3 0 1 ' 2 2-4 1 B-riðill: Barcelona - Arsenal.........1-1 1-0 Luis Enrigue (16.), 1-1 Kanu (81.) AIK - Fiorentina ...........0-0 Barcelona 3 2 1 0 7^4 7 Arsenal 3 1 2 0 4-2 5 Fiorentina 3 0 2 1 2-4 2 AIK 3 0 1 2 2-5 1 C-riðill: Rosenborg - Dortmund........2-2 0-1 Sergie Barbarez (11.), 0-2 Jtirgen Kohle (22.), 1-1 Jan Sörensen (35.), 2-2 John Carew (68.) Boavista - Feyenoord .......1-1 0-1 Paul Bosvelt (62.), 1-1 Mario Silva (86.) Dortmund 3 1 2 0 6-4 5 Rosenhorg 3 1 2 0 7^1 5 Feyenoord 3 0 3 0 4-4 3 Boavista 3 0 1 2 2-7 1 D-riðill: Croatia Zagreb - Stiu’m Graz . 3-0 1-0 Rukavins (27.), 2-0 Sokota (34.), 3-0 Sokota (58.) Manch. Utd - Marseille .....2-1 0-1 Bakayoko (41.), 1-1 Cole (79.), 2-1 Scholes (83.) Man. Utd 3 2 1 0 5-1 7 Marseille 3 2 0 1 5-3 6 Cr. Zabreb 3 1114-2 4 Sturm Graz 3 0 0 3 0-8 0 mark okkar er að festa okkur sem lið í deildinni," sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars úr Hveragerði. „Hópurinn er nokkuð breyttur frá því í fyrra. Hann er engu að síður breiðari og hann hefur styrkst að mínu mati. Stefnan hjá okkur er að vinna allt sem í boði er,“ sagði ívar Ásgrimsson, þjálfari Hauka. „Bjartsýnn á gott gengi“ „Við höfum á að skipa yngra liði en áður og því miður hafa meiðsli sett strik í reikninginn hjá okkur að undanfórnu. Þetta horfír samt vel fyr- ir okkur og ég er bara bjartsýnn á gott gengi í vetur,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavík- inga. „Við höfum fengið ágæta leikmenn til okkar og það er að sjálfsögðu stefn- an að vera með í baráttunni. Eins og alltaf er markmiðið að vinna allt og á því hefur engin breyting orðið,“ sagði ísflrðingurinn Guðjón Þorsteinsson. Gera betur en í fyrra „Hópurinn er breyttur, við leikum í nýju íþróttahúsi og það verður gam- an að fá andstæðingana í heimsókn á KR-svæðið. Ég er að gera mér vonir um að við gerum betur en i fyrra en liðið okkar er ungt en efnilegt," sagði Gísli Georgsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. Guðjón Skúlason og samherjar hans í Keflavíkurliðinu hafa titil að verja í vetur. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum því mörg lið líta hýru auga til þessa eftirsótta titils. „Hópurinn er breiður og með mikla hæð. Þessir þættir eiga eftir að nýtast okkur vel í vetur. Við stefnum hátt eins og alltaf og markmiðið er að vinna alla titla sem í boði eru,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Það er nýr þjálfari með liðið og við höfum enn fremur fengið nokkra nýja leikmenn. Auðvitað eru innan um menn með reynslu og á heildina litið er ég mjög spenntur og bjartsýnn fyrir veturinn," sagði Birgir Mikaels- son hjá Skallagrími. „Undirbúningurinn hefur verið svolítið erfiður en við höfum verið að fá menn fram á síðustu stundu. Við náum vonandi að slípa okkur og bæta okkar leik frá því í fyrra,“ sagði Leif- ur Ingólfsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Snæfells. „Við ætlum að vera betri en á síð- asta tímabili. Liðið er ungt að árum en við höfum fengið til okkar tvo Dani sem styrkja okkur í slagnum í vetur,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls. Hægt og bítandi upp á við „Við höfum æft vel frá því í sumar og það er markmið okkar að klifra hægt og bítandi upp á við. Ég er bjart- sýnn á að það gangi eftir,“ sagði Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórs, á fféttamannafundinum. -JKS United i toppsætið - Arsenal sótti stig á Nou Camp Evrópumeistarar Manchester United tylltu sér á topp D-riðilsins í meistaradeildinni í knattspyrnu í gær þegar þeir báru sigurorð af Marseille, 2-1. Eins og oft áður héldu leikmen United stuðnings- mönnum sínum á milli vonar og ótta en tvö mörk á síðustu 10 mínút- unum tryggðu heimamönnum sig- urinn. Hræðileg varnarmistök Hennings Bergs undir lok fyrri hálf- leiks færðu gestunum forystu. Andy Cole jafnaði svo með glæsilegri hjól- hestaspymu og Paul Scholes skor- aði sigurmarkið nánast á fjórum fót- um. „Við verðskulduðum sigurinn og ég verð að hrósa mínum mönnum fyrir hetjulega baráttu. Þeir gáfust aldrei upp,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. Arsenal sótti gott stig til Barcelona í mjög kaflaskiptum leik á Nou Camp. Heimamenn vora miklu betri í fyrri hálfleik og voru óheppnir að skora ekki nema eitt mark en það mark kom eftir mjög slæm varnarmistök frá Patrick Vieira. I seinni hálfleik mættu leik- menn Arsenal grimmir til leiks. Þeir færðu sig framar og náðu tök- um á miðjunni og það kom ekki á óvart þegar Kanu jafnaði metin en rétt áður hafði Grimmandi fengið reisupassann fyrir brot. „Við gerðum breytingar á leikskipulagi okkar í seinni hálfleik og þær gengu upp. Við vorum miklu betri eftir hléið og þegar upp er staðið held ég að jafntefli sé sann- gjörn úrslit," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. -GH Andy Cole er hér að jafna metin fyrir Manchester United gegn Marseille með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Reuter Ólafur skoraði 3 mörk Þrir leikir voru í þýsku A-deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Wuppertal og Magdeburg skildu jöfn, 21-21. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Magdeburg en hvorki Valdimar Grímsson né Dagur Sigurðs- son voru á markalistanum hjá Wuppertal. Dmitri Fillipow skoraði 6 mörk fyrir Wuppertal. Essen, lið Patreks Jóhannessonar og Páls Þórólfssonar, steinlá á úti- velli fyrir Lemgo, 34-25. Patrekur skoraði 2 mörk en Páll ekkert. Þá lögðu meistarar Kiel lið Frankfurt, 30-26. Staffan Olsson skoraði 7 mörk fyrir Kiel og Nikulaj Jacobsen 6. Kiel er efst í deildinni með 11 stig eftir 6 leiki, Nordhom er með 9 stig eftir 5 leiki, Lemgo 9 stig eftir 6 leiki og Flens- burg og Magdeburg eru með 8 stig. -GH íris með Aston Villa - kom Villa áfram í deildabikarnum Iris Björk Eysteinsdóttir, knatt- spyrnukona úr Val, hefur gengið til liðs við enska A-deildarliðið Aston Villa. íris fluttist til Englands í haust ásamt manni sínum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni en hann leikur með B-deildarliði Walsall. Fram- kvæmdastjóri Villa vildi strax fá hana til liðs við félagið og hún skrif- aði undir samning fyrir helgi. ' íris lék fyrsta leik sinn með félag- inu á sunnudag er það mætti Barry Town í deildabikarkeppni en hún kom inná sem varamaður á 70. mfn- útu. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli og hann var því framlengdur og síð- an tók við vítaspyrnukeppni. Eftir fimm vítaspyrnur var staðan enn jöfn og því þurfti að grípa til bráða- bana. íris skoraði úr fyrsta víti bráðabanans og markvörður Villa varði víti andstæðinganna og þar með komst Villa áfram í næstu um- ferð keppninnar. Aston Villa er nýliði í A-deildinni og ljóst er að baráttan verður erfið í vetur þar sem meðal andstæðinga eru stór félög á við Arsenal og Liverpool. „Það var frábær reynsla að koma strax inná í fyrsta leiknum. Liðin voru mjög jöfn en við áttum sigur- inn skilinn. Fótboltinn hér er nokk- uð ólíkur þeim er spilaður er heima á íslandi. Stelpumar hafa ótrúlegan leikskilning en í staðinn vantar leikæfingu og aga. Baráttan verður erfið í vetur, það er nokkuð ljóst, en ég hlakka óneitanlega til að spila í nýju landi á móti skemmtilegum andstæðingum," sagði íris. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.