Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 2
36 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 J-lV Gott afl, vel Reynsluakstur Kia Clarus 2,0 Wagon: búinn og á dágóðu verði Með endurinnkomu Kia á ís- lenska bílamarkaðinn bætist breið lína fólksbíla við það mikla úrval sem var fyrir á markaðnum því á árum áður var það Sportage-jepp- inn sem bar uppi merki Kia hér á landi þótt nokío-ir fólksbílar frá Kia hafi einnig ratað til landsins í innflutningi án umboðs. Með þessari endurkomu Kia á markaðinn bætist við þá kóresku bíla sem fyrir voru á markaðinum, Daewoo og Hyundai, þannig að ekki verður betur séð en þessi heimshluti hafl unnið sér sess á bílamarkaðnum og það allgóðan. Kóresku bílarnir komu, líkt og þeir japönsku, inn á markaðinn á lægra verði og hafa einnig orðið að lúta lægra endursöluverði notaðir en margir sambærilegir bílar aðr- ir. Reynslan verður að leiða í ljós hvort þessi þróun á við rök að styðjast en allir þessir framleið- endur hafa átt langt samstarf við bUaframleiðendur í öðrum löndum með einum eða öðrum hætti, Hyundai við Mitsubishi, Daewoo við General Motors og Kia við Ford og Mazda. Byggður á grunni Mazda Við smíði Clarus, sem er sá bíl- anna frá Kia sem við tökum fyrst til reynsluaksturs, byggja verksmiðj- umar kóresku einmitt á svipuðum gmnni og Mazda 626 en með sinum áherslmn og undirtón. Útkoman er rúmgóður og vel bú- inn fólksbíll í efri millistærðar- flokki og í langbaksgerðinni, eða Honda Accord coupé V6 '99 Blár, ek.3 þ. Verð. 3.540.000 Honda CR-V 2,0, ssk. '98 Grænn.ek. 65 þ. Verð. 1.980.000 Honda Acconl EXl, ssk. 4 d. ‘01 1021 7801 Honda Accord LSi, ssk. 4d. '05 1001 1.2501 Honda Cívic Si, ssk. 4 d. *97 33 þ. 1.1501 Honda Civic LSI, 5 9. 5d. *98 22 þ. 1.5701 Honda CR-V147 ha.,5 fl. 5 d. •98 5fc 2.2901 Honda CR-V RVi, 5 g. 5d. '98 21 k. 2.1501 BMW 316 iA, SSk. 41 ‘96 26 þ. 1.8501 BMW 520 ÍA, ssk. 41 •92 1201 1.050 1 Citroln XM Uutio, 5 g. 51 '93 1381 8901 Daihatsu Terios 4x4,ssk. 5 d. '98 1411. 1.3901 Jeeg Giaod Ctieiokee, 51 •93 goþ. 1.5501 Jeep Cherokee Jamboree '94 7611. 1.3501 MMC Carisma GDI, ssk. 5d. '98 52 þ. 1.5U01 MMCLancer, 5g. 41 '91 02 6. 4991 MMC Lancei, ssk. 51 '92 50 6. 6401 MMC Lancer 6L, 5g. 41 '93 1151 5901 MMC Lancer st, 4x4 51 '93 00 6. 7991 MMC Sgacewagon, ssk. 5d. '93 1371 000 6. Suzuki Sidekick 5 g. 51 '93 1051 8701 Toiola Coiolla, ssk. 41 '92 1171 7301 Toiota Coiolla, ssk. 41 ‘96 40 6. 9501 Toiota Coiolla GL, 5 g. 41 '92 1131 7601 Toyota Corolla GL, 5g. 31 '92 73 6. 7901 Toiota Cotolla GS 31 '98 42 6. 1.1901 Toyota Corolla XL, 5g. 51 '97 40 6. 1.0901 Toiola Tooring. 4»4, 5g. 5d. '91 1301 6201 Toiota 4Runnei. 4x4,5 g. 5 d. '91 1071 1.0901 Volwo S40, ssk. 41 '96 216. 1.8201 Volvo V40 sL, ssk. 51 '97 22 6. 1.950 1 VWGoll Manhattan 2.0 51 '96 416. 1.2901 VWVenloGL ssk. 41 '93 501 990 Þ. Whonda NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 Wagon, eins og Kia- menn nefna þessa gerð bUsins, er plássnýtingin sérlega góð. Reynslu- akstursbíUinn okkar að þessu sinni er einmitt slíkur bUl með 2,0 lítra vél. BUamir frá Kia lenda, rétt eins og bílar hinna kóresku framleið- endanna, mitt á mUli þeirra stærðarflokka sem við notum almennt í dag um sambærilega bíla frá Evrópu og Jap- an. Clams Wagon er svip- aðrar stærðar og Hyundai Sonata og Da- ewoo Nubira og er því nær Opel Vectra en Astra ef horft er á dæmigerðan bíl í þess- um flokki evrópskra bUa. Vel búinn Kia Clarus er vel bú- inn bUl. Hér vantar nán- ast ekkert af því sem hægt er að hugsa sér í Kia Clarus, laglegur millistór langbakur frá Kóreu með aflmikla vél. svona bU. AJlt sem hægt er að hugsa sér er raf- stýrt, rúður, hliðar- speglar, loftnet, og fjar- stýring á opnun á bens- ínloki er í hnappi innan á bUstjórahurð. Miðstöð og loftræst- ing er þægUeg og furðu hljóðlát. Stýring hennar er með snúningsrofum, hefðbundnum fyrir hraða og blástursstýr- ingu en einfalt og þægi- legt snúningshjól til að stjórna hitastigi. Útvarp er með geisla- spUara og, ólíkt flestiun slíkum geislaspilaraút- vörpum, er auðvelt að rata á hnappa til að hækka og lækka, og það einnig 1 myrkri, sem er aUgóður kostur. Hægt er að smeUa fram statífi fyr- ir bolla eða gosflöskur með einni fingursnertingu úr miðstokki. Hólf á mUli framsætanna er hægt að draga fram og nýtist þá sem armpúði. Niðurfellanlegur armpúði er í miðju aftursæti. Hnappur fyrir stýringu á aftur- rúðuþurrku er i mælaborði vinstra megin við stýrið, aðeins úrhendis í Myndir DV-bílar JR Heildaryfirbragð hönnunarinnar er eilítið þunglamalegt sem gerir það að verkum að bíllinn virkar stærri en hann er. fyrstu en venst fljótt. Hnappurinn er tvískiptur - neðri hluti hans kveikir á þurrkunni en sá efri er fyrir rúðusprautuna. Auðvelt er að ýta á helmingana saman þegar þörf er á. ABS-læsivörn hemla er staðal- búnaður, svo og TCS-spólvörn. Sæti fyrir sjö Þegar horft er á Kia Clarus Wagon á hlið sést vel hvers vegna hann sýnist stærri en hann er í raun og veru. Þakbogarnir setja vissulega sinn svip á bíl- inn. Kia Motors: Framleiða breiða línu bíla af öllum gerðum Kia Motors í Kóreu, sem Jöfur hefur nú tekið við umboði fyrir, er eitt elsta bílafyrirtæki Suður- Kóreu og hefur starfað í meira en 50 ár, mest við bílaframleiðslu. Hjá Kia starfa um 30.000 manns i fjölda verksmiðja í Kóreu og víða um Asíu og Ameríku, auk Evrópu. Kia fór ekki varhluta af niður- sveiflunni sem varð í efnahagslífi Asíu í lok ársins 1997. Samhliða endurskipulagningu, sem þá fór af stað að tilhlutan Alþjóða gjaldeyr- issjóðsins, var ákveðið að selja Hyundai Motor Co meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu á árinu 1998. I kjölfarið fylgdi heildarend- urskipulagning á fyrirtækinu og starfsemi þess en jafnframt var ákveðið að fyrirtækin tvö, Hyundai og Kia, yrðu rekin áfram sem sjálfstæðar rekstrareiningar, með sjálfstæða vöruþróun, mark- aðssetningu og sölu. Við þessa endurskipulagningu hafa orðið gífurleg umskipti í rekstri Kia og nú er svo komið að Kia er með söluhæstu fyrirtækj- um í bílaiðnaðinum í Kóreu. Kia framleiöir fólksbíla, vöru- bfla, fólksflutningabíla og ýmsar gerðir þungavinnuvéla fyrir flesta markaði og í mörgum löndum. Byggt á góðum grunni Jöfur, sem nú hefur bætt Kia í hóp umboða sinna, er með áratuga sögu að baki. Fyrirtækið hefur um langt árabil haft aðsetur á Nýbýla- veginum og er enn að bæta sína að- stöðu þar. Fyrirtækið hefur um langt skeið verið með umboð fyrir Chrysler og Peugeot en byijaði starfsemi sina sem Tékkneska bifreiðaumboðið og seldi Skoda um langt árabU. Mikið söluátak á Peugeot var haf- ið árið 1998 og heldur sú sókn áfram á yfirstandandi ári. Vegna stærðar fyrirtækisins, starfsmannaijölda og þekkingar var ljóst að fyrirtækið ætti möguleika á meiri vexti. TU að auka hagkvæmni og bæta afkomuna var það eitt af fyrstu verkum nýs framkvæmda- stjóra, Páls HaUdórssonar, að ganga tU samninga við Kia Motors i mars á liðnu vori. Gengið var frá frum- drögum samninganna strax í vor. Bið varð hins vegar á formlegri kynningu á þessu nýja umboði þar tU nú en ákveðið var að bíða með hana þar til nægur fjöldi bíla væri tilbúinn tU afgreiðslu en vegna mik- illar eftirspumar hefur Kia reynst erfitt að mæta eftirspurn. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.