Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 37 Langbakurinn er með einn allgóð- an kost en hann gefur möguleika á því að flytja sjö farþega þegar þörf er á. Undir tvískiptu gólfi farmrým- isins leynist nefnilega aukasæti fyr- ir tvo farþega sem hægt er að nýta til flutnings á styttri leiðum. Þegar það er i notkun snúa farþegamir sem það nota öfugt við aksturs- stefnu bílsins. Sem fyrr sagði þá nýtist þetta sæti vart nema til flutn- ings á styttri leiðum, það býður ekki upp á nein þægindi en er að sjálfsögðu búið öryggisbeltum. Vinnur á Við fyrstu kynni virkar Kia Clarus þunglamalegur og jafnvel er sú tilfinning til staðar að þetta sé óþægilega stór bíll. Hraðanæmt vökvastýrið er nokkuð þungt þegar lagt er upp í akstur en venst vel og er sérlega þægilegt í þjóðvega- akstri. Fjöðrunin er ekki mjög slaglöng og fulimjúk, en það kemur hins vegar á óvart hve mikið finnst fyrir örfínum ójöfnum í veg- yfirborði en mun minna fyrir stærri holum. Þetta er hins vegar bíll sem vinnur á við frekari kynni og strax á öðrum degi var engu líkara en ég væri búinn að aka þessum bíl um langa hríð. Ólíkt mörgum nýrri bílum eru sætin þægilega mjúk og aðeins má fmna að þvi að framsætin mættu vera með betri hliðarstuðningi. Furðulipur Aksturseiginleikar Clarus eru í meðallagi. Eins og fyrr sagði virk- ar hann fyrst nokkuð þunglamaleg- ur en vinnur á. Framendinn er nokkuð langur fram og það tekur smástund að átta sig á því hve langt hann nær. Dágott vélaraflið, 133 hestöfl, gerir sitt til að bíllinn er dável snarpur og lipur sjálfskiptingin svarar vel. Hægt er að velja um sportlega aflstillingu á svörun skiptingarinnar á móti sparnaðar- stillingu. Sé skiptingin sett á sport- legu stillinguna svarar hún sérlega skemmtilega. Rafeindastýrð inn- sprautunin gerir eflaust sitt líka til að vélin skilar góðu afli við hvaða aðstæður sem er. Það verður að segjast eins og er Miðstokkurinn með stjórnbúnaði miðstöðvar og útvarpi er vel heppn- aður. Kia Clarus 2,0 Wagon Heildarlengd: 4.750 mm. Breidd: 1.785 mm. Hæð (toppb.): 1.440 (1.495). Hjólahaf: 2.659. Sporvídd, f/a: 1.500/1.500. Veghæð: 177 mm. Sætafjöldi: 5+2. Vél: 4ra strokka, tveir yfirliggjandi kambásar, 1998 cc, 133 hö. (98 kW) v/5.900 sn. Snúningsvægi 171 Nm v/4.000 sn. Stýri: Hraðatengt aflstýri. Snúningshringur bíls: 10,6 m. Hjól: 195/65/14. Fjöðrun: Sjáifstæð gormafjöðrun á öllum hjólum, jafnvægisstöng. Verð: Wagon, sjálfskiptm-, kr. 1.750.000. Umboð: Jöfur hf., Kópavogi að strax á öðrum degi var hægt að ná út töktum á þessum meðalstóra bíl sem margur minni bUl væri fullsæmdur af. Dágott verð Líkt og fyrirrennarar annarra gerða frá Kóreu koma Kia-bílarnir inn á markaðinn á verði sem gerir það að verkum að þeir eru vel sam- keppnisfærir. Clarus Sedan DLX, í hefðbundinni stallbaksgerð með skotti, kostar 1.595.000 krónur og sjálfskiptur 1.690.000. Langbakurinn, eða Wagon, er að- eins fáanlegur sjálfskiptur og kostar kr. 1.750.000, sem er dágott verð fyr- ir bíl í þessum stærðarflokki, vel búinn, með aflmikla vél og þann möguleika að flytja sjö farþega. Þótt fólksbílarnir frá Kia séu enn óskrifað blað hér á landi þá er þetta vel verðugur kostur að skoða; verð- ið eitt og sér ætti að vera næg ástæða. Tíminn á síðan eftir að leiða í ljós endingu og endursöluverð. -JR Farangursrýmið er rúmgott og nýt- ist dável. Gott aðgengi er að bílnum og dágott pláss fyrir höfuð og hné. Harley Davidson-umboðið hélt á dögunum kynningu á 2000-árgerð- inni og í framhaldi af því hóp- keyrslu HD-eigenda til Eyrarbakka. Bílablað DV mun koma með nánari umfjöllun í haust og í vetur en helstu breytingar á þeim eru þónokkrar og má þar helsta telja nýja 8 ventla vél. Meðal breytinga eru nýjar grindur fyrir nýju vélina sem komin er í öLL stærri hjólin, nýir 19 lítra bensíntankar með mæli sem eru heilir en ekki tvískiptir eins og áður. Breyting hefur einnig orðið á 5 gíra kassanum sem er orð- inn þéttskiptari og auðveldara að finna hlutlausan. Hjólin eru komin með ný bremsukerfi með fljótandi diskum sem verða á öllum hjólun- um nema þeim sem eru með „Sprin- ger“-framgafflinum. -NG Kynnir nýjan Um þessa helgi kynnir Ingvar Helgason hf. nýjan Nissan Primera sem er mikið breyttur frá fyrri gerð, bæði hvað varðar sportlegt útlit og eins var mikið lagt upp úr hljóðein- angrun með nýjum hljóðmælingum í farþegarýminu sem skilaði hljóð- einangrun á staði sem bílaframleið- endur höfðu ekki hugað að áður. Einnig er komið nýtt hliðarkerfi við ABS-læsivöm hemla sem gefúr „fulla“ hemlun, óháð afli öku- manns. I sjálfskiptingu nýju Primerannar er komin nýja M6-skiptingin sem hægt er að breyta úr hefðbundinni sjálfskiptingu í 6 gíra beinskiptingu, sportleg nýjung sem slegið hefur í gegn á Evrópumarkaði. Mikið lagt í auglýsingar Mikið var lagt upp úr gerð aug- lýsinga til kynningar á þessari nýju Primera, að sögn Sigþórs Bragason- ar, sölustjóra hjá Ingvari Helgasyni. „Nissan fékk til liðs við sig ekki ófrægari leikstjóra en Chris Cumm- ingham, sem frægur er fyrir gerð tónlistarmyndbanda fyrir margar frægustu stórstjörnurnar, sem og Suzuki kaupir í General Motors Yfirleitt eru kaup bílafram- leiðenda á þá lund að hinir stærri kaupa hina minni. Stund- um gerist þetta á hinn veginn: Nú á dögunum keypti Suzuki 2% hlut í General Motors Mar- keting í Argentínu! í framhaldi af þessum kaupum mun Suzuki framleiða Grand Vitara fyrir Suður-Ameríkumarkað í argent- ínskri verksmiðju sem er í eigu General Motors. Þó þetta sé óvenjulegt í bil- heimum kemur það kannski minna á óvart með þessa tvo að- ila en hefði verið með marga aðra. Hvorir tveggju standa vel fjárhagslega og hafa haft mikla samvinnu í heimsálfunni Amer- íku, bæði syðri og nyrðri hlut- anum. -SHH Ingvar Helgason: Nissan Primera um helgina Nýr Nissan Primera verður frumsýndur hjá Ingvari Helgasyni um helgina, nýr bíll frá grunni með sportlegt útlit og miklu betri hljóðeinangrun. tökumanninn Darius Conji sem fil- mað hefur myndir eins og Seven, Evitu og fleiri stórmyndir. Afrakstm- vinnu þessara manna er glæsilegar auglýsingar sem full- komnast í stórbrotnu, litríku og fögru íslensku landslagi sem endur- speglast í glæsilegri hönnun Nissan Primera en auglýsingarnar voru teknar á Suðurlandi fyrr í sumar.“ Þessi nýja Primera verður kynnt um helgina hjá Ingvari Helgasyni á Sævarhöfða 2. Opið er bæði laugar- dag og sunnudag frá kl. 14 til 17. -JR Varahlutir fyrír sjálfskiptingar NP VARAHIUTIB EHF SMIÐJUVEGUR 24 C - 200 KÓPAVOGUR SÍMI 587 0240 — FAX 587 0250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.