Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 5
38 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 JjV H>"V LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 43 „Saga Bifreiða og landbúnaðarvéla hefst raunverulega þegar Bretar lok- uðu fyrir löndun á fiski upp úr 1950 en fram að því höfðu um 60% af út- flutningi okkar farið þangað. Þá var ekki verið að gefast upp fyrir fram eins og nú er gert út af Greenpeace og þess háttar samtökum heldur var vörn snúið i sókn og viðskiptasamn- ingur gerður við Ráðstjórnarríkin sem ég held að hafi verið okkur mjög gagnlegur og mikils virði þó oft hafi verið illa um þessi viðskipti talað út af kalda stríðinu sem við munum báðir hvemig var.“ Gísli Guðmundsson, forstjóri B&L, hefur orðið þar sem við sitjum á bjartri skrifstofu hans í nýbyggingu fyrirtækisins að Grjóthálsi 1 í Reykjavík. Erindi dagsins er að fræð- ast um fyrirtækið sem heldur upp á 45 ára afmæli sitt um þessar mundir með formlegri opnun stórhýsis sem risið hefur af grunni á fáum misser- um. „í upphafi var íslensk samninga- nefnd í Moskvu í eina þrjá mánuði og á endanum var ákveðið að þeir keyptu af okkur frosinn fisk og síld og síðar ullarvörur og niðursuðuvör- ur. I staðinn keyptum við af þeim olíu og olíuvörur, timbur og steypu- styrktarjám og síðan var það stíf krafa frá þeim að einnig yrði keypt- ur iðnaðarvamingur. í því sambandi var einkum talað um bíla og það var forsenda þeirra fyrir undirskrift samningsins að keyptir yrðu 100 Po- bedabílar til að byrja með. Samningarnir hagstæðir íslendingum Ég vil leggja áherslu á að ég tel að þessir samningar hafi verið okkur sérlega hagstæðir. Þegar samninga- nefndin kom heim vildi enginn taka að sér að selja þessa bíla þannig að Bjarni Benediktsson, þáverandi utan- ríkisráðherra, og Ingólfur Jónsson viðskiptaráðherra fóru þess á leit við Félag íslenskra bifreiðainnflytjenda að það hefði forgöngu um að stofna fyrirtæki um innflutninginn. Það var gert og fyrirtækið Bifreiðar og land- búnaðarvélar stofnað. Til að byrja með var fyrirtækið Gísli Jónsson hf. fengið til að vera umboðsaðili fyrir Bifreiðar og land- búnaðarvélar en faðir minn, Guð- mundur Gíslason, var þá fram- kvæmdastjóri þar og þessi viðskipti lentu á hans könnu. Eftir nokkur ár leystu Bifreiðar og landbúnaðarvélar festar frá Gísla Jónssyni og fluttu inn í Brautarholt þar sem Þórskaffi er Þessi mynd er tekin á sýningarbás B&L á bílasýningu árið 1978. Gísli Guðmundsson (eidri) situr í hjólastól fremst á myndinni, þá níræður. Fyrir aftan hann standa feðgarnir Guðmundur Gfsiason og Gfsli Guðmundsson sem þá voru for- stjóri og framkvæmdastjóri, en á milli þeirra er Guðmundur Gíslason (yngri), núverandi aðstoðarframkvæmdastjóri. Önnur kynslóð Moskvitsbíla og í raun fyrsta hönnunin frá Rússum sjálfum. Myndin er tekin á einni af fyrstu bílasýningunum sem haldnar voru hérlendis, í KR-salnum, einhvern tíma undir lok sjötta áratugarins. Rússajepparnir voru alþekktir og óhætt að segja vinsælir um land allt. Raunar hétu þeir GAZ 69 - 69 á ekkert skylt við ártal. Mun meira kom af bílnum í tveggja dyra útfærslunni sem fjær er á myndinni, enda voru þeir með tvo þriggja manna bekki langsum aftur í og rúmuðu þar með betur fólk og hvers konar flutning heldur en fjögurra dyra bíllinn sem var með þriggja manna þver- bekk aftur í og hallandi blæju að aftan. En fyrir útlitið voru þeir kallaðir „úlfald- ar“ sem skírskotaði að nokkru til herbíla sem hér voru kunnir fyrir af gerðinni Dodge (gjarnan kallaðir Vípon og Karíól, eftir stærðum), en Command Car-út- færsla þeirra var ekki ólík þessu. núna. Faðir minn varð forstjóri B&L og gegndi því starfi aflt til ársins 1980 er ég tók við af honum. Fyrstu bílarnir voru sem sagt þess- ir 100 Pobedabílar og þar réðst í raun framtíðin. í því sambandi er gaman að rifla upp merkingu rússneska orðs- ins Pobeda, en það þýðir einmitt sig- ur. Síðan kom Moskvits, fyrst bílar sem gerðir voru eftir stönsum sem teknir voru eftir stríðið frá Opel í Þýskalandi en fljótlega kom ný rúss- nesk hönnun. Árið 1956 komu Rússa- jepparnir sem svo voru kallaðir og hentuðu ákaflega vel hérlendis. Þeir voru með mýkri fjöðrun en vestrænu jepparnir sem fengust hér á landi og með heppilegri sporvídd fyrir okkar vegi, ekki síst í snjó og ófærð að vetri. Þeir entust kannski ekki eins vel en voru ódýrari og fóru betur með far- þegana. Frambyggði Rússajeppinn sem kom seinna hentaði líka ágæt- lega við íslenskar aðstæður og var enn þá betri ferðabíll og alhliða vinnubíll þeirra tíma. Heimsmet í sölu Lada Á eftir Pobeda kom Volga, sem var Fyrstu bílarnir sem Bifreiðar og landbúnaðarvélar fengu á eftir Pobedabílunum, sem samið var um í upphafi, voru Moskvitsar, gerðir eftir stönsum sem teknir voru frá Opel í Þýskalandi upp í stríðsskaðabætur. Þessir bílar komu allir í vönd- uðum trékössum sem einnig sjást á myndinni og fengu flestir önnur og jafnvel enn göfugri hlutverk hérlendis. - Árið er 1955. Á þessum tíma voru auknefni enn talsvert í tísku og sumir kölluðu þessa fyrstu Moskvitsa „rússínur". að stofni til bandarískur Ford 1954 eða 1955. Hún var með ál-toppventla- vél og þótti góður, þægilegur og sterkur bífl. Seinna komu Lada-bilarnir sem framleiddir voru í samvinnu við Fiat á Ítalíu. Fyrstu Lödurnar voru í raun styrktur Fiat og hækkaður og hann- aður fyrir norðlægari slóðir. Þetta voru engir lúxusbilar en góðir fyrir sinn pening. Svo kom Lada Sport sem Porsche aðstoðaði við að hanna drifbúnaðinn í og þjálfaði þar sína menn drjúgum á kostnað Rússanna. Ég tel að við höfum sett heimsmet í sölu Ladabíla því eitt árið seldum við yfir 2500 bíla og annað ár 2800. Þá voru íslendingar 250 þúsund þannig að við seldum meira en hundraðasta hverjum manni bíla af sömu tegund! Almennt séð voru þessir rússnesku bílar góðir og vinsælir bílar handa almenningi fyrir sanngjarnt verð. Viðskiptin voru hluti af vöru- skiptasamningi þjóðanna en B&L samdi afltaf beint við Autoexport sem seldi fyrir allar verksmiðjumar. Á Gorbatsjovtímanum breyttist sú skipan mála. Verksmiðjurnar fengu sjálfstæði og þá fórum við að semja beint við hverja þeirra fyrir sig.“ Hvernig gekk að eiga samskipti við Rússana? Var það ekki stundum dálítið skrautlegt? „Það var stundum dálítið skraut- legt en alltaf vinsamlegt. Rússar eru hlýtt og gott fólk og ég á marga góða vini austur þar. Mér finnst þjóðarsál- in þar ekki ólík okkar. Samskiptin við Autoexport gengu mjög vel og Fyrsta húsnæðið sem Bifreiðar og landbúnaðarvélar störfuðu sjálfstætt í var á horni Brautarholts og Nóatúns. Hér er það í byggingu en ýmis varningur B&L kominn í útstillingargluggann. Frá bílasýningu í Laugardalshöll, líklega komið fram um 1970. Rússajeppinn (GAZ 69) enn í fullu fjöri en frambyggði Rússajeppinn, UAZ 452, kominn upp að hliðinni á honum. Fljótt á litið virðist B&L einbeita sér að því að selja bíla. En það kenn- ir sig einnig við landbúnaðarvélar: Gísli hlær við: „Já, það voru nú bara nokkrir traktorar á sínum tíma og einar tvær þrjár skurðgröfur, aldrei varð það nú meira. En við erum íhaldssöm og viljum halda í gamla nafnið sem við höfum stytt i B&L.“ Eldri hafa reynsluna, yngri hafa driftina Faðir þinn, Guðmundur Gíslason, var forstjóri hér frá upphafi. Hvenær byrjaðir þú að hafa afskipti af B&L? „Ég byrjaði að sendast hér 12 ára og var mörg sumur síðan í verka- mannavinnu, aðallega við að rífa tré- kassa sem Moskvitsarnir komu í, en það var makalaust að allir þessi bíl- ar skyldu koma í kössum! (Hugsaðu þér annars, hvað þetta var mikill viður - þetta var allt saman notað og meðal annars byggðir úr því margir sumarbústaðir.) Þegar ég lauk laga- prófi 1974 hóf ég störf hjá fyrirtæk- inu sem framkvæmdastjóri og síðar forstjóri frá 1980. Það má segja að ég hafi hvergi unnið annars staðar en hér, að undanskildum sex árum sem ég var í sveit, fyrst að Arnamúpi i Dýrafirði og síðar á Skálpastöðum í Lundarreykjadal - og svo eitt sumar i hvalnum." Þriðja kynslóðin er komin til skjal- anna „Já, Ema dóttir mín, sem er hag- fræðingur að mennt, hefur nú verið hér framkvæmdastjóri í 7 ár. í fyrra kom svo Guðmundur, sonur minn, eftir að hann lauk viðskiptafræði- námi, og er nú aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Bæði höfðu þau unnið hér á sumrin áður. Ég tel það af hinu góða að hafa þrjár kynslóðir við stjómvölinn. Þeir eldri hafa reynsl- una en þau yngri driftina, og þegar þetta kemur saman vonum við að út- koman verði góð. Það er dálítið gaman að rifja það upp að raunverulega hefur fjórða kynslóðin komið hér við sögu líka því pabbi dreif afa minn og alnafna inn í fyrirtækið til að selja hér bíla þegar gamli maðurinn var kominn yfir sjötugt. Á þeim tíma mátti segja að hann væri næstum kominn í kör en það var svo mikil vítamínsprauta fyrir hann að gripa í þetta verkefni að það var eins og hann yngdist um mörg ár, enda var hann með óbilandi bíladellu." Eru fleiri systkini væntanleg hing- að? „Við hjónin eigum enn eitt barn, telpu sem heitir Jóhanna Margrét og er fædd 8.8.’88, klukkan 8! Framtíöin mun leiða í ljós hvert hún stefnir." Á hverju ekur svo forstjóri B&L? „Sjálfur á ég BMW en fyrirtækið er með umboð fyrir fjórar tegundir bíla sem hver um sig er með fjórar eða fimm undirgerðir, þannig að ég gríp oft í reynsluakstursbílana, sér- staklega þegar nýjungar eru á ferð- inni, því það er nauðsynlegt að fylgj- ast vel með nýjungum og vita hvar við stöndum í samanburði við aðra. Þar get ég sagt að úrvalið hjá okkur er stórkostlegt. Einnig tek ég stund- um í aðrar bílategundir sem við höf- um tekið upp í til að hafa saman- burð.“ -SHH Nýir tímar - nýjar tegundir Svo kemur Gorbatsjovtíminn og þá fer Gísli Guðmundsson að líta í kringum sig eftir möguleikum til að útvíkka fyrirtækið og taka inn fleiri tegundir: „Við sáum fram á að verksmiðjan væri að sigla inn í erfiðleika. Það var heilmikið ferðalag að heimsækja Lada-verksmiðjuna, 20 tímar í lest hvora leið frá Moskvu, en þetta gerð- um við með reglulegu millibili þannig að við gátum séð hvað var að gerast. Okkur varð ljóst að slaknað hafði á gæðum framleiðslunnar og litlar líkur á því að þar yrðu þróuð ný módel alveg á næstunni. Það varð til þess að við fórum að líta í kringum okkur og bárum niður í Asíu. Ég fór fyrst til Suður-Kóreu 1991 og ári síðar fórum við að selja Öll þjónusta á einum stað „Við vorum um það bil 35 ár við Suðurlandsbraut og Ármúla en þar var orðið allt of þröngt um okkur og engin leið að veita þá þjónustu sem við þurftum og vildum veita. Þess vegna varð það úr að hefja fram- kvæmdir á lóð okkar við Grjótháls sem nær upp að Fosshálsi. Viö hóf- um framkvæmdir í maí í fyrra og fyrsta steypa var fyrir verslunar- mannahelgina 1998. Síðan fluttum við inn um síðustu páska; lokuðum 28. mars á gamla staðnum og opnuð- um aftur 6. april i nýja húsinu sem er tæpir 8000 fermetrar á rétt um 14 þúsund fermetra lóð með tæplega 300 bílastæði. Starfsmenn eru ríflega 100. Hér fer nær öll okkar starfsemi fram, að sprautu- og réttingaverkstæðinu undanteknu. Aðstaða fyrirtækisins Á 20 ára afmæli B&L árið 1974 var stillt upp til myndatöku, stjórnendum B&L og stærstu erlendu viðskiptavinum: Frá vinstri: Gísli Guðmundsson, Jón V. Guðjónsson, Bergur G. Gíslason, Gunnar Ásgeirsson, M. Simbal, forstjóri Moskvitsverksmiðjanna, M. Petrov, aðalforstjóri Autoexport, Erna Adolphs- dóttir, Guðmundur Gíslason. Þrjár kynslóðir við stjórnvölinn: Gísli Guðmundsson, forstjóri, Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður, Erna Gísladótt- ir, framkvæmdastjóri, Guðmundur Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri. jafnvel betur þegar við fórum áð semja beint við verksmiðjuna í Togliatti sem stendur á Volgubökk- um, um 1000 km suðaustur af Moskvu. En í öll þessi ár og í gegn- um öll þessi samskipti fann ég aldrei nokkurn mann austur þar sem var hálft eins mikill kommúnisti eins og sumir sem á íslandi vora.“ Eru þessi viðskipti alveg liðin und- ir lok? Um þessa bíla voru Bif- reiðar og landbúnað- arvélar stofnaðar. Þeir hétu Po- 9MMMm beda - sem er rússneska orðið fyrir sigur - og líkuðu að flestu leyti mjög vel. Það var ágætt að aka Pobeda, sérstaklega átti fjöðrunin vel við íslenska vegi á miðjum sjötta áratugnum. „Framtíðin er óskrifað blað, viðskiptaheimurinn er í stöðugri þróun, nýjar hugmyndir era að skjóta upp kollinum á hverjum degi.“ ' Á bílasýningunni í Frankfurt, sem lauk um síðustu helgi, sýndu þeir Lada Sport með fallega innréttingu og franska dísilvél. „Já, einmitt. En þegar maður á í stríði er ekki nóg að sýna hershöfð- ingjanum mynd af skriðdreka. Hann þarf skriðdreka. Og bílasala á íslandi er „stríð“. Hyundai sem frá upphafi hefur geng- ið mjög vel. 1995 yfirtókum við af Bílaumboðinu umboðin fyrir Renault og BMW. Renault er síðan í stöðugri sókn og raunar BMW líka, en hann hefur á þessu ári sýnt ágæta aukningu í sölu, eða um 100%, þó við verðum að muna eftir því að þetta eru dýrir bílar og ekki líklegir til að selj- — . iíi ast í sama mæli og þeir sem ódýrari era. Með i þessum kaupum fylgdi Land Rover þar sem BMW hafði keypt Rover-verksmiðjumar í Englandi og þeir bílar hafa selst ágætlega. Auð- vitað tekur það tíma að vinna upp ný umboð og endurkynna tegundir sem ekki hafa verið um sinn á markaðn- um, en við eram sannfærðir um að við séum núna með góð vopn í hönd- um til að berjast á þessum markaði. hefur tekið miklum stakkaskiptum og við gleðjumst yfir því hve vel hef- ur tekist til og í tilefni af því ætlum við að opna húsið formlega núna um helgina þar sem allir era boðnir vel- komnir. Þetta hefði náttúrlega aldrei tekist ef starfsfólk okkar hefði ekki unnið mikið starf og sýnt framúr- skarandi ósérhlífni, og ekki má gleyma öllum iðnaðarmönnunum og því sem þeir hafa afrekað. Viðskiptavinir okkar hafa tekið flutningunum mjög vel. Mat manna á vega- lengdum hefur breyst mikið þannig að það er ekki vandamál að renna hingað. Það má líka segja að um helming- ur af sölu nýrra bfla sé kominn austur fyrir El- liðaár því nú eru komin fiög- ur eða jafnvel fimm stór bíla- umboð á þetta svæði. Aðkoman að B&L er góð. Ég hef átt í viðræðum við borgaryfirvöld um ráðstaf- anir þannig að þeir sem ætla austur, norður eða vestur, hvort sem það er nú lengra eða skemmra, þurfi ekki að aka í gegnum bensínstöðina hér fyrir neðan. Úr því verður bætt því hér eru sífellt að koma fleiri þjón- ustufyrirtæki."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.