Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 Fréttir DV SVFÍ og Landsbjörg í eina sæng um helgina: Útkall af hálendi kom á sama tíma - unnið að stofnun alþjóðlegrar hjálparsveitar Á sama tíma og hátt á þriðja þús- und björgunarsveitarmenn samein- uðu krafta sína í Laugardalshöll á laugardag héldu félagar í tveim björgunarsveitum upp á Sprengisandsleið til hjálpar hjón- um sem þar höfðu fest bíl sinn í fönn. Allt fór það vel, en sýnir enn einu sinni að neyðarhjálp slysa- vamamanna er í góðu lagi hér á landi og skiptir oft sköpum. ís- lenskir björgunarsveitarmenn hugsa líka út fyrir landsteinana. Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavama, tjáði blaðinu i gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um stofnun slíkrar deildar hér á landi. Unnið yrði áfram í málinu. „Við áttum stóran dag í gær,“ sagði Ólafur Proppé, formaður nýju samtakanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gær. Hann sagði að samhugurinn væri mikill - það hefði komið fram á gleðisamkomu í Laugardalshöll, matarveislu aldar- innar og stóm balli að henni lok- inni. Fimmtándi hver íslendingur, eða um 20 þúsund manns, starfar innan þessara langstærstu samtaka sjálfboðaliða. Félögin tvö samein- uðust á táknrænan hátt um helgina í eitt sterkt félag. Um 2600 manns komu og borguðu sig inn á hóf hinna nýju björgunarsamtaka í ola,ur Ragnar Grimsson, forseti Isiands, var heiðursgestur þar sem Slysa- Laugardalshöll á laugardagskvöld- varnafélagið Landsbjörg var formlega stofnað um helgina. Forsetinn var ið. Starfandi em á annað hundrað með hönd 1 fatla °S víst er aö hann kann aö meta góðar slysavarnir. DV-mynd Hari hjálparsveitir í landinu sem alltaf eru reiðubúnar til aðstoðar ef þörf krefur. Á útkallsskrá eru um 6 þús- und félagar. Ólafur Proppé, formaður nýju samtakanna, sagði að samtökin hefðu fengið Lóranstöðina á Gufu- skálum á Snæfelisnesi til afnota samkvæmt samningi við stjórn- völd. Er nú verið að ljúka fram- kvæmdum til að unnt verði að hefja þar umfangsmikið fræðslu- og þjálfunarstarf í samstarfi við björg- unarskólann sem starfandi er. Stærsta verkefni samtakanna í forvörnum sagði Ólafur að væri þróun öryggisstjórnunarkerfis til notkunar í skipum. Hann segir það eins konar gæðastjórnunarkerfi á fiskiskipum. Samtökin vinna að þessu verkefni í samvinnu við sam- gönguráðuneytið og hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Sagði Ólafur að slíkt kerfi gæti, ef vel tækist til, komið í veg fyrir fjölda slysa og dauðsfalla um borð í íslenskum bátum og skipum. Samgönguráðuneytið veitti þriggja milljóna króna styrk til þessa verkefnis um helgina. „Við erum byrjaðir að þróa þetta á tveim eða þremur flskiskipum í samráði við sjómenn og útgerðir. Meiningin er að halda áfram á þess- ari braut. Fiskiskipin eru hættuleg- ir vinnustaðir og þar verða því miður of mörg slys,“ sagði Ólafur Proppé í samtali við DV í gærkvöld. -JBP Sex teknir með dóp Lögreglan í Reykjavík handtók um helgina sex manns vegna fíkniefna- notkunar. Síðdegis á fóstudaginn var par, karlmaður á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri, handtekið við verslun- armiðstöðina Smáratorg i Kópavogi vegna gruns um fíkniefnanotkun. í bíl parsins fannst um hálft kíló af hassi. Fólkið, sem áður hefur komið við sögu lögreglunnar vegna svipaðra mála, var úrskurðað í gæsluvarðhald til 9, október. Auk þessa handtók lögreglan í Reykjavík Qórar manneskjur aðfara- nótt sunnudags í tveimur húsum í miðborginni, í austurborginni og í miðborginni, vegna fíkniefnanotkun- ar. í austurborginni fannst lítið eitt af hassi og amfetamíni en í miðborginni hass og e-töflur. -GLM Drápsklyfjar Olvaðir á siglingu Lögreglan í Keflavík handtók þrjá unga menn, á aldrinum 16-18 ára, um hádegisbilið i gær í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd eftir að þeir höfðu strandað þar stolnum smábát úr smábátahöfninni í Kópavogi. Drengirnir komust af sjálfsdáðum í land en voru hraktir og sjóblautir er lögreglan kom á staðinn. Þeir reynd- ust vera ölvaðir og höfðu brotist inn í fleiri báta i Kópavogshöfninni en ekki unnið umtalsverðar skemmdir á þeim. Bátsmennimir ölvuðu voru færðir í fangageymslur lögreglunnar í Keflavík þar sem þeir játuðu brot sitt umsvifalaust. -GLM JJmÆm Bréfberar eru farnir að kvarta undan óhóf- legri þyngd á pósti, tala um drápsklyfjar. Þegar verst lætur þurfa þeir að burðast með allt að 160 kíló af pósti, 80 kíló á hvorri öxl. Er ekki að furða þó að bök þeirra séu að fara og liðþófam- ir í hnjánum að gefa sig. Ein helsta ástæða þess- ara kvala póstmanna eru alls konar auglýs- ingablöð og bæklingar sem streyma inn um póstlúgur landsmanna á hverjum degi. Eftir kvartanir og fundi hafa forráðamenn íslands- pósts lýst sig reiðubúna að létta á byrðum bréf- beranna. Ekki þó með því að minnka hverfin sem hver og einn ber út í eða með því að fjölga bréfber- um. Nei, þeir hafa boðist til að halda námskeið í líkamsbeitingu, að sögn svo forða megi bökum og liðþófum. Sveittir og þreyttir bréfberar segja slík námskeið hins vegar gera takmarkað gagn. Byrð- amar séu þær sömu og stritið það sama - hvernig sem menn nú beita sér. Og forráðamenn íslandspósts vilja gera enn bet- ur. Eru með átak í að fá almenning til að merkja póstlúgumar betur. Slíkt er auðvitað óbrigðult ráð til að létta byrðar bréfberanna. Það sjá allir - nema reyndar bréfberarnir með drápsklyfjamar. Og af því að þeir skilja ekki velvilja forráðamanna ís- landspósts er þolinmæði þeirra á þrotum. Dagfari hefur vissa samúð með bréfberunum. Ekki sist vegna þess að erfiði þeirra fer oft fyrir llt- ið. Bæklingar og auglýsingablöð eiga oft afar stutta viðdvöl á mörgum heimilum og fara jafnvel ólesin í ruslatunnuna. Enda enginn beðið um að fá þenn- an glaðning inn um lúguna. En samúð Dagfara snýr einnig að bréfberunum sem eftirbátum á tím- um tækni og framfara, eins og það er nú orðað svo fínt á tyllidögum. Á sama tíma og almenningur sendir bréf, stund- ar bankaviðskipti, pantar sólarlandaferðir og fyllir út hvers kyns umsóknir með tölvunni heima burð- ast bréfberar með 160 kílóa drápsklyfjar milli húsa. Meðan tæknin auðveldar almenningi lífíð verður erfiði bréfberanna eins og hjá póstberum fyrr á öld- inni sem fóru landshluta á milli í foráttuveðrum. Og þar er ekki bara ruslpósti um að kenna. Um leið og svokölluð pappírslaus viðskipti miðast við að létta mönnum lífið hefur holskefla bréfasendinga frá fyrirtækjum og stofnunum dunið á heimilum sem aldrrei fyrr. Möppur heimilisbókhaldsins eru orðnar yfírfullar af yfirlitum, fylgibréfum og kvitt- unum strax í september. Pappírslaus viðskipti í verslunum eru að ganga af prenturum posanna dauðum. Á tímum pappírs- lausra viðskipta eru bréfberar að sligast. Og þar sem menn virðast aldrei vilja stíga framfaraskref- ið til fulls og losna við pappírinn er Dagfara full al- vara í þeirri tillögu sinni að bréfberar fái hesta undir klyfjarnar. Því ef fram fer sem horfir, þar sem pappíralaus viðskipti eru óðum að taka við af gamaldags viðskiptaháttum, má búast við að klyfj- ar bréfbera eigi enn eftir að aukast og ganga af þeim dauðum verði ekkert að gert. Dagfari °"~"’°***,°ii°‘'*n*T"*TT tt'í t ttttí t r w t t’ít rnmTntTiTi sandkorn Egill á RÚV Nú hefur verið afráðið að hinn beinskeytti blaðamaður og flug- vallarandstæðingur, Egill Helga- son, verði með spjall á pólitískum nótum á Rás 2 síðdegis alla miðvikudaga í vetur. Egili átti töluverð- um vinsældum að fagna sem gestur í morgunþætti Bylgj- i unnar á föstudög- um en þar lét hann móðann mása um pólitík og önnur dægurmál. Húsráðendur á Stöð 2 voru eðlilega ekki hrifnir af því þegar fréttist að EgiU ætlaði að vera með vikulega viðræðuþætti á á Skjá einum í vetur. Rikið lítur hins vegar ekki á nýju sjónvarpsstöðina sem keppi- naut og þeir hjá Rás 2 töldu ekkert að því að EgUl væri með mörg járn í eldinum. Þeir hugsuðu einfaldlega sem svo að fólk vildi heyra í Agli og vora fljótir að ganga frá samning- um við hann... Hvítur þjálfari Miklai- umræður hafa orðið inn- an íþróttahreyfingarinnar vegna ipeints rasisma. Þannig var knatt- spymumaður mvalsflokks Víkings sakaður um að hafa hreytt ónotum i Marcel Oerlem- ans leikmann Fram sem ekki vai- af réttum lit. Svo er að sjá að körfuknattleiks- deUd Stjörnunn- ar í Garðabæ vUji forðast kynþátta- óeirðir því félagið hefur ráðið til sina hvitan ameriskan þjálfara. Húsnæði vantar fyrir Ameríkanann og því auglýsti Stjarnan í sönnum íþróttaanda að vantaði.htla íbúð eða herbergi með aðgangi að eld- húsi fyrir erlendan þjálfara, hvítan 24. ára Bandaríkjamann,...." AU- ur er varinn góður.... Sáttagrautur Nú hriktir í undirstöðum at- vinnulífs víða um land. íbúar sjáv- arplássa furða sig mjög á því að þingmenn skuli ekkert ætla að gera til að breyta nú- verandi fiskveiði- kerfi til hagsbóta fyrir byggðirnar. Meira að segja Kristinn H. Gunnarsson, Vestfjarðaþing- maður og frv. for- maður sjávarútvegsnefndar, sem margir bundu vonir við, talar nú aðeins um að skapa þurfi sátt um málið. Tryggir fylgismenn Kristins af vinstri vængnum fyrir vestan sjá því ekki önnur úrræði sér til lífs- viðurværis en að fylgja orðum for- ingjans - draga fram pott og elda sáttagraut fyrir börnin sín... Syndaaflausn Mikil umræða hefur verið um hinn hömlulitla bílstjóra að austan sem var nálægt því að aka á bíl Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta íslands, sem var í heimsókn eystra. Heima- mönnum þykir súrt að bílstjór- anum skuli kennt um að hafa stofnað þjóðhöfðingjanum í hættur~“ Nær væri að skamma lögguna sem ábyrg sé fyrir uppákomunni. Af þessu tilefni orti Erla Guðjóns- dóttir á Seyðisfirði. Öllum þykir sárt að sjá söguna fara úr skorðum. Ef Eiríki kenna klæki má sem kötturinn átti forðum. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.