Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 16
16 ennmg MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 DV Ólíkir heimar Samfélaginu á hverjum stað er í sjálfsvald sett með hvaða hætti það býr að listinni. Á öllum sviðum lista má finna hæfileikafólk sem skortir aðstöðu til að blómstra. Sveitar- félögin ættu fremur að reyna að krækja í þetta fólk en t.d. stóriðjustarfsfólk sem flestir virðast reiða sig á þegar efling byggðar er til umræðu. Það vantar ekki nema herslumuninn upp á að Akureyri geti talist menningarbær með stóru M-i. Bæjarbúar ættu bara að stíga skrefið til fulls og efla menningarlífið svo dugi. Það borgar sig örugglega. Ýmsar lista- stofnanir virðast þrífast þar nokkuð vel en þó hefur Listasafn bæjarins hingað til verið dá- lítið eins og annars flokks í samanburði við önnur söfn. Nú er lag að gera úrbætur því ný- lega var ráðinn nýr forstöðumaður að safn- inu. Um næstu helgi lýkur þar sýningu á verk- um tveggja ungra listamanna af ólíkum uppruna sem eiga fátt sameiginlegt utan að vera á svipuðu reki. Makoto Aida kemur frá Japan en Hlynur Hallsson er Akur- eyringur búsettur í Þýskalandi. Myndgerðar bælingar Samkvæmt sýningarskrá eru jap- anskir myndlistarmenn uppteknir af tvennu, ameríkaníseringu og kyn- lífsórum landa sinna en markviss bæling í uppeldinu virðist m.a. skila sér í kynferðislegum vandamálum og öflugum klámiðnaði. Sér í lagi munu karlmenn þar hafa áhuga á unglingsstúlkum og margir ku nota plastdúkkur til að fá útrás fyrir nið- urbældar hvatir sínar. Aida sýnir einmitt ljósmyndir af „niðurlægð- um“ barbídúkkum í kynlifsathöfn- um af ólíklegustu gerð, m.a. með sprengjuflugvélarmódeli. Einnig sýnir hann stórt málverk af vinsælu amerísku kvik- myndaskrímsli í samförum við japanska stúlku og er greinilega um hrottalega nauðgun og limlestingar að ræða. Það er eðlilegt og nauðsyn- legt að listamenn tjái sig um frústrasjónir samfélagsins. Ekki get ég þó sagt að ég hafi „hrifist" af þessum verkum, mér þóttu þau fremur fráhrindandi og sem betur fer sé ég ekki að þau eigi beint er- indi við okkur annað en að gefa okkur innsýn í skugglegri kima hinna kurteisu og duglegu Japana. Barnalegar myndskreytingar Aida á slagorðum þóttu mér mun áhuga- verðari þó ekki skildi ég textann. Börn eru oft hreinskilnari en hinir fullorðnu og eiga skilaboð af hvaða tagi sem er greiða leið til áhorfenda með þessu móti. Ein af myndskreytingum Aida á slagorði. Myndlist Áslaug Thorlacius Hlynur Hallsson: Fjölskyldan. 1999. Fæðing stjörnu fram- kölluð Hversdagsleikinn er viðfangsefni Hlyns Hallssonar og um leið vinnur hann nokkuð með uppruna sinn - enda starfar hann í útlöndum. Fjöl- skyldulífið er listaverk, fjölskyldunni er stillt upp á listasafni, dagleg iðja hennar er skráð í máli og myndum. Allt er þar fallegt og gott en jafnframt yfirborðslegt og fjarlægt. Hinu persónulega og einstaklings- bundna er gert hátt undir höfði. Ein- staklingar af ýmsu þjóðerni segja frá mikUvægu atriði í lífi sínu, hver á sína tungu. Súlurit sýna niðurstöður könnunar sem enn er í gangi um þætti eins og hvert fólk langi til að fara, hvað það borði o.s.frv. Listamaðurinn dregur engar ályktanir og í raun segja verk- in manni fátt annað en að misjafn sé smekk- ur manna og sitt sýnist hverjum. Það er margt gott í verkum Hlyns. Hann fær fínar hugmyndir og útfærir þær vel. En ég sakna þess að finna engar ástríður í þeim, engan öldugang undir yfirborðinu. Það er nefnilega ekki síst togstreitan á miUi þess sem er og hins sem ekki er sem gerir lista- verk gott. Eitt kann Hlynur þó öðrum betur og það er að markaðssetja sig sem listamann. Oft hef ég undrast hversu vel hann hefur mjólkað sömu verkin, sum hef ég séð hvað eftir annað og fengið leið á þeim. Sömuleiðis þreyta mig aU- ar þær bækur og skrár sem ég hef séð um hann og verk hans (jafnvel skólaverk) með textum „þekktra gagnrýnenda", svo upphöfn- um að þeir bera sjálf verkin ofurliði. Mér dettur í hug að ferill hans og ímynd sé sjálf- stætt verk og kannski eina raunverulega verkið hans. Verkin á sýningunum séu bara óhjákvæmUegir þættir í stærsta gjörningn- um. Ef svo er er hann óneitanlega góður, aUa- vega hlýtur það að vera einhvern veginn svona sem fæðing stjörnu er framköUuð. Sýningarnar á Listasafninu á Akureyri standa til og með 10. október. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Blús og salsa Willie Dixon var mikill blúsmeistari. Hljóð- færi hans var kontrabassi en þekktastur er hann þó líklega fyrir laga- og textasmíðar sín- ar. Hver sem eitthvað hefur fylgst með sögu blús- og rokktónlistar kannast við lög á borð • við Spoonful, I Ain’t Superstitious, Crazy for My Baby og I Just Want to Make Love to You. Mætti nefna hér frægan flutning hljómsveit- arinnar Cream á fyrstnefnda laginu og árið 1968 hljóðritaði gítarleikarinn kunni, Jeff Beck, eftirminnUega útgáfu á I Ain’t Supers- titious. Sá sem söng þá lagið var ungur og efnilegur blússöngvari, Rod Stewart að nafni. Hljómplötur Ingvi Þór Kormáksson Á safnplötunni The Songs of WUlie Dixon eru söngvar Dixons í góðum höndum blús- manna og tvær konur koma við sögu: Deborah Coleman sem spilar betur á gitar en hún syngur og Christine Ohlman sem er fin blússöngkona. Meðal fleiri góðra gesta eru Tab Benoit, Clarence „Gatemouth" Brown og Ronnie Earl. Undirleikshljómsveitin stendur sig vel undir forystu söngvarans og gítarleik- arans Doug Wainoris og heldur stift í gamlar heföir. Það er ekkert fariö út fyrir strangasta ramma blústónlistarinnar svo að hreinrækt- unarsinnar ættu að geta glaðst. Pistilskrifari saknar þó í þessu safni sumra betri laga Dixons, þar á meðal I Love the Life I Live. Dansað á Kúbu Hljómsveitin Cubanismo! er hugarfóstur trompetleikarans Jesús Alemany, og meira en hugarfóstur því að Reincarnación er þriðji geisladiskur sveitarinnar. Þetta er sannköUuð stórsveit, um það bil tuttugu manns, og fer mest fyrir blásurum og áslátt- arhljóðfæraleikurum. Fleiri en einn og stundum fleiri en tveir söngvarar láta í sér heyra. Efni disksins eru ýmis klassísk kúbversk danslög en einnig fljóta með frum- samin verk Jesúsar. Hljóðfæraleikur er aU- ur fyrsta flokks og má nefna að bassa- leikari Irakere, Carlos del Puerto, hljóp í skarðið fyrir son sinn á þessum upptök- um meðan Carlito (auðvitað) var að ná sér i prófgráðu í bassaleik. Ignacio „Nachito" Herrera sýnir hvernig salsapi- anistar fara að og ekki er formaðurinn neinn aukvisi á sitt instrúment. Eitthvað hefur borið á umræðum um ekta og óekta salsatónlist. Popptónlist er þess eðlis að hún drekkur í sig áhrif úr aUs konar tónlist og lagar að því miðjumoði sem henni hentar. Útkoman getur oft verið glæsileg en af og til er hún vond. Varla þarf að taka fram aö salsadansarnir sem Cuban- ismo! flytur, mambo, guaracha, descarga, son, changúi og fleira, gerast varla meira ekta. The Songs of Willie Dixon Telarc 1999 Cubanismo! Reincarnación Rykodisc 1998 I | Fyrirlestrar og námskeið I dag kl. 12.30 flytur Þorvaldur Þorsteins- son fyrirlestur í Listaháskóla íslands í Laugarnesi, stofu 024. Þorvaldur segir frá nýjum verkum og er fyrirlesturinn í tengsl- um við yfirlitssýningu á verkum hans sem nú stendur yfir i Gerðubergi. Þorvaldur er svo umsvifalaust horfinn af landi brott og þarf víða að koma við, því um þessar mundir standa yfir sýningar á verkum hans í Galerie Nemo í Kiel og Badischer Kunstverein í Karlsruhe og þar að auki í Kaupmannahöfn. Á miðvikudaginn flytur Erla Þórarinsdóttir fyrirlestur í LHÍ í Skipholti, stofu 113, kl. 12.30. Erla mun fjalla um eigin verk og myndlist- arferil. Ragna Ingimundardóttir byrjar að kenna grundvaflaratriði gifsmótagerðar í kvöld. Nemendur móta lágmyndh' eða hluti úr leir og taka af þeim gifsmót. Kennsla fer fram í LHÍ í Laugarnesi, mánudaga og fimmtudaga til 14. október kl. 18-22. Hannes Lárusson myndlistarmaður verð- ur með námskeið í mótun í tré á morgun og fimmtudag kl. 19-22 og um næstu helgi. Lögð verður áhersla á notkun handverk- færa og léttra rafmagnsverkfæra. Æskilegt er að nemendur hafi nokkum bakgrunn í að vinna í tré. Kennt verður í MHÍ í Laugar- nesi. Soffía í IS-Kunst Soffia Sæmundsdóttir sýnir um þessar mundir í galleríi IS- Kunst í Ósló olíuverk sem hún málaði í Gunn- arshúsi á Skriðu- klaustri í Fljótsdal í vor. Sýningin nefnist Dalbúarnir og á mynd- unum má sjá einkenni- legt fólk á ferð um dulúðugt landslag, há fjöll og yfirskyggða dali. Sýningin stendur til 14. október. Sannar sögur Það er vordagur á Tanga og verið að jarð- setja elsta íbúa þorpsins. Anna heldur heim úr kirkjugarðinum til þess að undirbúa erfi- drykkju eftir ömmu sína. í stofunum í Val- höll birtist tengdafjölskyldan úr Ásgarði, bræðurnir Magnús, Sveinn og Pétur, Sveina gamla móðir þeirra og svilkonumar Katrín og Tobba. Börn Önnu, Hermann og Dídí, fara sinna ferða og skáldið Svanur laumast inn í húsið en veigrar sér við að setjast inn í stofuna hjá alþýðunni. Fyrir utan stofu- gluggann er Tómas Jónsson á vappi og draugar hins liðna skjóta upp kollinum þeg- ar síst skyldi. Aðdáendur Guðbergs Bergssonar kannast hér við upphafið á Það sefur í djúpinu en sú saga og hinar tvær í þríleiknum, Hermann og Dídí og Það rís úr djúpinu sem komu fyrst út á árunum 1973-6, koma í haust út saman í endurskoðaðri gerð höfundar und- ir heitinu Sannar sögur. Þær mynda eitt samfellt verk, sögu íslenskrar alþýðu á tím- um hermangs og græðgi, andlegs doða og niðurlægingar. En jafnframt færir snilling- urinn Guðbergur lesendum sínum heillandi sögu um frelsandi mátt orðanna, hugarór- anna og skáldskaparins. Sögurnar hafa lengi verið ófáanlegar og verða gleðiefni nýjum aðdáendum Guðbergs. Forlagið gefur út. Þess má einnig geta að á sunnudagsmorgn- um í október verður þáttaröð um Guðberg á rás 1 undir heitinu „Loki er minn guð“. Þar verður meðal annars farið með Guðbergi á bernskuslóðir hans í Grindavík í leit að þeim andblæ sem skáldævisögumar og fleiri verk hans varðveita í orðum. Eiríkur Guðmundssqn bókmenntafræð- ingur sér um þættina og ræðir við Guðberg um skáldskapinn og hugmyndimar og ferill hans er rakinn með aðstoð góðs fólks. Fyrsti þátturinn verður fluttur á sunnudaginn kemur, 10. október, kl. 10.15. Þeir verða endurteknir á miðvikudögum. Loks má hnýta hér aftan við að Svanurinn, sem kom út 1991 og hlaut íslensku bók- menntaverðlaunin, kemur út á Ítalíu innan skamms og verður það tíunda erlenda útgáf- an á þeirri bók. Eins og menn minnast buðu Bandaríkjamenn í kvikmyndaréttinn að henni en Guðbergur neitaði. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttlr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.