Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 17 pv________________________________________________Fréttír Byggingarreitur 134 húsa stækkar um 88 fermetra: $ SUZUKI -✓//>------ Byrjað að stækka hús í Fossvogi Borgarráð hefur samþykkt að stækka byggingarreit lóða 134 ein- býlishúsa 1 Fossvogi um ríflega fjórðung. Reitirnir hafa allir verið stækkað- ir um fjóra metra til suðurs og eru nú 19 sinnum 22 metrar en voru áður 15 sinnum 22 metrar. Þannig gæti grunnflötur hvers húss orðið allt að 418 fermetrar í stað 330 fer- metra áður en það gæti þó orðið eitthvað minna í sumum tiifellum eftir stærð lóðanna i heild. Upphaf málsins má rekja til er- indis eins íbúa við Bjarmaland sem vildi stækka hús sitt til suðurs um tæpa 30 fermetra en við þá stækkun mundi húsið hafa farið út fyrir byggingarreitinn sem áður var markaður samkvæmt gildandi skipulagi. Borgarskipulag hafnaði erindi mannsins en borgarráð samþykkti það fyrir sitt leyti og vann borgar- skipulag því nýtt deiliskipulag fyrir einbýlishúsabyggðina. Byggðin er þannig að fjögur hús standa í klasa á sameiginlegri lóð og gerði borgarskipulag tillögu um að byggingarreitur fremri húsanna tveggja í hverjum klasa yrði stækk- aður til suðurs um íjóra metra. Þeg- ar þessi tillaga var kynnt íbúum hverfisins bárust athugasemdir frá eigendum þriggja húsa, sem ekki áttu að fá stærri byggingarreit, um að þau vildu einnig fá stærri reit. Það var samþykkt og ákveðið að stækkunin skyldi gilda fyrir alla byggðina. Pólitísk ákvörðun Einbýlishúsabyggðin í Fossvogi reis á ofanverðum sjöunda áratugn- um og í upphafi þess áttunda. Hús- in eru mjög misjöfn að stærð en ekki liggur nákvæmlega fyrir hver meðalstærð þeirra er. Gera má þó ráð fyrir að meðalstærð þeirra sé eitthvað á þriðja hundrað fermetra. Áðurnefnt hús við Bjarmaland er t.d. 230 fermetrar í dag en verður tæpir 260 fermetrar eftir stækkun. Ekkert húsanna fyllir algerlega út í hinn 330 fermetra byggingarreit þó nokkur fari nærri því. Síðan eru dæmi um hús sem taka aðeins ríf- lega helming reitsins og má þvi nú tvöfalda stærð þeirra. Engin sérstök skilyrði eru sett um þær viðbyggingar eða stækkan- ir sem fólk kann að vilja gera á hús- um sínum nema þau að viðbótin sé í samræmi við byggingarstíl og efn- isnotkun hússins og risi ekki hærra en eina hæð. Eins og áður sagði hafði borgar- skipulag hafnað erindi íbúanna í Bjarmalandi en það var síðan pólitísk ákvörðun sem réð því að stækkunin var leyfð og deiliskipulaginu breytt. Borgarskipulag vildi halda í hið gamla skipulag Fossvogshverfis og sagði það eitt heildstæðasta skipulag borgarinnar. Þá sagðist borgarskipu- lag óttast að ef heimiluð væri stækk- un húsanna hefði slíkt í for með sér hættu á aukaíbúðum í húsunum en slíkt kallar á fjölgun íbúa, m.a. með tilheyrandi aukinni bílaumferð um hverflð. Vegna þessa hefur verið sett skilyrði um að aðeins megi hafi eina íbúð í hverju húsi. -GAR Eigendur þessa húss við Bjarmaland vildu stækka svefnherbergisálmu húss sins um tæpa 30 fermetra og nú hefur deiliskipulaginu verið breytt fyrir 134 hús í hverfinu. Suzuki Baleno GLX 4x4, skr. 6/96, ek. 78 þús. km, bsk., 4 d. Verð 990 þús. Suzuki Baieno Wagon 4x4, skr. 4/97, ek. 63 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.220 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr. 10/96, ek. 113 þús. km, bsk., 5 d.Verð 980 þús, Suzuki Baleno GL, skr. 9/97, ek. 34 þús. km, bsk., 4 d. Verð 1.040 þús. Susuki Vitara 2,0 dísil, skr. 6/97, ek. 56 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.800 þús. Susuki Vitara JLX ,skr. 11/98, ek. 24 þús. km, ssk., 5 d. Verð 1.850 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 1/96, ek. 77 þús. km, bsk., 3 d. Verð 720 þús. Suzuki Swift GLS.skr. 4/96, ek. 56 þús. km, bsk., 3 d. Verð 680 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 5/99, ek. 18 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.690 þús. Suzuki Sidekick JX, skr. 9/97, ek. 117 þús. km, ssk., 5 d. Verð 760 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 9/95, ek. 72 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.230 þús. Suzuki Baleno Gl, skr. 2/97, ek. 58 þús. km, bsk., 3 d. Verð 790 þús. Suzuki Jimmy, skr. 3/99, ek. 22 þús. km, bsk., 3 d. Verð 1.250 þús. Suzuki Swift GLX„ skr. 6/97, ek. 56 þús. km, bsk., 5 d. Verð 760 þús. Suzuki Swift GLX ,skr. 6/98, ek. 22 þús. km, bsk., 5 d. Verð 870 þús. Suzuki Swift GX ,skr. 2/97, ek. 55 þús. km, bsk., 5 d. Verð 680 þús. Suzuki Swift GX, skr. 1/96, ek. 81 þús. km, bsk., 5 d. Verð 570 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 4/99, ek. 17 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.690 þús. SUZUKIBÍLAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV OlltmilífVíf,;.. Smáauglýsingar irera 550 5000 $ Annir við hausaþurrkun DV, Ólafsvxk: Mikið er að gera hjá Klumbu ehf. í Ólafsvík við inniþurrkun á haus- um. Hjá fyrirtækinu, sem er í eigu Frostfisks ehf. og Leifs Halldórsson- ar, fyrrverandi skipstjóra í Ólafs- vík, er einnig unnið við að salta fés og frysta flök. Upphaflega var að- eins unnið við hausaþurrkun og var Klumba fyrsta fyrirtæki sinnar teg- undar í bæjarfélaginu. Að sögn Ævars Sveinssonar, verkstjóra hjá Klumbu, er fyrirtæk- ið búið að starfa í 6 ár. Hjá því starfa 15 manns, bæði Pólverjar og fólk úr Snæfellsbæ. Framleiðslan af þurrkuðum hausum er um 60 tonn á mánuði. Hráefnið er fengið hjá flsk- vinnsluhúsum á Rifi og í Ólafsvík og einnig kemur það frá Frostfiski hf. í Reykjavík. Alls er unnið úr um 2700 tonnum á ári af hráefni og lögð er áhersla á að vel sé staðið að vinnslunni. Mik- il raforka og olía fer til að þurrka hausana og er það stór liður í kostn- aði við vinnsluna. í haust er stefnt að því að auka frystingu á flökum og þá vantar fleira fólk til starfa, að sögn Ævars verkstjóra. -PSJ (f)ú upplifir hvíld á nýjan hátt í LA-Z-BOY Frabær stuðningur við bak og hnakka. Innbyggt skammel lyftir fótum sem léttir á blóðrás og hjarta Framleitt í USA Margar tegundir. Verð frá kr. 35.980,-, Aklæði & leður í miklu úrvali. V'/S4 HUSOAONAHOLLIN Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Sími 510 8000 Ævar Sveinsson verkstjóri ræðir við Adam og Evu Arciszewski en þau koma frá Póllandi og eru búsett í Ólafsvík ásamt átta ára syni sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.