Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999 39 Sviðsljós Britney segir að brjóstin sín séu ekki neitt plat Poppsöngkonan Brimey Spe- ars segir að skyndilegur vöxtur á barmi hennar sé ekki til kom- inn vegna einhverra uppfylling- arefna, heldur sé um að ræða eðlilegan útvöxt. Hin sautján ára gamla Britney vakti gífurlega athygli þegar brjóstin á henni virtust hafa stækkað um allan helming á svo til einni nóttu. Og að sjálfsögðu drógu slúðurblaðamenn þá ályktun að stúlkan hefði látið setja í sig sílikon. Nú segir Britney að henni hafi fundist hún fá óréttláta umfjöll- un í Qölmiðlum. „í fyrstu fór ég hreint og beint bara að gráta þegar fréttamenn spurðu um brjóstin á mér,“ segir poppsöngkonan unga í viðtali við ameríska Sjónvarpsvísinn. „Það er skelfileg tilhugsun að fólk skuli halda að ég hafl látið stækka á mér brjóstin. Kannski aðrar láti gera það vegna mín. En það er ekki mér að kenna, heldur fjölmiðlum," segir hún. Hamingjan ræður ríkjum í Hollywood: Ben og Gwyneth finna tóninn góða Engu er líkara en að heillastjörn- urnar hangi yfir Hollywood og kom- ist ekki þaðan. Margrómuð er ham- ingja þeirra Catherine Zeta-Jones og Michaels Douglas, þótt einhver dráttur virðist ætla að verða á að þau setji upp hringana. Nú berast okkur svo þær fréttir að Gwyneth Paltrow, hið geðþekka kærustupar, séu búin að finna rétta tóninn á ný, hinn eina sanna tón. Gwyneth og Ben hafa lengi verið í eins konar haltumérslepptumér- sambandi. Þau hafa ekki getað ver- ið saman og heldur ekki ekki sam- an. Þegar þau hættu síðast að vera saman lýsti Gwyneth þvi hátíðlega yfir að nú væru þau Ben bara góðir vinir og ekkert annað. Og hananú. Stúlkan virðist hins vegar hafa skipt um skoðun, ef eitthvað er að marka skrif í bandaríska blaðinu New York Post. Allt er nú í lukkunnar velstandi hjá Gwyneth Paltrow og Ben Affleck, heitasta parinu í Hollywood. Á sama tíma og Kata Zeta og Michael héldu upp á afmæli sín með miklum látum um daginn, fagnaði Gwyneth einnig einu árinu í viðbót, en á öllu hófstilltari hátt. Leikkonan hélt upp á 27 ára afmæl- ið sitt heima í íbúð sinni með nán- ustu ættingjum og vinum. Og meðal þeirra sem glöddu Gwyneth á þess- um merkisdegi var að sjálfsögðu Ben litli. Að sögn ameríska blaðsins færði Ben kærustunni stórkostlega dem- antskreytta eymalokka, rétt eins og Michael Douglas færði Kötu Zetu demantseymalokka. Eins og nærri má geta varð Gwyneth yfir sig hrif- in af uppátækinu. Skötuhjún leika um þessar mund- ir saman í myndinni Bounced og myndir sem teknar hafa verið utan við tökustaðinn sýna að sambandið er eldheitt. Naomi Campbell færir oss gjafir: Nakin inn í nýja öld Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell ætlar að enda öldina tutt- ugustu með stæl og byrja þá tuttug- ustu og fyrstu á sama hátt. Reyndar slær hún tvær flugur í einu höggi því hún kemur nakin fram í árþús- undaútgáfu bandaríska karlaritsins Playboy. Að sögn bandaríska dagblaðsins New York Post mun fyrirsætan breiða úr sér á tíu síðum, hvorki meira né minna. Og að sögn eru sumar uppstillingarnar ansi súrr- ealískar. Stúlkan hefur meðal ann- ars látið taka mynd af sér þar sem hún situr klofvega á risastórri súkkulaðikanínu. En eins og menn eflaust vita er kanínan einkennis- merki Playboy. Það er hinn frægi ljósmyndari David LaChapelle sem hefur tekið nektarmyndirnar af Naomi í þetta sinn. Og að sögn heimildarmanna var hún ekki erfið viðureignar. „Hún var yfir sig hrifin af þessu og David var það líka. Naomi er ekki hrædd við nokkurn skapaðan hlut,“ segir maður sem tók þátt í ljósmyndavinnunni. Við bíðum því spennt eftir blaðinu. Dudley Moore bíður dauðans Gamanleikarinn góðkunni Dudley Moore er haldinn ólækn- andi heilasjúkdómi sem skyldur er Parkinsonssjúkdóminum. „Dudley bíður bara eftir að deyja,“ segir eiginkona hans, Nicole Rothschild. Hin síðari ár hafa fjölmiðlar spáð mikið í hvað gengi að grínistanum en það var ekki fyrr en í síðustu viku að hann gekk fram fyrir skjöldu og staðfesti að hann þjáðist af sjúkdóminum PSP. „Ég vil að fólk verði sér með- vitandi um þennan sjúkdóm. Það þarf að fara með mikilli gát í kring um hann,“ segir i yfirlýs- ingu frá leikaranum. Salma svíkur ei föðurland sitt Já, svík þú aldrei ættland þitt í tryggöum, og svo framvegis. Engu er líkara en hin íðilfagra mexíkóska leikkona Salma Hayek hafi alist upp við þennan gamla húsgang okkar íslend- inga. Aö minnsta kosti lýsti hún því yfir á dögunum að hún væri alin upp við að fjölskyldan væri snar þáttur í lífi hennar og að Mexíkó væri hluti fjölskyldunn- ar. Hún lætur glysið í Hollywood ekki villa sér sýn. Hinir gáskafullu ítölsku tískuhönnuðir Dolce & Gabbana brugðu á skemmti- legan leik við kynningu vor- og sumarlínunnar fyrir næsta ár. Þeir létu taka myndir af fyrirsætum sínum á markaðinum, innan um slorið og grænmetið sem einkennir daglegt líf alþýðunnar. iinga í næring; ildisfræðum. iis: Hörður Kristjánsson, ími 550 5816. nga: Harpa Haraldsdóttir,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.