Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 1
Sony með stafrænt vasadiskó - bls. 18 Sykurneysla íslendinga umtalsvert vandamál - bls. 20-21 tölvui tækn i og Vel heppnuð eldflaugartilraun 'fteíllZÍÚUf Banjiaríski herinn til-kynnti um helgina að tilraun með nýtt varnarkerfi gegn lang- drægum eldflaugum hefði gengið eins og í sögu. Til- raunin gekk út á að senda nýja tegund eldflaugar út á Kyrrahafið til að granda annarri eldflaug sem sem send var af stað úr nær 7.000 km fjarlægð. Hin nýja flaug hitti skotmark sitt i mikilli hæð yfir Kyrrahaf- inu og var samanlagður hraði beggja 26.000 km á klukkustund þegar þær mættust. Tilraunin kostaði Bandaríkjamenn um 100 milh'ónir dollara (um 7.300 milljónir króna) og er hún sú fyrsta af þremur sem gerðar verða áður en ákveðið verður hvort varnarkerfi af þessu tagi fari í fulla framleiðslu. Umhyggja feðra seinkar kynþroska Umhyggja feðra gagnvart dætrum sínum virðist hafa áhrif á það hvenær þær verða kynþroska, samkvæmt niðurstöð- um nýrrar, bandarískrar rann- sóknar. Þar kemur í ljós að því meiri umhyggju sem feður sýna dætrum sínum því seinna virðast þær verða kynþroska. Einnig virðist vera að mikil umhyggja mæðra geti haft svipuð áhrif. Jafnframt virðist samkvæmt rannsókninni að séu stúlkubörn mikið návistum við karlmenn sem eru ekki skyldir þeim vérði þau fyrr kynþroska. Vísinda- mennirnir sem framkvæmdu rannsóknina vita þó ekki enn ná- kvæmlega hvað það er sem orsak- ar þetta. JXJÍIÍÍ1I/3J Gufumökkur stígur upp af gíg eldfjallsins Gu- agua Pichincha sem er i einung- ¦• is 12 kílómetra fjarlægð frá Quito, höfuðborg Ekvador. Ríkisstjórn landsins hefur lokað fyrir alla umferð um svæðið í kjólfar þess að vísindamenn lýstu yfir „appelsinugulu ástandi" sem þýðir að búist er við því með.90% vissu að gos muni brjótast út innan örfárra daga eða vikna. Það er ekki daglegt brauð fyrir íbúa Quito að eiga von á öskufalli því Guagua Pichincha gaus síðast árið 1660. Mikill viðbúnaður er því eðlilega í nánd við eldfjallið og hafa 2000 manns í þorpum við fjallshlíð- ina þurft að yfirgefa heimili sin vegna ástandsins. Margir fara þó hvergi frá búum sinum og búfénaði og segjast ekki ætla að hreyfa sig fyrr en lýst verður yfir „rauðu ástandi" sem þýðir að eldgos muni hefjast innan örfárra klukkutíma. 'í byggð nálægt eldfjallinu bíður nú fjöldi fólksflutningabifreiða eftir að tilkynning verði gefm um rautt ástand svo hægt verði að flytja alla sem lengst í burtu frá fjallinu þegar það loks lætur að sér kveða. íbúar Ekvador eru þó ekki ókunnugir óblíðri náttúru þvi ekki er langt siðan fellibyljir af völdum El Nino lögðu stóran hluta landsins í rúst. Pokémon komin til íslands - bls. 23 béMÉmE 'táw 5f«ft' Matra Nortel símstöðvar i • Mikið úrval ISDN símstöðva • Allt frá 4 upp í 12.000 innanhússnúmer • Netkerfistengingar mögulegar milli allra Matra Nortel símstöðva • Sami hugbúnaður í öllum símstöðvunum • Fjölbreyttir möguleikart.d. beint innval, talhólf, sjálfvirk svörun, tölvutengingar, þráðlausar lausnir o.fl. BRÆÐURNIR PIOKMSSON Lágmúla 8 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2810 www.ormsson.is Þráðlaus símtæki með titrarahringingu, og tengingu við heyrnartól Símstöðvar sem tryggja samskipti komandi kynslóða, frá einum.stærsta framleiðanda símkerfa í heiminum MATRA NfrRTEL COMMUNICATIONS -samskiptaleið komandi kynslóða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.