Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Side 1
Sony með stafrænt vasadiskó - bls. 18 I Sykurneysla íslendinga umtalsvert vandamál - bls. 20-21 Pokémon komin til íslands - bls. 23 PlayStation Vel heppnuð eldflaugartilraun Bandaríski herinn til- kynnti um helgina að tilraun með nýtt varnarkerfi gegn lang- drægum eldflaugum hefði gengið eins og i sögu. Til- raunin gekk út á að senda nýja tegund eldflaugar út á Kyrrahafið til að granda annarri eldflaug sem sem send var af stað úr nær 7.000 km fjarlægð. Hin nýja flaug hitti skotmark sitt í mikilli hæð yflr Kyrrahaf- inu og var samanlagður hraði beggja 26.000 km á klukkustund þegar þær mættust. Tilraunin kostaði Bandaríkjamenn um 100 mifljónir dollara (um 7.300 milljónir króna) og er hún sú fyrsta af þremur sem gerðar verða áður en ákveðið verður hvort vamarkerfi af þessu tagi fari í fulla framleiðslu. WiUhiiÓli/ Umhyggja feðra seinkar kynþroska Umhyggja feðra gagnvart dætrum sínum virðist hafa áhrif á það hvenær þær verða kynþroska, samkvæmt niðurstöð- um nýrrai-, bandarískrar rann- sóknar. Þar kemur í ljós að því meiri umhyggju sem feður sýna dætrum sínum því seinna virðast þær verða kynþroska. Einnig virðist vera að mikil umhyggja mæðra geti haft svipuð áhrif. Jafnframt virðist samkvæmt rannsókninni að séu stúlkubörn mikið návistum við karlmenn sem eru ekki skyldir þeim verði þau fyrr kynþroska. Vísinda- mennirnir sem framkvæmdu rannsóknina vita þó ekki enn ná- kvæmlega hvað það er sem orsak- ar þetta. UjJJJiiJilj Gufumökkur stígur upp af gíg eldfjallsins Gu- agua Pichincha sem er i einung- is 12 kílómetra fjarlægð frá Quito, höfuðborg Ekvador. Ríkisstjórn landsins hefur iokað fyrir alla umferð um svæðið í kjölfar þess að vísindamenn lýstu yfir „appelsínugulu ástandi" sem þýðir að búist er við því með 90% vissu að gos muni brjótast út innan örfárra daga eða vikna. Það er ekki daglegt brauð fyrir íbúa Quito að eiga von á öskufalli því Guagua Pichincha gaus síðast árið 1660. Mikill viðbúnaður er því eðlilega í nánd við eldfjallið og hafa 2000 manns í þorpum við fjallshlíð- ina þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins. Margir fara þó hvergi frá búum sínum og búfénaði og segjast ekki ætla að hreyfa sig fyrr en lýst verður yfir „rauðu ástandi" sem þýðir að eldgos muni heíjast innan örfárra klukkutima. í byggð nálægt eldfjallinu bíður nú fjöldi fólksflutningabifreiða eftir að tilkynning verði gefin um rautt ástand svo hægt verði að flytja alla sem lengst í burtu frá fjallinu þegar það loks lætur að sér kveða. íbúar Ekvador eru þó ekki ókunnugir óbliðri náttúru því ekki er langt síðan fellibyljir af völdum E1 Nino lögðu stóran hluta landsins í rúst. ———iiiri'irifrs 'smm Matra Nortel símstöðvar • Mikið úrval ISDN símstöðva • Allt frá 4 upp í 12.000 innanhússnúmer • Netkerfistengingar mögulegar milli allra Matra Nortel símstöðva • Sami hugbúnaður í öllum símstöðvunum • Fjölbreyttir möguleikar t.d. beint innval, talhólf, sjálfvirk svörun, tölvutengingar, þráðlausar lausnir o.fl. _i—i_ BRÆÐURNIR mcmssm Lágmúla 8 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2810 www.ormsson.is • Þráðlaus símtæki með titrarahringingu, og tengingu við heyrnartól • Símstöðvar sem tryggja samskipti komandi kynslóða, frá einum stærsta framleiðanda símkerfa í heiminum MATRA NfrRTEL COMMUNICATIONS -samskiptaleið komandi kynslóða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.