Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 18 nsa Haiuiur Vasadiskóið orðið 20 ára: Sony hefur innreið á stafræna markaðinn - gengur í lið með andstæðingunum Fyrir 20 árum setti Sony-fyrir- tækið á markað- inn fyrsta vasa- diskó fyrirtækis- ins, klunnalegt tæki sem á endanum átti eftir að breyta því hvernig almenningur hlustaði á tónlist. Nýjasta vasadiskó Sony er hins vegar tímanna tákn því fyrir skömmu tilkynnti fyrir- tækið að það myndi í janúar á næsta ári setja á markaðinn vasa- diskó sem mun eingöngu spila tón- list á stafrænu formi sem hægt verð- ur að hlaða inn á tækið með aðstoð heimilistölvu. Þetta nýjasta vasadiskó mun tengjast heimilistölvu með USB- tengi og notast við SDMI-tæknina sem er hönnuð af tónlistarútgefend- um til að dreifa tónlist á stafrænu formi á löglegan hátt. Það sem greinir vasadiskó Sony helst frá svipuðum tækjum sem nú eru á markaðnum er að það mun ekki nota MP3-tæknina. Tæknin sem spilarinn notast við heitir ATRAC3 og segja Sony-menn að hún þurfi ekki eins stóran örgjörva og MP3- spilarar og því sé hægt að framleiða minni vasadiskó. Hönnuðir Sony eru þó ekki blind- ir á vinsældir MP3 og munu því láta fylgja með nýja vasadiskóinu hug- búnað sem gerir því kleift að breyta MP3-skjölum sjálfkrafa í ATRAC3- skjöl. Sinnaskipti Sony Mörgum flnnst þetta vera tals- verð tímamót þvi Sony, sem einnig gefur út tónlist, hefur hingað til staðið í framvarðasveit tónlistarút- gefenda sem hafa barist gegn MP3- tækninni með kjafti og klóm. Með því að gera nýja vasadiskóið þannig úr garði að það geti spilað MP3 hef- ur fyrirtækið gert það mögulegt að spila á tækinu ólöglegar útgáfur sem fmna má viða á Netinu. Ástæð- una fyrir þessum sinnaskiptum Sony telja menn vera einfaldlega þá Hönnuðir Sony eru þó ekki blindir á vinsældir MP3 og munu því láta fylgja með nýja vasadiskóinu hugbúnað sem gerir því kleift að breyta MP3-skjölum sjálfkrafa í ATRAC3-skjöl. að þeir telji sig ekki lengur geta staöið fyrir utan þennan markað og því ákveðið að bíta í þetta súra epli, ganga í lið með andstæðingunum í stað þess að tapa fyrir þeim. Vasadiskóið mun heita fuUu nafni NW-MS7 Memory Stick Walk- man og mun 64 MB-minni þess geta geymt aUt að 80 mínútur af tónlist í einu. Verð þess mun veröa 399 doU- arar (tæpar 30.000 krónur) í Banda- ríkjunum á útgáfudegi. Langt er síðan fyrsta vasadiskóið kom á markaðinn en þróunin hefur verið hröð á þessum markaði að undanförnu í kjölfar vinsælda pökkunarforritsins MP3. Lögreglustjóri misnotar opinberar vefsíöur: Hinn rangi armur laganna Lögreglustjóri í Flórída í Banda- ríkjunum nýtir um þessar mundir heima- síðu hins opin- bera á staðnum til að fordæma fóstureyðingu og skammast út í samkynhneigða, femínista, trúleysingja og samtök frjálslyndra þar í landi. Eftir að hafa vitnað í formála stjórnarskrárinnar bandarísku hefst reiðUestur Johns McDougaUs, lögreglustjóra Lee County, yfir því sem hann kallar „djöfuUeg öU and- legrar spiUingar". Þar á meðal eru samtök fóstureyðingasinna, stjórn- málamenn, frjálslyndir dómarar, netklám og tóniistarmyndbönd. „Það er skömm að sem þjóð höf- um við leyft okkur að uppfyUa ósk- ir hinna gjörspilltu," segir hinn ákafi 57 ára lögreglustjóri meðal annars. í samtölum við fjölmiðla vegna Tónlistarmyndbönd eru meðal þess sem McDougall telur „djöfulleg öfl andlegrar spillingar' Eftir að hafa vitnað í formála stjórnarskrár- innar bandarísku hefst reiðUestur Johns McDougalls, lögreglu- stjóra Lee County, yfir því sem hann kallar „djöfulleg öfl andlegrar spillingar“. þessara skrifa segir McDougaU að hann hefði sett skrif sín á heimasíð- una sem forvarnir gegn glæpum. Hann segir nauðsynlegt að koma þessum skUaboðum á framfæri vegna þess að sem þjóð séu Banda- ríkin að liðast í sundur. Eins og gefur að skUja eru ekki aUir par ánægðir með þessa dreif- ingu á skoðunum hins „réttsýna" lögreglustjóra. Þeir telja að þó svo horft sé fram hjá því að lögreglu- stjóri sem eigi að vemda rétt hins almenna borgara virðist leggja fæð á hluta almennings þá sé engan veg- inn hægt að réttlæta það að heima- síða á vegum hins opinbera sé not- uð tU að koma boðskap sem þessum á framfæri. Dragon Systems kynnir nýtt forrit: „HAL" heima í stofu - raddstjórnun framtíð eöa brandari? Aðdáendur Star Trek þekkja vel raddstýringu á tölvum, enda nota söguhetj- ur þáttanna slíka stýringu óspart. Hvað ætli sé langt þangað til almenningur getur einnig farið að stýra tölvum almennilega með raddskipunum? í mörg ár hafa framleiðendur forrita fyrir tölv- ur gælt við þá hugmynd að stjórna forritum með röddinni. Margir tölvuleikir hafa fiktað við þennan möguleika með mjög tak- mörkuðum árangri. í mörgum fram- tíðarmyndum eins og Star Trek og 2001: A Space Oddissey hafa sögu- hetjunar átt farsæl samskipti við tölvur með vitrænum samræðum, þó svo tölvan Hal úr 2001 hafi ekki verið alltof vinsamleg. í raunveruleikanum er radd- stjórnun mun erfiðara viðfangs- efni og spila þar margir þættir inn í. í fyrsta lagi eru tungumálin nær óteljandi og ef það er ekki nóg þá bætast við mállýskur ýmiss konar. Og svo talar fólk svo mismunandi, sumir tala hratt, aðrir hægt og enn aðrir óskýrt eða jafnvel of skýrt. Takmarkaður árangur Þau forrit sem hafa innihaldið eitt- hvert afbrigði af raddstjórnun hafa nálgast viðfangsefnið mjög takmark- að. Lítill orðaforði forritanna og mjög óeðlileg raddbeiting sem nota þurfti hefur yfirleitt slökkt áhugann hjá not- endum mjög fljótt. Hingað til hefur raddstjórnun helst virkað sem skyldi við sérstakar aðstæður. Til dæmis hafa verið framleiddar tölvur sem læknar nota og stjórna með röddinni við skurðaðgerðir. Það sem vantar hins vegar er not- hæf aðferð til að nota raddstjómun við algengari aðgerðir eins og að skoða Netið eða gefa stýrikerfinu í heimilistölvunni algengar skipanir. Þau forrit sem hafa innihaldið eitthvert af- brigði af raddstjórnun hafa nálgast viðfangs- efnið mjög takmarkað. Lítill orðaforði forrit- anna og mjög óeðlileg raddbeiting sem nota þurfti hefur yfirleitt slökkt áhugann hjá notendum mjög fljótt. Fyrirtæki eins og IBM, Apple og Lernout and Hauspie hafa öll reynt fyrir sér á þessu sviði án teljandi ár- angurs eða vinsælda. Nýtt forrit Nú hefur fyrirtækið Dragon Sy- stems sent frá sér forrit sem á að gera raddstjórnun að raunhæfari kosti en hingað til hefur þekkst. Naturally Speaking Preferred Edition 4 forritið frá Dragon á að gera fólki kleift að stjóma heimilistölvunni með rödd- inni, lesa inn orð í ritvinnsluna og stjórna leitarvélinni á Netinu. Þeir sem hafa prófað forritið segja það vera skref í rétta átt en hafi ýmsa galla sem hafi alltaf fylgt forritum af þessu tagi. Til dæmis sé það fljótlegra að lesa inn orð í ritvinnsluna en jafn- leiðinlegt og áður að fara yfir textann og leiðrétta villumar. Forritið virkaði vel við skipanir í stýrirkerfi fyrir utan að tölvan fraus í tíma og ótíma. Forrit- ið tekur einnig gríðarlegt pláss á harð- disknum sem er eitthvað sem fæstir mega við. Búast má við að með auk- inni reiknigetu örgjörva og almennri þróun í tölvuiðnaðinum megi búast við að raddstjórnun verði raunhæfur möguleiki í nánustu framtíð. -sno

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.