Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 tiéÍiÍM» [ l)\uklí Gagnvirkur stjörnusalur Á tíu ára af- mæli Tycho Brahe- stjömusalarins, eða Planetari- um, í Kaupmannahöfn 1. nóv- ember næstkomandi verður opnaður þar nýr gagnvirkur hátæknikennslusalur þar sem tuttugu og átta nemendur geta fengiö tilsögn í ýmsum þáttum stjömufræðinnar. Nemendurn- ir munu njóta aðstoðar stórra skjáa og tölva, meðal annars til að mæla fjarlægðir milli fyrir- bæra í alheiminum. „Þetta er einstakt verkefni," segir Bjorn Franck Jorgensen, framkvæmdastjóri Tycho Brahe-stjömusalarins. Einn fyrirburi kallar á annan Kona sem eign- ast barn fyrir tímann er mun líklegri en aðr- ar konur til að sagan endurtaki sig næst þegar hún verður ófrísk. Rannsóknir sænskra vís- indamanna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, und- ir stjórn Svens Cnattingius, á fæðingarskýrslum 243 þúsund kvenna sýndu að ef fyrsta barn konu fæddist fyrir áttunda mánuð meðgöngunnar voru tólf sinnum meiri líkur á að næsta barn sömu konu væri fyrirburi en börn annarra kvenna. Svíarnir greina frá þessu í New England lækna- blaðinu. Vísindamennimir staðfestu einnig niðurstöður fyrri rann- sókna á þá leið að 40 prósent meiri líkur em á því að kona sem reykir allt að níu sígarett- ur á dag eignist fyrirbura en hin sem ekki reykir. Líkumar aukast um 60 prósent hjá kon- um sem reykja meira en hálfan pakka á dag. Alheimurinn þenst út á ógn- arhraða Þenslan er alls staðar. Stjarn- fræðingar víðs vegar að úr heiminum hafa nú komist að raun um að al- heimurinn þenst út með enn meiri hraða en áður var talið. Útreikningamir, sem sagt er frá í tímaritinu Nature, byggj- ast á birtunni frá risastórum sveiflustjörnum sem kallast sefitar. Stjömufræðingar nota þær til að ákvarða fjarlægðir til annarra stjömuþoka. Sefitarnir virðast vera dauf- ari en áður var talið. Að sögn Stephens Zepfs, prófessors við Yaleháskóla, þýðir það að þær eru nær jörðu. „Þar sem sefitar eru notaðir til að mæla þenslu alheimsins þenst hann aðeins hraðar út ef sefítamir eru daufari. Ef alheim- urinn þenst aðeins hraðar út gæti það þýtt að hann sé aðeins yngri en við töldum," segir Zepf. Uppfinningamaöur vill fækka flugslysum: Kælir Uppfinninga- maður í Texas hefur þróað að- ferð til að kæla flugvélabensín áður en því er dælt á eldsneyt- isgeyma flugvélanna. Hann telur að með því sé hægt að koma í veg fyr- ir flugslys í framtíðinni og gera flugsamgöngur öruggari, án þess að gera kostnaðarsamar breytingar á flugvélum. Kælingin kemur í veg fyrir að eldsneytisgufur safnist fyrir í elds- neytisgeymunum. Rannsóknar- menn telja einmitt að bilun í raf- kerfi hafi kveikt í slíkum gufum í eldsneytisgeymi flugvélar frá bandaríska flugfélaginu TWA sem sprakk í tætlur undan ströndum Long Island í júli 1996. í því slysi fórast 230 manns. „Við breytum samsetningu flug- vélaeldsneytisins ekki á neinn hátt þannig að það stenst allar kröfur. Það eina sem viö geram er að kæla eldsneytið," segir Terry Koethe hjá fyrirtækinu Fuel Dynamics i Arl- ington í Texas. iUllrjMp flugvélabensín Vestur í Texas telur uppfinningamaður einn að hægt sé að fækka flugslys- um með því að kæla flugvélabensín áður en því er dælt á vélarnar. Flugvélaeldsneyti er venjulega er dælt á vélamar. Það getur orðið milli 15 og 30 gráða heitt þegar því miklu heitara, eftir því hversu heitt Þegarkældu eldsneyti hafði verið dælt á geyma reyndust guf- umar vera aðeins um fimmtungur þess sem þær voru þegar hita- stig eldsneytisins var eðlilegt. er i veðri og hve lengi flugvélin þarf að bíða eftir flugtaki. Fyrirtækið i Texas segist geta lækkað hitastig eldsneytisins niður í mínus eina gráðu og þar með dreg- ið verulega úr myndun hættulegra gufa. Að sögn tímaritsins New Scient- ist lofa tilraunir með kælikerfið góðu. Þegar kældu eldsneyti hafði verið dælt á geyma reyndust guf- umar vera aðeins um fimmtungur þess sem þær voru þegar hitastig eldsneytisins var eðlilegt. Öryggismálafulltrúi hjá banda- rísku flugslysanefndinni segir kæli- kerfið áhugavert. Mannfræöingar í Brasilíu gera merka uppgötvun: Hauskúpa gæti valdiö byltingu í landnámssögu Ameríkuríkja Nú er Lucy búin að eignast frænku i Amer- íku. Mannfræð- ingar í Rio de Janeiro í Brasil- íu kynntu fyrir skömmu elsta þekkta steingerving- inn af manni sem fundist hefur í Vesturálfu. Um er að ræða haus- kúpu af konu með afrískt yfirbragð. Hauskúpan gæti valdið straum- hvörfum í kenningum manna um fyrstu íbúa þessa heimshluta. Brasilíumenn hafa gefið konunni nafnið Luiza, í virðingarskyni við hina einu sönnu Lucy sem lifði fyr- ir 3,2 milljónum ára og fannst í Eþíópíu. Luiza er hins vegar ekki talin vera nema 11.500 ára gömul. Mannfræðingurinn Ricardo Ventura Santos, sem starfar við brasilíska þjóðminjasafnið og sam- Luiza og ættingjar hennar borðuðu jurtir sem urðu á vegi þeirra og stöku sinnum kjöt. Hún var aðeins um tvi- tugt þegar hún lést í einhvers konar slysi. bandsháskólann í Rio, segir að hauskúpan sýni að menn hafi verið á meginlandinu löngu áður en Asíu- búar komu þangað. „Þetta stykki er mikilvægt fyrir skilning okkar á landnámi manna í Ameríkuríkjum," segir Ricardo Ventura Santos. Vísindamenn segja að Luiza hafi verið flökkukona sem fór ásamt um tólf ættingjum sínum um þar sem nú er miðhluti Brasilíu. Luiza og ættingjar hennar borðuðu jurtir sem urðu á vegi þeirra og stöku sinnum kjöt. Hún var aðeins um tví- tugt þegar hún lést í einhvers konar slysi. Áður en Luiza kom fram á sjónar- sviðið unnu steingervingafræðingar út frá þeirri kenningu að fyrstu íbú- ar Ameríkuríkja hefðu verið asískir forfeður indíánanna sem evrópskir landnemar hittu þegar þeir komu fyrst til nýja heimsins. Forfeður þessir eru taldir hafa komið við lok síðustu ísaldar frá þar sem nú er Síbería eða Mongólía, um ísbrú yfir Beringssund sem skil- ur að Norður-Ameríku og Asíu. Hauskúpan af Luizu fannst árið 1975 en það var ekki fyrr en fyrir einu ári eða svo að fomleifafræðing- urinn Walter Neves, einn fárra sér- fræðinga í steingerðum mannaleif- Hauskúpan hennar Luizu og leir- mynd af henni eins og vísindamenn ímynda sér að hún hafi litið út. Luiza er 11.500 ára gömul og bjó í Brasil- íu. um í Brasilíu, fékk áhuga á óvenju- legri lögun kúpunnar. Neves taldi að hauskúpan bæri fremur einkenni negra en mongóla, eins og hauskúpur indíána Brasilíu. Frekari rannsóknir, meö aðstoð fullkominna tækja, staðfestu það. Veriö börnunum ykkar góö fyrirmynd: Fyrirlestrar gagnslausir í uppeldinu Það læra bömin sem fyrir þeim er haft. Foreldr- ar sem halda anhað og telja að nóg sé að halda heilu fyrir- lestrana yfir börnum sínum um hvemig þau eigi að hegða sér vaða í viilu og svíma. Gott fordæmi er það eina sem dugar. Hópur vísindamanna við ríkishá- skólann í Iowa í Bandarikjunum komst að raun um að hin fornu sann- indi era haldbest í þessum efnum. „Unglingar sem stöðugt verða vitni að heilsuspillandi hegðun for- eldra sinna, svo sem slæmum mat- arvenjum, reykingum og drykkju, hafa tilhneigingu til að líkja eftir henni,“ segir atferlisfræðingurinn K.A.S. Wickrama sem stjórnaði rannsókninni. Wickrama og félagar hans ræddu við 330 hvíta unglinga og foreldra þeirra frá Miðvesturríkj- unum um matarvenjur þeirra, lík- amsrækt, reykingar, drykkju og svefnvenjur. Og eins og við mátti Ef foreldrar vilja að börn þeirra hagi slíkt hið sama, segja sérfræðingar. búast voru ósiðirnir hjá fólki gjarnan fleiri en einn, ef það ástundaði þá yfirleitt. sér vel skyldu hinir sömu foreldrar gera Unglingamir líktu ekki einasta eftir heilsuspillandi lífsstíl foreldra sinna heldur hegðuðu þeir sér eins Unglingar sem stöðugt verða vitni að heilsusplllandi hegðun foreldra sinna, svo sem slæmum mat- arvenjum, reykíngum og drykkju, hafa tll- hneiglngu til að líkja eftir henni. og foreldramir, hvort sem það at- ferli var gott eða slæmt fyrir heils- una, eins og líkamsrækt eða reyk- ingar. Niðurstöðumar reyndust einnig eiga við þegar tekið var tillit til fé- lagslegrar stöðu fjölskyldunnar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að fé- lagsleg staða er nátengd atferli eins og reykingum. „Lifstíll drengja líktist meir lifs- stíl feðra þeirra og stúlkur voru lík- legri til að líkja eftir atferli mæðra sinna,“ segir Wickrama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.