Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 23 neiiittir Activision í samstarf með Lionhead Studios Tölvuleikjafyr- irtækið Lionhead Studi- os hefur gert samning við hið þekkta fyrir- tæki Activision, um að Acti- vision gefi út tvo nýja titla sem' Lionhead Studios er að fram- leiða. Þessi samningur gerir Lionhead Studios kleift að dreifa leikjunum betur en þeir hafa áður getað. Hinn reyndi leikjahönnuður Peter Mo- lyneux er framkvæmdastjóri Lionhead Studios. Peter þessi hefur meðal annars á saka- skránni að vera ábyrgur fyrir guðaleikjunum illræmdu en hann bjó til leikinn Populous sem var fyrsti leikur þeirrar tegundar sem kom út. Næsti leikur hans er Black&White sem margir bíða eftir með óþreyju. Lyf gegn kvefi? Fram er komið nýtt lyf sem virðist hafa talsveröa verk- un gegn kvefi. Lyf þetta, sem ber nafhið pleconaril, virðist fækka veikindadögum þeirra sem eru með kvef um 3^4 daga. Lyfíð, sem var prófað á fólki á dögunum í Bandaríkjunum, lof- ar góðu um að hægt verði að þróa betra lyf gegn kvefi. Ekki eru neinar teljandi aukaverk- anir með lyfinu. Lyflð er enn á öðru prófunarstigi en þarf að komast í gegnum þriðja stig til að fara í framleiðslu. Ellismellir í andlits- lyftingu Það virðist vera mikið í tísku í leikjaheiminum í dag að dusta rykið af gömlum leikjum og gefa þá út endurbætta. Jafnvel eru heilu söfnin af elíismeHum gefm út í lítt breyttura útgáfum. Einn al- besti þrautaleikur allra tíma er nú að fá andlitslyftingu. Það er auðvit- að hin hreina snilld Tetriz sem nú mun rísa upp frá dauðum og gera fólk úrvinda á heilanum upp á nýtt. Fyrirtækið H20 er þessa dagana að leggja lokahönd á leikinn fyrir Nin- tendo 64-leikjatölvuna. Ekki er búið að breyta leiknum algjörlega heldur fínissera hann aðeins fyrir nýja öld. j'Ilyu- JiájJdj* Pokémon hefur innreiö sína á íslandi: Lítil, sæt skrímsli leggja heiminn að fótum sér - verða vinsældirnar þær sömu hér á landi? Jæja, þá fer að líða að því. Litlu, geðþekku Poké- mon-skrímslin eru að hefja inn- reið sína á Evr- ópumarkaðinn og þar með til ís- lands og verður spennandi aö sjá hvernig markaðurinn tekur á móti þeim hérna á skerinu. Þetta fyrir- bæri, Pokémon, gerði allt vitlaust í Japan þegar það kom á markað þar árið 1996 og síðan þá hefur verið gert strandhögg í Bandaríkjunum þar sem móttökurnar voru síst verri. En hvað er Pokémon? Jú, það er upprunalega tölvuleikur fyrir Game Boy-handtölvuna sem byggir að grunninum til á hlutverkaleikjum (RPG) eins og Final Fantasy. Sögu- þráðurinn felst 1 að aðalsögu- hetjan, Ash, heldur á vit ævin- týranna í leit að Pokémon-kvik- indum sem lifa villt úti í náttúr- unni. Með natni er hægt að veiða dýrin og þjálfa þau til bar- dagaiðkunar. Þjálfunin felst í að láta þau berjast við önn- ur dýr og öðlast þannig reynslu sem verður til að dýrin þroskast og verða öflugri. Bardagamir geta hvort heldur verið við önnur villt Poké- Maður getur næstum heyrt samræðurnar í frímínútunum: „Hei, Danni! Þú átt rauðu útgáfuna, er það ekki? Mig vantar svo Zap- dos, ef ég fæ þinn þá mátt þú fá bæði Tentacool og Pikachu frá mér. Þeir eru rosa- góðir, Pikachu er kom- inn upp í level 25... “ mon eða við þjálfuð Pokémon ann- arra söguhetja leiksins. Þetta er ekk- ert smáverkefni, því Pokémon-dýrin eru 150 talsins og sum þeirra eru mjög sjaldgæf. , Arftaki leikarakort- anna Það sem hefur sennilega I stuðlað hvað mest að ótrúleg- 'um vinsældum Pokémon er söfnunarmöguleikinn, því með þvi að tengja saman Game Boy-tölvur geta Pokémon- spilarar skipst á dýrum. Þetta hefur leitt til þess að Pokémon hefur orðið að eins konar nútímaútgáfu af söfn- unarkortum sem hafa orðið vinsæl gegnum tíðina. Munurinn er sá að slík kort hafa verið með myndum af leikurum, íþróttamönnum og öðru slíku, en í Pokémon skiptast spilar- ar á litlum, sætum dýrum sem þeir hafa sjálfir þjálfað upp í sveita síns andlitis. Og möguleikarnir eru óteljandi, því eins og áður sagði eru dýrin 150 talsins og ræður hvert þeirra yfir fjórum sóknar- og varnarmöguleikum i einu sem geta ver- ið talsvert mismun- andi eftir því hvemig dýrið hefur verið alið upp. Þar að \N4iíÉte auki hafa framleiðendur leiks- ins verið svo séðir að gefa leikinn út í tveimur útgáfum, rauðri og blárri. Söguþráðurinn er nákvæmlega sá sami, en nokkrar tegundir Pokémon er eingöngu að finna í annarri hvorri útgáfunni. Til að fullkomna safn sitt verða spilarar sem eiga bláu útgáfuna því að skipta við Pokémon-áhugamenn sem eiga rauðu útgáfuna og öfugt. Á einhver Pikachu? Maður getur næstum heyrt fyrir sér samræðum- ar í frímínútunum: „Hei, Danni! Þú átt rauðu útgáf- una, er það ekki? Mig vantar svo Zapdos, ef ég fæ þinn mátt þú fá bæði Tentacool og Pikachu frá mér. Þeir eru rosagóð- ir, Pikachu er kominn upp í level 25 ...“ Vegna gríðar- legra vinsælda Pokémon hafa fleiri vörur tengdar þessum góðlegu skrímslum flætt inn á hina ýmsu markaði. Fleiri tölvuleikir hafa verið gerðir, m.a. einn fyrir Nintendo 64 sem gengur eingöngu út á að ferðast um og taka myndir af Pokémon í sínu náttúrlega umhverfi, hversu undarlega sem það nú hljómar. Sjón- varpsþættir um Pokémon hafa notið ótrúlegra vinsælda í Japan og í Bandaríkjunum og leikfóng tengd dýrunum hafa verið rifin út. Mörgum finnst eflaust að Pokémon sé einungis fyrir börn, og það var reyndar tilfinning undirritaðs fyrir þessu fyrirbæri. Þangað til í síðustu viku að prufueintak barst hér í hús og sest var niður til að prófa. Nú, eft- ir að tólf klukkustundum hefur verið eytt í leikinn, er enn ekki búið að veiða meira en 15 af öllum 150 kvik- indum leiksins og útlit fyrir margar svefnlausar næt- ur í viðbót við veiðar á þeim sem eftir er. Á einhver annars Pikachu sem hann þarf að losna við? -KJA Net-gæsluvellir: Græn svæði fyrir börn Sífellt er verið að leita leiða til að minnka líkurnar á að börn geti fengið að- gang að óæskilegum vefsíðum. Netið á sér marg- ar hliðar. Flestar eru þær góðar og þar eru fróðleik- m1 og upplýsing- ar rnn alla mögu- lega hluti innan seilingar. Foreldrar hafa margir samt haft áhyggjur af því að hleypa börnum sínum á Netið án þess að fylgst sé með þeim. Mörg forrit eru til til að hefta að- gang bama að óæskilegum vefsíðum á Netinu. Það allra nýjasta í þessum efnum eru svokölluð græn svæði á Netinu. Þá hefur verið sett upp síða fyrir börn og allar tengingar af henni verið innan þessa græna svæðis þannig að foreldrar hafa get- að sett bömin inn á hálfgerða net- gæsluvelli. Hið þekkta netfyrirtæki Lycos hef- ur nú sett upp svona grænt svæði sem part af þjónustu sinni við við- skiptavini sína. Á síðunni eru alls konar leikir og fræðsluefni ætlað Þá hefur verið sett upp síða fyrir börn og allar tengingar af henni ver- ið innan þessa græna svæðis þannig að for- eldrar hafa getað sett börnin inn á hálfgerða net-gæsluvelli. bömum til dægrastyttingar. Slóðin á þetta græna svæði er www.lycoszo- ne.com. Ekki er Lycos eina fyrir- tækið sem heldur úti svona vef, fyr- irtæki eins og Yahoo!, Walt Disney og Netscape eru öll með net-gæslu- velli á sínum snærum. Þessi grænu svæði hafa fengið sina gagnrýni. Það helsta sem fólk hefur fundið að er að stór partur af þessmn síðum eru aug- lýsingar ýmiss konar. Aðrir hafa bent á að auglýsingar muni alltaf fylgja öllu barnaefni, samanber fjölda auglýsinga á milli bamaefnis I sjónvarpi. Hvað villtu finnaá Netinu? Netiö er alls staöar Fyrirtækin Brit- ish Telecom og Excite UK hafa tekið höndum saman um að gera flugfarþeg- um kleift að nota Netið um borð í flugvélum. Fyrirtækin tilkynntu um þessa ákvörðun sína á flugráðstefnu í Salt Lake City nú á dögunum. Net-brun á að verða flugfarþegum opið strax næsta haust ef allt gengm eftir. Nítján evrópsk og asísk flugfélög verða meðal þeirra sem munu bjóða upp á þessa þjónustu um borð í flug- vélum sínum. Þar eru meðal ann- arra flugfélög á borð við Singapore Airlines, British Airways, Virgin Atlantic, Malaysia Airlines og Lauda Air. Netsamskiptin munu fara fram um gervihnött. British Telecom hefur einnig í undirbún- ingi að gera eigendum GSM-síma kleift að nota símann sinn um borð í flugvélum. Þessi nýja þjónusta verðm kærkomin í lengri flugferð- » leit.is íslenska leitarvélin á Internetinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.