Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 7 Fréttir Franskur vínbar fær ekki að opna: Borgin vill rífa - eigandi vill að húsið standi Ég hef uppfyllt öll skilyrði sem borgaryfirvöld setja fyrir rekstrin- um. Ég hef komið upp brunavama- kerfi, loftræstingu og eytt stórfé í það og í að standsetja húsakynnin. En einhverra hluta vegna virðist Reykjavíkurborg dauðlanga í húsið og lóðina til að byggja á henni stór- hýsi strax og veitir mér ekki starfs- leyfi,“ sagði Stephani Caradec veit- ingakona í samtali við DV. Stephani hefur fengið húsið að Klapparstíg 30 leigt til þess að opna í því bar þar sem á boðstólum verða einkanlega frönsk góðvín sem sér- staklega eru flutt inn fyrir veitinga- húsið. I borgarkerfinu er búið að af- greiða heimild til þess að rífa húsið. Eigandi hússins hefur hins vegar ákveðið að fresta niðurrifmu og leigt Stephani húsið. í samningi hennar og eigandans er að sögn Stephani miðað við það að húsið verði ekki riflð innan næstu tveggja ára. „Leigusamningurinn virðist ekki skipta borgina neinu máli. Borgin vill fá staðinn þegar í stað. Þess vegna fæ ég ekki rekstrarleyfi frá borginni," segir Stephani. Málið verður tekið til meðferðar hjá bygg- ingarnefnd borgarinnar í dag og kemur væntanlega fyrir fund borgar- stjórnar á fimmtudag en Stephani kveðst ekki búast við niðurstöðu sér í hag. Baldvin Björn Hafsteinsson er lög- maður Stephani í málinu. Hann seg- ir framgöngu borgaryfirvalda í mál- UTILJOS 2x9W sparpemr Verð: 4.850.- Fæst í svörtu og hvítu Fæst í svörtu Verð: 4.200.- Fæst í svörtu og hvftu K Verð: 3.990.- Fæst í svörtu og hvítu RAFSOL inu einkenniléga og erfitt að koma auga á það hvernig borgin telji sig geta komið í veg fyrir að Stephani hefli fyrirhugaðan rekstur í húsinu. Hún hafi gert leigusamning við lög- formlegan eiganda hússins og eig- andinn sent beiðni til borgarinnar um að rekstur verði í húsinu. Ef borgin ætli að hafna því þá hljóti bæði eigandi og leigutaki hússins að skoða sinn g'ang. -SÁ Stephani Caradec fyrir utan veitingastað sinn sem hún fær ekki að opna vegna þess að Reykjavíkurborg vill rífa hús- ið strax gegn vilja eigandans og leigutaka hússins, sem er Stephanie. DV-mynd S SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 www.rafsol.is HVERGI BETRA VERÐÁ 10 Ktrar af Jotun gæðamáKmigu 3.590 kr. Sama verð á öllum Ktum HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.