Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 Spurningin Hvort kýstu góða bók eða góða bíómynd? Ómar Ómarsson nemi: Góða bíó- mynd. Gunnlaugur Ólafsson líffræðing- ur: Góða bíómynd. Jónanna Regin Baldursdóttir: Ég kýs góða bók. Hrafnhildur Guðjónsdóttir nemi: Góða bíómynd. Sara Líf Óðinsdóttir nemi: Góða bíómynd. Ragnheiður Brynjólfsdóttir: Ég les slatta og hef gaman af góðum myndum. Lesendur Framtíðarhöfuð- borg íslands Bréfritari nefnir hinn veðursæla stað Egilsstaði sem framtíðarhöfuborg og Reyðar- fjörð og Seyðisfjörð sem tengda hafnarbæi. Kristleifur Þorsteinsson, Húsafelli, skrifar: Jörð hefur skolfið óþyrmilega á Suðurlandi og Katla ógnar sífellt bú- fénaði og mannlífi. Þorpin umhverfis landið eru að leggjast í eyði hvert á fæt- ur öðru og sauðféð er ekki lengur nauðsynlegt og því ekki til framdráttar í hin- um dreifðu byggðum lands- ins. Leiðir flestra lands- manna liggja því til búsetu í Reykjavík. Er ekki orðið tímabært að endurskoða staðsetn- ingu höfuðborgarinnar sem nú er Reykjavík og gæti á hverri stundu farið í rúst í ofboðslegum Suður- landsskjálfta. Og slyppi höfuðborgin við þetta gætu hinar virku eldstöðvar sem hún er byggð á gosið hvenær sem er og fært allt undir hraun. Drægist þetta I nokkra mannsaldra eru miklar líkur á stór- felldum hamförum í sjávarflóðum. Landið við Faxaflóa er heldur að lækka, og með tíð og tíma kemur að því að saman fer mjög djúp lægð sem hefur svipaðan hreyfihraða og hreyfmg tunglsins, sem þá kann að vera mjög nærri jörð. Þetta gæti haft í fór með sér ofboðslega flóð- bylgju sem færði mestallan lægsta hluta borgarinnar í kaf. Ráðamenn lands og þjóðar mega ekki hugsa of mikið um sinn eigin hag og velgengni sína næstu kjör- tímabil. Þeir þurfa jafnframt að reyna að horfa nokkur hundruð ár fram í tímann. Helst lengra. Það er lífsafkoma afkomenda þeirra og okkar allra. Huga þarf að stað fyrir nýja höf- uðborg á tryggari stað en Reykjavík nú er. Fengnir yrðu færustu arki- tektar og verkfræðingar til að teikna hana upp og skipuleggja, með tilliti til reynslu liðins tíma og horft til framtíðar. Markvisst þarf að gera a.m.k. 100 ára uppbygging- aráætlun og gera ráð fyrir miklu tjölmennari þjóð í framtíðinni, ekki síst vegna framfara í læknavísind- um. Sá staður sem valinn yrði gæti t.d. verið Egilsstaðir með hafnar- borgir á Reyðarfirði og Seyðisfirði. Öllu fólki sem flosnar upp í dreif- býlinu væri gefinn kostur á vinnu við þessa uppbyggingu jafnvel meö betri launakjörum en annars staðar fengjust. - Þetta er sett fram til frek- ari umhugsunar og umræðna. Atvinnulausum útlendingum fiölgar E.S. skrifar: Ég vil eindregið taka undir bréf Kristófers í DV 23. september sl. um vandamál þess að hleypa of mörgum útlendingum af hinum mismunandi þjóðernum til íslands. Ég er sammála Kristófer í því sem hann segir um vandamál þehra þjóða sem hafa lent í vandræðum við að finna öllu þessu fólki atvinnu og húsnæði. Við getum tekið Svíþjóð sem dæmi. Þar eru vandamálin og atvinnuleysið gífur- legt sem rekja má til þess að Sviar leyfðu innflutning fólks nánast hvaðanæva að úr heiminum. Á þeim forðumst vandamálin tíma var þar næga vinnu að hafa, en í dag er ástandið hrikalegt. Svíar geta ekki einu sinni sjálfir fengið vinnu og glæpir í Svíþjóð hafa stóraukist. Ég á íslenska vinkonu í Svíþjóð. Hún hefur sagt mér að ástandið sé orðið hörmulegt; fólk af útlendu bergi brotið gangi með byssu og önnur vopn, og ógni gjarnan veg- farendum. Allt þetta fólk sé komið á félagslega kerflð og sé heppið að geta látið ríkið greiða fyrir sig flestar nauðsynjar. Er þetta það sem íslendingar óska eftir í framtíðinni? Vijlum við enda- laust leyfa útlendingum að koma hingað án nokkurs sýnilegs tilgangs annars en að fá atvinnu tímbundið? Síðan stendur þetta fólk uppi at- vinnulaust og þá erum við komin með stóran hóp af ósjálfbjarga út- lendingum sem við verðum að koma til hjálpar. Það væri nær að hjálpa þessu fólki í sínu eigin landi svo það þurfi ekki að flýja sitt land. Og alveg eins má búast við að íslendingar sjálfir blandist hinrnn aðfluttu svo mjög að bæði menning okkar og tungumál heyri sögunni til. Þá er of seint að iðrast. Sérhagsmunahópar ekki með - furðuleg ummæli Kristins H. Gunnarssonar Kristinn H. Gunnarsson alþm. - Bréfritari segir hann kominn fremur langt frá uppruna sínum í Al- þýðubandalaginu og vitnar í ummæli þingmanns- ins í útvarpi sl. sunnudag. Brynjar Sigurðsson skrifai” Kristinn H. Gunnarsson hefur gert ýmislegt til að tryggja sér valdastöðu í þjóðfélaginu. Þessi fyrrum þingmaður Alþýðubanda- lagsins situr nú sem formaður þing- flokks Framsóknarflokksins og einn helsti málsvari þess að sægreifarnir eigi kvótann. Hann virðist nú vera kominn fremur langt frá uppruna sínum í Alþýðubandalaginu. í viðtali á Bylgjunni sl. sunnu- dagskvöld kom Kristinn með þá furðulegustu pólitísku útskýringu sem ég hef nokkru sinni heyrt. Þar var hann spuröur hvers vegna Frjálslyndi flokkurinn ætti ekki mann í þingnefndinni sem er að endurskoða kvótalögin. Þetta mál er jú einu sinni helsta stefnumál Frjálslynda flokksins. Kristinn svaraði, nokkurn veginn orð- rétt, að hann teldi að þetta mál ættu póli- tísku flokkarnir að af- greiða og það gengi ekki að hleypa sér- hagsmunahópum inn i slíka vinnu. Með öðrum orðum; þingmenn Frjálslynda flokksins eru ekki hluti af pólitískum flokki í augum Krist- ins H. Gunnarssonar, heldur „sérhagsmuna- hópur“. Þetta segir sá sem einna lengst hefur gengið fram fyrir skjöldu til að sinna hagsmunum kvótaeig- enda. - Heitir þetta ekki á manna- máli að sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin auga? DV Alþýðuflokkur fæðir mús Kristján hringdi: Það ætlar að verða Alþýðuflokknum erfitt að losna úr viðjum fyrri mistaka. Nú hefur flokkurinn haldið aðalfund sinn til að leiða flokksmenn í allan sannleika um hvað Samfylkingin snýst, en halda samt í beinagrind síns eigin flokks. Samfylkingin er lítið ann- að en lausbeisluð hjörð sem ekki getur sameinast undh einum forystusauði. Alþýðuflokksformaðurinn reynir hvað hann getur tO að halda eftir minnis- merkinu með nýkjörinn varaformann víðs fjarri, en það fæðist aðeins htU mús. Hún dugar ekki tU þess að sam- eina flokksmenn i farvegi SamfyUcing- arinnar. Það er orðið of seint. Það ein- asta sem Alþýðuflokksfólk getur nú er að halda í gamla hópinn sinn og vera heima á fomum slóðum. Bæklingar með blöðunum Ó.L. skrifar: Mér er orðin ofraun að taka á móti dagblöðunum þessa dagana. Þau eru fuU af einhverjum öðrum og óskyldum bæklingum sem þyngja blöðin og gera þau óaðlaðandi. Ég byrja venjulega á því að henda þessum bæklingum beint í tunnuna. Sl. fóstudag voru hvorki fleiri né færri en þrir svona bæklingar með Mogganum og daginn eftir, laugar- dag, einn stór og mikiU auglýsinga- bæklingur. Þetta hefur ekkert upp á sig hjá blöðunum, en eykur áskrhendum og blaðbnjrðarfólki auknu amstri við blöðin. Og bréfalúgurnar skemmast og póstkassalúgur flestra sambýlishúsa taka ekki við þessum ósköpum. Burt með aukadraslið úr blöðunum. Forseti verndari kirkjunnar Stefán Stefánsson skrifar: Nýlega var dreht bæklingi inn á heimUi landsmanna. Þetta er trúarlegt efrii „Úr mínus í plús, Verða tímamót í lífi þínu?“ sem gefið er út af nokkrum kristnum trúfélögum og stuðningsaöU- um, þ. á m. Hvítasunnukirkjunni, Frí- kirkjunni, Sjónvarpsstöðinni Omega, ís- lensku kristskirkjunni og Þjóðkhkju ís- lands. EYemst í bæklinginn skrifa þeir forseti íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, og biskupinn yfir íslandi, Karl Sig- urbjörnsson. Forsetinn fremst í bæk- linginn. Forsetinn er líka vemdari Þjóð- kirkunnar, eins konar trúarleiðtogi hennar ásamt biskupi. Það er því að vonum að fóUcs spyrji sig hvort forset- inn geti, eins og hendi sé veifað, tekið að sér konu sem er gyðingatrúar jafn- framt því að vera verndari hinnar krist- inu khkju, Þjóðkhkju okkar íslendinga. Fíkniefnasalar fái þyngri dóma Friðrik Bjömsson hringdi: Lokst vhðist sem löggæslan sé að ranka við sér varðandi það að taka fastar á fikniefnasölunum og þeim sem fjármagna óþverrann. Reikna ég með að flestir landsmenn styðji lögregluna í þessu. Hingað tU hafa sektir verið helsta refsingin gegn afbrotum í fikni- efnaheiminum hér. En það er aðeins eitt sem kemur við kaunin á þessum dónum: það er að gera eignh þeirra upptækar auk sektanna. Og síöan auð- vitað frelsissvipting í lengra lagi. En líklega verður að breyta lögunum veru- lega. Nú sést best hvað þingmenn duga í þessu máli sem er orðin mesta alvara dauðans á okkar tímum hér á landi. Alltof dýr tímarit Hildur skrifar: Mér finnst gaman að líta í mörg þessara tímarita sem hér eru í gangi, en þau eru einfaldlega aUtof dýr fyrh mig. Ég kaupi þau ekki. Ég greiði ekki 700 eða 800 krónur og þaðan af meha fyrir eitt svona blað. Vikan og Séð og heyrt skera sig þó úr og eru á skap- legra verði, um 450 krónur hvort um sig. Þetta er algjört hámark fyrh eitt tímarit. Og hvers vegna að hafa þenn- an dýra og þykka papph í tímaritun- um? Hann gerir ekkert fyrir lesend- urna, það er ég viss um. Erlend tímarit og vikublöð eru öE með þunnan papp- h. Sjáið t.d. blaðið „HeUo“ og tlehi slík. Og efnið skilar sér fyrir það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.