Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 ennmg u Hallgrímur Helgason vill ekki vera réttur maður á röngum tíma: Orgelstillarinn var með í sýningunni Umsjón Silja Aíalsteinsdóttir mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Aldrei hefur verið auðveldara að finna ástina en nú, enda eru um sjötíu útsölu- staðir í Reykjavík. DV-mynd ÞÖK Sögur frá sjónum I síðustu viku kom út einstaklega fallega út gefin bók með þjóðsög- um frá íslandi, Norður- Noregi, Samalandi, Færeyjum og Græn- landi. Þjóðsögur við sjó heitir hún og er tekin saman af fimm manna hópi, einum úr hverjum stað, og gefin út á sex tungumálum hjá Vöku- Helgafelli. íslenski full- trúinn í hópnum, Bald- ur Hafstað, þýddi er- lendu sögumar í ís- lensku útgáfunni og nær sönnum þjóðsagna- blæ á mál og stíl þeirra. Bókin ber nafn með rentu því allar sögurn- ar gerast við sjó eða á sjó og segja frá sjó- kindafansi af ýmsu tagi, sækonum og haf- meyjum, selakonum, hafmönnum og marbendlum, mardraugum, sjópúkum og öðram skrimslum, sjófuglum, fiskiun og sævarspendýrum. Þjóðsagnasöfn- in sem sögumar eru sóttar í komu út á ár- unum 1850-1945, íslensku sögurnar eru flestar úr Þjóðsögum Jóns Ámasonar. Bókin hefst á nokkrum sögum um hvem- ig eyjar hafa orðið til. íslenska sagan er hin kunna þjóðsaga um Drangey sem varð til þegar nátttröllin dagaði uppi við að leiða kú undir naut. Ein færeyska sagan er af því þegar íslendingar ætluðu að draga Færeyj- ar norður til sín og sendu risa og kerlingu hans til að sækja þær. En verkið reyndist snúnara en þau höfðu reiknað með þó bæði væru áræðin og vel sterk, og að lokum gáfust þau upp og ætluðu heim við svo búið: „En þau höfðu verið of svifasein; í sömu andrá og þau ætluðu að vaða í átt til íslands, risinn á undan og kerlingin á eftir, reis sól úr hafi og þau urðu bæði að steini og þar standa þau nú og horfa í átt til Is- lands án þess að geta hreyft legg eða lið.“ Meiri átök í Færeyjum Þessar tvær upp- runasögur minna hvor á aðra og sú er raunin um annað efni bókar- innar: Sjórinn hefur kallað fram svipuð sagnaminni hjá þeim sem búa við strendur hans. Selimir hafa mannsaugu enda segir í Gamla testamentinu að þeir hafi einu sinni verið menn, og áhrifa- ríkustu sögumar segja einmitt frá harmræn- um ástum selakvenna og manna. íslenska sagan um selshaminn sem bóndinn rændi og náði þar með ungri selakonu á sitt vald er ljúfsár og falleg enda hefur hún orðið vaki að ófáum listaverk- um; hið síðasta var undurfalleg leiksýn- ing Völu Þórsdóttur í Möguleikhúsinu í fyrra. Færeyska hliðstæðan við þessa sögu er svip- uð lengi vel, en hún hefur eftirmála þar sem selakonan kall- ar ógn og dauða yfir gömlu byggðina sína eftir að menn þaðan drepa brimil- inn maka hennar og tvo kópa sem hún átti. Er lýsingin á óbænum selakon- unnar bæði mynd- ræn og dramatísk en þann hluta vantar í ís- lensku gerðina. Norska selmærin er eins og sú íslenska, þar getur grátur ný- fædda barnsins ekki einu sinni stöðvað hana á flótta hennar þegar hún finnur ham sinn. En sækonan samíska getur ekki án bamsins síns verið og svo fer að hinn mennski bóndi hennar nær henni aftur til sín með því að nýta sér ást hennar á bárn- inu. Kannski er hún heldur ekki tilfínn- ingalaus gagnvart fóður bamsins þótt sag- an beri ekki mál i það. Einn bókarkaflinn segir sögur af strandbúum sem era í hættu staddir og yffrnáttúrleg öfl eða dýr norðursins veita þeim hjálp í nauðum. Alþekkt er íslenska sagan í bókinni af Grímsey- ingnum sem bjamdýrið bjargaði; græn- lenska sagan um birnina sem veiddu höfrunga við vök segir hins vegar frá dreng sem kynnist ísbjörnum í mannsiíki og sleppur naumlega frá þeim með óvæntri aðstoð lax! Bókin er myndskreytt af sjö listamönn- um sem ættaðir eru af sömu slóðum og sög- umar. Sá íslenski er Elías B. Halldórsson listmálari en meðal hinna má nefha færeyska rithöfundinn William Heinesen sem einnig var snjall myndlistarmað- ur og samísku skáldkonuna Synnove Per- sen. Bókin er ekki sist ætluð til kennslu en allir sem yndi hafa af þjóðsögum og sögnum munu njóta hennar. Mynd Williams Heinesens við Mar- mennil og Anfinn bónda í Elduvík. Mynd Aka Hoegh við grænlensku söguna Hvernig „matmóðirin" varð til. Af tæknilegum mistökum féll niður setning í um- sögn Halldóru Friðjónsdóttur um uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Klukkustrengjum í mánu- dagsblaðinu. Kom þetta ansi klaufalega út þar sem setningin fjallaði um sjálfa for- senduna, orgelstillarann sem kemur stað allri framvindu verksins. Sam- hengis vegna birtum við setninguna umhverfi sínu: „Leikurunum gekk undantekninga- lítið vel að koma þessum áherslum til skila og leikurinn var í flestum tilvikum jafn og góöur. Orgelstillarinn er frekar vand- ræðaleg persóna frá höfundarins hendi og bar leik- ur Ara Matthíassonar nokkurn keim af því. Túlk- un Árna Péturs Reynissonar á Eiríki var stirð og sömuleiðis vantaði dálítið upp á tilfinningalega dýpt hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur sem gerði engu að síður margt vel.“ Mömmu-blues Norma E. Samúelsdóttir hefur gefið út ljóðabók- ina Mömmu-blues til minningar um móður sína Huldu Valdimarsdóttur Ritchie sem lést fyrr á þessu ári. Ljóðin eru minningabrot úr fortíð og nú- tíð i bland við mannlýsingu og lýsa trega og heitum tilfinningum. Ljóðunum er skipt í fjóra hluta og er annar hlutinn aðeins þetta eina ljóð: Horfin Farin Þó hér þó hér Milda ijós Kerti sálmabók Þjáning ei meir Og rauöa rósin er Enn er Mömmu-blues er áttunda bók Normu sem bæði hefur gefið út skáldsögur og ljóð. Hún fæst í bóka- verslunum Máls og menningar Laugavegi 18 og Pennans-Eymundssonar í Austurstræti. Myrkurbil Um síðustu helgi opnaði Hjörtur Marteinsson myndlistarmaður einkasýningu í Listasalnum Man við Skólavörðustíg. Sama dag kom út ljóðabók eftir hann með sama nafni og sýningin: Myrkurbil. Þetta era skemmti- lega margræð ljóð þar sem allt getur gerst - og gerist! - mettuð dularfullum myndum. Með bestu ljóðum bókarinn- ar em prósaljóð í anda módemistanna íslensku, einkum Stefáns Harðar Grímssonar; þar á meðal er titilljóðið „Myrkurbil": Andspœnis margskiptri gluggahvelfingu stjörnu- skoöunarstöóvarinnar þar sem þau höföu lengi mœnt til himins og rœtt liti stjarna, kom hún óvœnt undir kvöld auga á skin nýrrar stjörnu, sem haföi skorið sér snió í einn gluggann yfir höfói þeirra. í því skyni aö gaumgæfa lit þessarar stjörnu, sem lýsti í gegnum vitund þeirra, rétti hún út höndina eftir henni eins og svipu væri slöngvaö út í tómiö. Eitt andartak snart lófi hennar myrkurbilin fyrir utan um leió og glerbrotin sáldruöust yfir sjónir þeirra og skáru þeim nýja mynd af himni. Heióari en áóurl Þetta er önnur ljóðabók Hjartar, sú fyrri heitir Ljóshvolfin og kom út 1996. Höfundur gefúr út sjálf- ur og selur bókina hjá Máli og menningu, Ey- mundsson og Bóksölu stúdenta. skildi það að. Nú drífur fólk í að gifta sig áður en það skilur. Tímamir eru breyttir." - Harmarðu fortíðina? „Nei, ég er ekki maður nostalgíunnar. Maður verður alltaf að hlusta vel á sinn eig- inn samtíma. Ég vil ekki vera réttur maður á röngum tíma. Ég er fyrst og fremst að sýna hvemig þetta er en sjálfsagt má greina smá brodd í þeirri lýsingu. Fólk er alltaf að hlaupa eftir því sem það heldur að sé ást en er það svo kannski ekki. Sjálfsagt hefur aldrei verið auðveldara að finna ástina en nú á tímum þegar það eru um sjötíu útsölu- staðir í Reykjavík einni. Samt hefur aldrei verið erfiðara að finna hana af því að stað- imir era svo margir. Borgaryfirvöld urðu að bregðast við með því að lengja opnunar- tímann. Böm fara að ókyrrast þegar þau hafa átt sama pabbann í sjö ár. Þá spyr mamman meðan hún er að mála sig: Hvernig pabba viljið þið núna, krakkar? Svo fer hún út á lífið að ná í nýjan pabba handa þeim. Auð- vitað er þetta slæmt að einhverju leyti en þetta er samt staðreynd og ég er ekki að predika heldur sýna það. Leikhúsið er best þegar maður sér lífið í kringum sig birtast þar og mig langaði tii að semja samtímaleikrit þar & sem allt þetta fólk sem við þekkjum ■ væri komið upp á svið.“ - Er einhver fulltrúi hinna gömlu ■ gilda i verkinu? ■ „Það væri einna helst amma Árna ^ sem ýtir undir hann í konuleitinni. Svo kemur fram að hún bjó sjálf í hörmulegu hjónabandi í hálfa öld. Fólk heldur stundum að lífið hafi verið miklu betra í gamla daga en gamlir dagar áttu líka sína gömlu daga.“ Bióleikhúsið er í eigu ágætra leikhús- og listamanna, Amar Árna- sonar, Jóhanns Sigurðarsonar, sem leikstýrir Kossinum, Sigurðar Sig- urjónssonar, Stefáns Hjörleifssonar og Áma Samúelssonar. Framsýn- ingin hefst kl. 20 annað kvöld. Hundraðasta samkoma Besta vinar ljóðsins Annað kvöld kl. 21 er haldið upp á það á veitingastaðnum Grand Rokk, yfirráða- svæði Hrafns Jökulssonar, að þrettánda starfsár Besta vinar ljóðsins er nú runnið upp. Verður upplesturinn það kvöld úr nýjum og væntanlegum bókum sá hund- raðasti samkvæmt út- reikningum tölvuglöggra manna. Þrettánda starfsár- ið byrjar líka vel eins og nöfn upplesara sýna fram á: Andri Snær Magnason, Bragi Ólafsson, Didda, Guðrún Eva Mínervudóttir, Haraldur Jónsson, Mike Pollock, Ólafur Gunnarsson og Þómnn Valdimarsdóttir. sami en persón- an er önnur. Ámi Hafstein er ekki jafnmikill lúser og Hlynur Bjöm. Hann er orðinn þrítugur, stcufar á auglýs- ingastofu sem grafískur hönn- uður, voðalega góður strákur og langar til að eignast konu.“ - Þú fjallar mikið um samskipti kynjanna í verkum þínum... „Þau eru uppi á teningnum í okkar sam- tíð, ekki síst sú ringulreið sem er komin á sam- bönd fólks. Áður fyrr gekk fólk í hjóna- band til að vera saman þangað til dauðinn Á morgun veröur frumsýnt í Bíóborginni viö Snorrabraut (gamla Austurbœjarbíó) nýtt leikrit hjá nýju leikhúsi, Bíóleikhúsinu. Leikritiö heitir Kossinn og segir frá ungum manni sem er oróinn svo örvœntingarfullur í sinni konuleit aö hann fer til spákonu. Hún segir honum aö hann þekki nú þegar sína tilvonandi, þaö eina sem hann þurfi aó gera sé aö kyssa hana. Og þá hefst gamaniö. Leikritið er eftir Hallgrím Helga- son, sem fyrir á vinsælan hádegis- leik í Iðnó, 1000 eyja sósu, auk þess sem velgengni Hellis- búans í íslensku óper- unni er ekki síst þýð- ingu hans og staðfær- ingu að þakka. Er það kannski einlægur ásetn- ingur hans að eiga verk eft- ir sig á fjölum hvers leikhúss bæj- arins í einu? „Já, ég stefni að því að slefið slitni ekki á milli,“ segir hann grafalvar- legur. - Eru þetta skyld verk inn- byrðis, 1000 eyja sósan og Kossinn? . „Nei, ég held að þetta nýja verk sé skyldara skáldsögunni 101 Reykjavík. Vem- leiki beggja er sá Ekki maður nostalgíunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.