Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 22
42 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 Afmæli Garðar Sigurðsson Garðar Sigurðsson verslunarmað- ur, Kópavogsbraut la, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Garðar fæddist í Syðsta-Hvammi í Vestur-Húnavatnssýslu en ólst upp lengst af á Hvammstanga. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á > Laugarvatni 1942-44 og síðar við Flugháskóla Bretlands en þaðan lauk hann atvinnuflugprófi 1948. Garðar var verslunarmaður hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga í tíu ár, var síðan verslunarstjóri hjá Orku hf. í önnur tíu ár, var eig- andi Fiat-umboðsins í fjórtán ár, ásamt bróður sínum, Davíð, og Þórði Júlíussyni, en síðustu tíu starfsárin var hann verslunarstjóri hjá Krafti hf. Garðar hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum. Hann sat m.a. í stjórn Stangaveiðifélagsins Strauma hf. og hefur verið formaður bridgedeildar eldri borgara í Kópavogi um árbil. Fjölskylda Kona Garðars er María Elín Guðbrandsdóttir, f. 17.1. 1921, húsmóðir. Hún er dóttir Guðbrands Jón- assonar frá Sólheimum í Laxárdal og k.h., Guðrún- ar Jónsdóttur frá Hömr- um í sömu sveit. Stjúpsonur Garðars er Helgi Eyjólfsson, f. 5.5. 1949, skrifstofumaður, bú- settur í Hafnarfirði, kvæntur Sveindísi Sveinsdóttur húsmóður og eiga þau tvö böm. Börn Garðars og Maríu Elínar eru Dagur Garðars, f. 29.9. 1954, framkvæmdastjóri, búsettur í Hafn- arfirði, kvæntur Guðrúnu Sigurðar- dóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm; Guðrún Garðars, f. 10.12.1956, sölumaður, búsett í Reykjavík og á hún einn son; Margrét Garðars Mölk, f. 11.9.1958, húsmóðir í Þýska- landi, gift Rúnari Mölk tölvufræð- ingi og eiga þau þrjú böm; Guð- brandur Garðars, f. 18.8. 1962, húsasmiður í Garða- bæ, kvæntur Helgu Krist- insdóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm; Sig- urður Garðars, f. 3.1. 1964, húsasmiður í Reykjavík, en sambýlis- kona hans er Sigrún Pét- ursdóttir verslunarmað- ur og eiga þau tvo syni. Systkini Garðars: Davíð, sem nú er látinn, bif- reiðasali í Reykjavík; Anna, húsmóðir í Kópa- vogi, nú látin; Marinó, dó ungur; Halldór (Gunnar Dal), skáld og rit- höfundur í Reykjavík; Guðmann, verslunarmaður i Reykjavík; Soffla, húsmóðir í Reykjavík; Jón vélstjóri, búsettur á Hvammstanga; Bjöm verkamaður, búsettur á Hvamms- tanga. Foreldrar Garðars voru Sigurður Davíðsson, b. og síðar kaupmaður á Hvammstanga og Norðurbraut, og k.h., Margrét Halldórsdóttir hús- móðir. Ætt Sigurður var sonur Davíðs, b. í Syðsta-Hvammi, sonar Jóns stúd- ents Ambjörnssonar og Marsibilar Jónsdóttur. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sigurðardóttir verts frá Hörgshóli, Árnasonar. Margrét var dóttir Halldórs, húsa- smiðs á Fáskrúðsfirði, Stefánsson- ar, prests á Kolfreyjustað, Jónsson- ar, prests og skálds á Hjaltastað, Guðmundssonar. Móðir Stefáns var Margrét, systir Einars, afa Einars Benediktssonar skálds. Margrét var dóttir Stefáns, prests í Sauðanesi, bróður Hálfdánar, langafa Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Stefán var sonur Einars, prests á Sauða- nesi, Ámasonar, og Margrétar Lár- usdóttur, systur Jórunnar, ömmu Jónasar Hallgrimssonar skálds. Móðir Margrétar Stefánsdóttur var Anna Vídalín, systir Reynistaðar- bræðra, en Benedikt, bróðir hennar, var langalangafi Sigurðar Nordal. Garðar verður að heiman á af- mælisdaginn. Garðar Sigurðsson. Viðar Hannesson Viðar Hannesson, húsasmíða- meistari og innanhúsarkitekt, Eini- bergi 19, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Starfsferill < Viðar fæddist í Kópavogi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskóla Hafnaifjarðar, lærði húsa- smíði, lauk sveinsprófl í þeirri grein og öðlaðist síðan meistararétt- indi. Þá stundaði hann nám í innan- húsarkitektúr á Spáni og lauk próf- um í þeirri grein. Viðar starfaði við hönnun á Spáni en þar var hann búsettur í sjö ár. Hann kom frá Spáni 1992, stund- aði síðan almennar smíðar og hönn- un í flmm ár en hóf þ'á störf hjá Samskiptum. Hann starfar nú við hönnun og tölvuvinnslu. Fjölskylda Viðar kvæntist 10.5. 1997 Ellen Halldórsdóttur, f. 10.11. 1971, leik- skólakennara. Hún er dóttir Hall- dórs Þorvaldssonar, flísalagningar- meistara i Hafnarfirði, og Regínu Scheving sjúkra- liða. Synir Viðars og Ellen- ar era Halldór Viðarsson, f. 21.1. 1996; Davíð Kári Viðarsson, f. 18.9. 1998. Systkini Viðars eru Anna María Hannesdótt- ir, f. 19.8. 1955, skrifstofu- kona hjá RSÍ, búsett í Reykjavík; Óskar Hann- esson, f. 4.8. 1961, tölvu- fræðingur hjá Skímu, bú- Viðar Hannesson. settur í Reykjavík; Vil- borg Hannesdóttir, f. 28.12. 1962, eigandi og framkvæmdastjóri Báta- fólksins, búsett í Reykja- vík. Foreldrar Viðars eru Hannes Benediktsson, f. 10.5.1935, húsasmíðmeist- ari, búsettur í Kópavogi, og k.h., Borgþóra Gréta Óskarsdóttir, f. 19.8. 1938, röntgentæknir við Land- spítalann. Kjartan Lárus Pálsson Kjartan Lárus Páls- son, fararstjóri og blaða- fulltrúi, Nóatúni 24, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Kjartan er fæddur í Keflavík og ólst þar upp og í Reykjavík. Að loknu almennu námi stundaði hann sjómennsku og sigldi þá m.a. á íslensk- um og erlendum kaup- skipum. Eftir að Kjartan kom í land stundaði hann akstur, m.a. akstur leigubifreiða og lengi akstur hjá SVR. Hann hóf störf sem íþróttablaðamaður við Tímann en starfaði síðan sem blaðamaður við Visi og síðan DV eftir sameiningu. Hann var lengst af við íþróttir en einnig almenna blaða- mennsku síðustu ár. Kjartan réðst sem blaða- fulltrúi og yfirfararstjóri hjá Samvinnuferðum- Landsýn 1986, en hafði þá í nokkur sumur starf- að sem fararstjóri í Hollandi og á hinrnn ýmsu stöðum á Spáni. Kjartan hefur starfað mikið að félagsmálum, mest þó fyrir golfiþrótt- ina. Hann var m.a. lands- liðseinvaldur í golfi í mörg ár og sá um og stjómaði rekstri Golfklúbbs Ness á Seltjarnamesi. Hann er nú formað- ur Einherjaklúbbs kylfinga. Fjölskylda Kona Kjartans er Jónína S. Kristófersdóttir, f. 12.10. 1942, hús- móðir. Hún er dóttir Kristófers Jónssonar frá Galtarholti í Borgar- firði og k.h., Guðbjargar Jónsdótt- ur, húsmóður. Systkini Jónínu era Guðbjörg, Sigríður og Ingólfur, en hálfbróðir, sammæðra, er Jón Þór- arinsson. Börn Kjartans og Jóninu eru Dagbjört Lilja, f. 19.4. 1961, félags- ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, bú- sett í Reykjavík, gift Vigni Jónssyni byggingatæknifræðingi og era böm þeirra Helgi Gunnar og Nanna Lára; Jón Bergmann, f. 15.7. 1967, myndlistarmaður og fararstjóri, bú- settur í Reykjavík en kona hans er Guðrún Vera Hjartardóttir mynd- listarmaður. Alsystir Kjartans er Herborg María, f. 10.9. 1942, húsmóðir í Reykjavík. Bróðir Kjartans, sammæðra, er Siguður Páll Tómasson, f. 3.11.1950, verkamaður í Reykjavík. Foreldrar Kjartans: Sigurður Páll Ebeneser Sigurðsson vélstjóri, f. 29.10. 1917, fórst með mb. Geir frá Keflavík 9.2. 1946, og Ingibjörg Bergmann, f. 30.9. 1921, d. í júní 1999, húsmóðir. Eiginmaður hennar var Skúli Sigurbjömsson, leigubif- reiðarstjóri á Hreyfli, en hann er látinn. Ætt Faðir Sigurðar Páls Ebenesers var Sigurður Páll Ámason, b. í Skáladal, Sigurðssonar, b. á Læk Sigurðssonar. Móðir Áma var Ingi- björg Jónsdóttir og móðir Sigurðar Páls var Herborg Ebenezersdóttir, b. í Fm'ufirði, Sigurðssonai’. Móðir Sigurðar Páls Ebenesers var Lilja Torfadóttir. Kjartan er við störf á Spáni þessa dagana. Kjartan Lárus Pálsson. Á nýlagðri klæðingu þarf að draga verulega úr ferð og sýna mikla tillitssemi. ú ^lpítuun UMFERÐAR RÁÐ X 5 Til hamingju með afmælið 6. október 90 ára Margrét S. I. Sigurðardóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Valgerður Pálsdóttir, Kálfafelli la, Kirkjubæjar- klaustri. 80 ára Jónas Halldór Haralz, Efstaleiti 12, Reykjavik. Þorsteinn Ólafsson, Bugðulæk 12, Reykjavík. 70 ára Guðrún Kristjánsdóttir, Dvergaborgum 8, Reykjavík. 60 ára Ester Karlsdóttir, Víkurbraut 36, Grindavík. Guðrún E. Kjerulf, Laugarnesvegi 94, Reykjavík. Ingunn Hilmarsdóttir, Bakkakoti 1, Kirkjubæjar- klaustri. Sigurður Vilhjálmsson, Vitabraut 11, Hólmavík. vörubifreiðarstjóri. Eiginkona hans er Aðalheiður Rafnarsdótt- ir en dóttir þeirra Bryndís, sem verður fertug þann 8.10. nk. í tilefni afmælanna taka þau á móti gestum á Café Riis í Hólma- vík fóstudaginn 8.10. milli kl. 21.00-24.00. Sigurlaug R. Friðgeirsdóttir, Ásvegi 10, Dalvík. 50 ára Alma Þorláksdóttir, Meðalholti 6, Reykjavík. Ásta Dóra Valgeirsdóttir, Hafnargötu 12, Hellissandi. Elínborg Elbergsdóttir, Grundargötu 27, Grandarfirði. Elsa Hafsteinsdóttir, Holtsgötu 43, Njarðvík. Hákon Helgason, Borgarhlíð 6c, Akureyri. Jón Ingi Einarsson, Skúlabraut 4, Blönduósi. Kristinn Ásgrímsson, Háaleiti 23, Keflavík. Kristín Einarsdóttir, Bessastöðum, Hvammstanga. 40 ára Ari Jaakko Nyysti, Tómasarhaga 41, Reykjavík. Ásmundur Eiríksson, Heimahaga 8, Selfossi. Guðrún B. Ragnarsdóttir, Bröttugötu 5, Vestmannaeyjum. Guðrún Kristmannsdóttir, Langeyrarvegi lla, Hafnarfirði. Ingólfur Hafsteinsson, Brekkubraut 15, Akranesi. Kristín Sóley Árnadóttir, Skarðshlíð 30e, Akureyri. Kristján Guðmundsson, Bollatanga 2, Mosfellsbæ. Magnhildur Hjörleifsdóttir, Unufelli 46, Reykjavík. Matthildur Skaftadóttir, Eyjabakka 4, Reykjavík. Ólafur Árni Traustason, Stekkjarhvammi 32, Hafnarfirði. Sigurlaug Jónsdóttir, Starrahólum 10, Reykjavík. / jjrval - 960 síður á ári - fróðleikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árumsaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.