Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 4
flutningar MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 JS3"V Fólkið í flutningunum: Hvernig er í vinnunni? Jóhann Bragi Egilsson, drátt- arbílstjóri hjá ET, eða Einari og Tryggva, var að taka upp vel fullan og í það minnsta 22 tonna þungan gám af karfa við Faxamarkaðinn. „Það getur verið svolítið þreytandi og leiðinlegt að keyra svona stóra bfla hér um miðbæinn. Það er voða Irtið tillit tekið til okkar í allri þessari umferð. Ég er þó ekki búinn að vera í þessu nema fjóra mánuði," sagði kapp- innn og vippaði sér um borð í trukkinn. Einar Jónsson, lagermaður í því allra helgasta hjá TVG- Zimsen, sjálfri brennivíns- geymslunni, var að lyfta stóru vörubretti af áfengi efst úr staflanum í geymslunni. „Þetta er ágætt, við förum varlega með brettin og það kemur mjög sjaldan fyrir að við missum eitthvað niður. Við freistumst heldur ekkert til að opna áfengiskassana sem þó eru hér í stórum stæðum, enda erum við að vinna í þessu umhverfi allan daginn,“ sagði Einar sem var greinilega vanur að fást við þessar viðkvæmu vörur. Gunnlaug Gissurardóttir og Auður Héðinsdóttir hjá Aðal- fíutningum í Héðinsgötu: „Við erum vanar þessu um- hverfi og bflstjórarnir eru ágætir. Þeir mega eiga það, greyin, að þeir eru góðir við okkur,“ sögðu þær einum rómi og héldu áfram að sortera farmskjöl fyrir bílana sem áttu að leggja af stað síðdegis út á land með full- fermi af vörum. Trukka- og rallökumaður á bak við skrifborð: Ein og hálf ferð til tunglsins - er vegalengdin sem Páll Halldórsson lagði að baki sem bílstjóri Páll Halldórsson, sölu- og þjónustufulltrúi hjáVöruflutningamiðstöðinni. Páll Halldórsson, sölu- og þjónustu- fulltrúi hjá Vöruflutningamiðstöð- inni, er trúlega þekktastur í dag fyrir rallakstur sinn þar sem hann náði sínum fyrsta íslandsmeistaratitli i fyrra. Hann hefur þó talsvert komið við stjóm heldur stærri farartækja, því tvítugur að aldri, árið 1984, hóf hann að aka flutningabil hjá Ármanni Leifssyni í Bolungarvík. Þar ók hann nær samfellt í sex ár og síðan aftur í eitt og hálft ár. „Það voru um níu hundmð þúsund kílómetrar sem ég ók á þessum árum,“ sagði Páll, en það samsvarar nærri einni og hálfri ferð til tunglsins (fjarlægð tungls frá jörðu er 384.400 km). Nú situr Páll á bak við skrifborð og er að mestu hættur trukkaakstrin- um. „Þetta þótti erfitt á þessum ámm, en það var enn erfiðara hjá þeim sem voru á undan mér eins og Ármanni Leifssyni, Gunnari Péturssyni og Eb- enezer Þórarinssyni. Það tók þá kannski vikuna að fara einn túr vest- ur á firði. Þróunin í þessari grein kemur eig- inlega í tröppum. Fyrst eru það frum- kvöðlamir, síðan við strákarnir sem byrjuðum að keyra þegar vegurinn opnaðist allt árið um kring. í dag er þetta allt annað dæmi, vegir em betri og bílarnir líka. Þá era vegalengdir alltaf að styttast, t.d. með tilkomu jarðganga. Á móti koma auknar kröf- ur um örari flutninga um allt land. Það er sama hvort staðurinn heitir Seyðisfjöröur eða Súðavík, það eru daglegar ferðir á þá alla. Gat ekki treyst á neinn nema sjálfan sig Þegar ég byrjaði vom miklu færri bílar á ferðinni. Maður varð bara að stóla á sjálfan sig. Ef maður keyrði t.d. út í kant og festist eða eitthvað annað kom fyrir varð maður kannski að bíða í nokkra daga þang- að til næsti bíll kom sem gat dregið mann upp. Það situr því trúlega mest í minningunni hvað maður var mikið einn í þessum ferðum og gat ekki treyst á neinn nema sjálfan sig. Þetta gaf manni auðvitað mikið til að byggja á varðandi framhaldið. Maður varð að hugsa vel um hvað maður var að fara út í. í þá daga skipti það mann þó engu máli hvar maður var staddur, eða hvort maður tepptist á Hólma- vík eða annars staðar. Nú eru við- horfin önnur, enda er maður kom- inn með fjölskyldu til að hugsa um.“ Breytt umhverfi Hér áður fyrr áttu trukkabílstjór- ar sér ákveðna samastaði í Reykja- vík. Múlakaffi var mjög vinsæll staður og þar hittust menn og ræddu um bUa, vín og konur. Skála- fell var líka vinsælt, en nú er þessi þáttur í trukkamenningunni að mestu aflagður. í dag er helst að hitta trukkabUstjóra í matsal stöðv- anna í Reykjavík, eins og hjá Vöm- flutningamiðstöðinni í hádeginu. Þangaö koma þeir flestir tU að borða og þá era kannski upp í 60 bU- stjórar i salnum í einu. Síðdegis þegar bUarnir em að leggja í hann er líka oft mikið um að vera og líf í tuskunum. Næturverðir veganna „í dag likjum við þessu starfi jafn- vel við næturvörslu," segir PáU. „Menn eru að mæta í vinnu á mUli þijú og fimm eftir hádegi og keyra svo í sina átta til tiu tíma og fara þá að sofa aftur. Meira að segja á lengri leiðunum, þar sem menn keyra kannski yfir 300 kílómetra að kvöldi, lesta bílstjóramir ekki einu sinni bU- ana sína sjálfir. Þeir mega það hrein- lega ekki, það eru komnar svo strangar reglur, eins og svoköUuð vökulög. Starf trukkabílstjórans hef- ur þvi breyst heUmikið og mesti sjarminn farinn af því, eins og sumir segja. Eflaust er þetta mun mannvænna en áður var, en á móti kemur að maður gerir ekkert annað en keyra bílinn. Bílstjórarnir eru eiginlega aldrei í sambandi við kúnnana. Það er samt mikiU félagsskapur á miUi bUstjóra þó það hafi líka breyst með tilkomu farsímanna. Nú heyrast menn ekki i gegnum talstöðvamar í eins miklum mæli og áður. Nú tala bara tveir og tveir saman í gegnum GSM. Það em þó ákveðnir staðir við þjððveginn þar sem bUstjórar stoppa til að fá sér að borða og spjaUa sam- an. Hyman í Borgamesi er mjög vin- sæl enda er aðkoman fyrir trukkana þar mjög góð. Þetta er Uka miðsvæð- is og þaðan tvístrast bUstjóramir, vestur, norður og suður. Norðan- mennimir stoppa líka mikið í Staðar- skála í Hrútafirði en Ferstikla í Hval- firði er alveg dottin út - það fara aU- ir um göngin. Ferstikla var kvöld- matarstaður bílstjóranna áður en Hvalfjarðargöngin komu. Það þótti temmUegt að stoppa þar þegar lagt var af stað úr Reykjavík um klukkan fimm eða hálfsex. Þá stoppuðu menn kannski aftur í kvöldkaffi í Staðar- skála áður en haldið var af stað að nýju út í nóttina. Á hverju ári er haldin árshátíð flutningabústjóra af öUu landinu þar sem saman koma um 300 manns. Bara á þessari stöð em t.d. 110 bílstjórar. GSM í stað Gufuness Talstöðin eða Gufunesradíóið er nánast búið að vera sem samskipta- tæki trukkabílstjóra. Áður fyrr þurftu menn að kaUa í Gufunesradíó tU að panta samtal við konuna og þá gátu aUir hlustað á, hvort sem menn voru fyrir austan, norðan, sunnan eða vest- an. Þá vora oft margir í loftinu í einu. Nú em það bara „gemsarnir". Sumir bUstjórar, eins og á ísafjarðarleiðinni, em þó með CB-talstöðvar sem draga stutt en notaðar era tU að spjaUa sam- an t.d. í ófærð og þá spara menn sím- ann á meðan. En það er mikið talað í GSM-símann í dag og reikningamir geta verið háir,“ segir PáU sem er nær alveg hættur að keyra trukkana en grípur þó inn í ef á þarf að halda. Þannig handleggsbrotnaði einn bU- stjóri í fyrra og PaUi vippaði sér þá bara um borð og keyrði bUa á ákvörð- unarstað austur á firði. „Ég hef voða gaman af þessu, en ég held að ég myndi þó ekki nenna að starfa við þetta í dag,“ sagði PáU HaUdórsson skömmu áður en hann lagði af stað í úrslitarallkeppni sumarsins, ásamt aðstoðarbUstjóranum Jóhannesi Jó- hannessyni. -HKr. I—---------------:--------:----s-- Páll Halldórsson rallökumaður ásamt aðstoðarbílstjóra sínum í rallinu, Jó- hanni Jóhannessyni. Reykjavíkurhöfn <.--------------------->■ Öflug viðskipta- og þjónustumiðstöð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.