Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 6
' mm flutningar MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 JjV Mikið um fasta viðskiptavini hjá sendibíl!;tjórum Geta verið 20 ár í sama túrnum - segir Sigurður Sigurjónsson hjá Greið^ Þegar fólksbílastöðin Steindór hætti starfsemi sinni í Hafnar- strætinu í Reykjavík varð nokkur eyða í þessum þjónustugeira. Upp úr því spratt nýtt fyrirbrigði, Greiðabílar hf., sem stofnað var 1. janúar árið 1985. Fyrirtækið sinnti í upphafí bæði flutninginn á fólki og vamingi, aðallega með litlum sendibílum, eða svokölluð- um bitaboxum eða skutlum. Sig- urður Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Greiðabíla, segir að starfsemin hafi í upphafi verið á Steindórsplaninu og sló þá oft í brýnu með þeim og bílstjórum leigubílastöðvanna. Gekk það svo langt að aðfarir voru gerðar að litlu sendibílunum af leigubíl- stjórum sem töldu bílstjóra bita- boxanna vera að brjóta lög með því að flytja farþega til jafns við annan flutning. Endaði þetta með málaferlum sem bílstjórar Greiða- bíla unnu reyndar fyrir Hæsta- rétti. Sigurður segir að það hafi síðan gerst að starfsemi fyrirtæk- isins hafi þróast frá farþegaflutn- ingunum og nánast alfarið yfir í hefðbundinn sendibílaakstur. í dag hefur stöðin á sínum vegum tæplega hundrað sendibíla af öll- um stærðum og gerðum í beinni samkeppni við aðrar sendibíla- stöðvar. Mikið er að gera og frem- ur vantar sendibíla en hitt, að sögn Sigurðar. Sigurður segir að sendibílaakst- urinn sé mjög ólíkur leigubíla- akstrinum. Dæmi séu um að sendibílstjórar komi nánast aldrei inn á stöð heldur séu í stöðugri vinnu fyrir fasta við- skiptavini. Leigubílstjórinn er hins vegar alltaf að aka nýjum viðskiptavini. „Menn geta því verið i 20 ár í sama túmum,“ seg- ir Sigurður Sigurjónsson. -HKr. Sigurður Sigurjónsson framkvæmdastjóri segir þjónustu Greiðabíla hafa þróast alfarið frá farþegaflutningum. Meiri hagkvæmni í flutningum 30% léttari Vesturhrauni 3-210 Garðabæ Símar: 544 8383 og 899 9814 Fax: 544 8384 s c c ÍO -c £ Létti r fyrir farmflytjendur íslensk hönnun og framleiðsla á flutningakössum Art-X er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á tréfjaplasteiningum. Við bjóðum upp á flutningakassa á allar stærðir flutningabíla og sendibíla. Með nýrri hönnun og nýrri efnatækni getum við boðið upp á léttari og sterkari flutningakassa en áður hefur þekkst. Starfsmenn okkar sem búa yfir 20 ára reynslu í hönnun og smíði úr trefjaplasti eru reiðubúnir að uppfylla þínar óskir. Guðmundur Halldórsson: hans þræðir liggja um allan heim. Millilandaflutningar: Meira flutt með flugi en áður - samfara lækkandi farmgjöldum Guðmundur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri BM-flutninga, segir að starfsemi fyrirtækisins hafi vaxið ört á síðustu árum. í dag starfa um 30 manns á afgreiðslu fyrirtækisins við Holtabakka í Reykjavík en þar voru ekki nema fjórir fyrir fimm árum. Það sem breyst hefur á flutningum á milli íslands og útlanda er helst að lækk- andi verð á flugflutningum hefur gert það að verkum að stærri sendingar fara með flugi en áður. „Þannig voru menn hér áður að senda mest 10 til 40 kg með flugi en annað fór með sjóflutningum. Nú er ekki óalgengt að teknar séu 500 kílóa sendingar með flugi vegna þess að það er einfaldlega ódýrara, fyrir utan hag- ræðinguna af fljótari flutningum. Menn eru því að færa sig mun meira yfir í flugið en áður,“ segir Guðmund- ur. BM-flutningar er einnig með skrif- stofu í Rotterdam og var fyrsta ís- lenska flutningsmiðlunarfyrirtækið til að opna slíkt útibú erlendis. Fyrir- tækið er í eðli sínu hreinræktuð flutn- ingamiðlun og býður upp á þrjá meg- inmöguleika í flutningum til og frá ís- landi. Þar er um að ræða hraðsend- ingarþjónustu með flugi sem gefur möguleika á að vara sem pöntuð er er- lendis frá fyrir hádegi í dag er komin í hendur viðskiptavinarins hér á landi fyrir hádegi á morgun. Þá eru svokallaðar safnsendingar með flugi sem taka tvo til þrjá daga og síðan sjó- flutningar sem taka viku til tíu daga eftir því hvaðan varan kemur. „BM-flutningar eru í raun flugfélag án flugvéla og skipafélag án skipa. Við flytjum með öllum þeim aðilum sem fljúga til og frá landinu. Þannig nýt- um við okkur t.d. lestarrými hjá Flug- leiðum, íslandsflugi, Cargolux og Atl- anta. Innflutningurinn í lofti er enn talsvert meiri en útflutningurinn en síðamefndi þátturinn hefur farið ört vaxandi síðustu misserin. Þar er mik- ið um að ræða tækjabúnað sem verið er að flytja til útlanda. Það er mjög gaman að taka þátt í þessari uppbygg- ingu og vera að skapa eitthvað nýtt,“ segir Guðmundur Halldórsson. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.