Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 8
*mw flutningar MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 DV áhyggjur af roki annars staðar á leiðinni. Það er nokkuð algengt að maður verði að biða af sér veður, annaðhvort í Borgarnesi eða hér í Reykjavik. Slíkt kemur fyrir á hverjum vetri. IU veður á vetrum geta lika orðið í byggð ekkert síð- ur en á heiðunum á leiðinni. Ég veit ekki hvor heiðin er þó verri, Öxnadals- eða Holtavörðuheiði. Það er sjcildan sama veður á þeim báðum í sömu ferðinni." Er alveg hætt að keyra Hval- fjörðinn? „Það er úr sögunni með til- komu jarðganganna. Það er rétt einstöku sinnum að maður fer fjörðinn. Ég held að ég sé búinn að fara þrisvar fyrir fjörðinn síð- an göngin voru opnuð. Þau stytta leiðina og ég held að það sé raun- hæft að tala um 30 til 35 mínút- ur.“ Alltaf fundist betra að keyra á veturna - Er ekki bölvað puð að keyra þetta ef mikið þarf að keðja? “Það getur auðvitað verið ef eitthvað er að færð. Það kemur fyrir að leiðin er seinfarin vegna hvassviðris og hálku. Þegar litið er yfir árið í heild hefur mér samt alltaf fundist betra að keyra á vet- urna. Flest ef ekki öll árin hafa komið langir stillukaflar á vetr- .um þar sem mjög gott hefur verið Baldur Ragnarsson við Volvo F-16 trukkinn sem hann er búinn að vera á í eitt ár. Bíllinn er árgerð ‘90 og búið er að keyra hann 800 þúsund kíiómetra. DV-myndir Hörður að keyra og aldrei neitt að veðri eða færð. Þá er þetta að mörgu leyti miklu þægilegra. Það eru stillur og frost og þá er besta keyrsluveðrið. Minni hiti, minni umferð og minna ryk, sérstaklega Betra að keyra á veturna - segir Baldur Ragnarsson, 65 ára flutningabílstjóri frá Akureyri Hann Baldur Ragnarsson, flutn- ingabílstjóri frá Akureyri, er enn að þó hann sé orðinn 65 ára að aldri. Hann hóf aö aka á milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur 1974 en margt hefur breyst frá þeim tíma. „Ég byrjaði að aka hérna á milli 1974. Það hefur allt breyst al- veg rosalega mikið síðan þá. Það eru bæði vegirnir, bilarnir og öll vinnuaðstaðan sem er orðin gjör- ólík. Fyrsti bíllinn sem ég keyrði á þessari leið var átta ára gömul Scania. Þá var ég áður búinn að vinna við akstur í tíu ár fyrir norðan. Nú ek ég á ‘90 módeli af Volvo F-16 sem búið er að keyra 800 þúsund kílómetra." Fimmtán tíma yfir Holtavörðuheiði - Hefur þú aldrei lent í hrakn- ingum á þessum tíma? „Það er nú ótrúlega lítið og ég hef áður sagt það að mér finnast ferðimar ákaflega líkar hver annarri. Það er nú oft svo að ferð- in í gær er gleymd í dag. Svo er auðvitað ein og ein ferð sem stendur upp úr í minningunni. Maður hefur t.d. verið 15 tíma á leiðinni yfir Holtavörðuheiði og tæplega 12 tíma yfir Öxnadals- heiðina. Þá var það snjór og veð- ur sem tafði forina. Þetta með Holtavöröuheiðina var þannig að maður lagði af stað úr Reykjavík að morgni til en komst ekki í Staðarskála fyrr en klukkan tvö um nóttina. Þaðan var ekið á Blönduós þar sem haldið var til næsta dag allan - í biðstöðu eftir mokstri." - Sofa menn þá í bílunum þegar slíkt kemur upp á? „Það var nú allur gangur á því. Það var sérstaklega hér áður og fyrr en i dag er maður nánast al- veg hættur því. Þetta er orðið svo breytt, nú rennir maður þetta á svona fimm og hálfum til sex tím- um á milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Það finnst mörgum það ótrúlegt en ég hef aldrei verið lengur en tuttugu tíma hér á milli með þvi þó að vera aldrei alveg stopp. Maður hefur þó lent í því nokkrum sinnum að gista tvær til þrjár nætur vegna ófærðar. Þegar ég byrjaði að keyra hér á milli voru um 20 flutningabílar að keyra þessa leið. Bílarnir sjálfir báru álíka mikið og þeir gera í dag en nú eru komnir aftanívagnar sem taka svipað og bílamir sjálfir. Bílarnir fóm að breytast til batn- aðar upp úr 1970 og aftur varð bylt- ing í þeim efnum árið 1995. Það sem hefur þó breytt mestu í þessu stóirfi er vegimir." Bíða af sér hvass- viðrið í Borgarnesi - Er einhver vegarkafli verri en Gunnar Guðmundsson hi Baldur við vörubretti sem bíður lestunar á afgreiðslunni í Reykjavík. Dugguvogi 2, símar 581 4411, 581 4410, fax 588 8275 annar á þessari leið? „Það getur nú verið hvar sem er á leiðinni, það fer bara eftir veðri og færð. Hvassast verður hér á milli Borgarness og Reykja- víkur. Maður þarf sjaldan að hafa meðan malarvegirnir voru. Þetta átti því kannski enn frekar við hér áður fyrr. Nú eru hins vegar nokkur ár siðan bundið slitlag var komið á alla leiðma til Akur- eyrar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.