Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 9
X>V MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 flutningar - Ertu alltaf einn að keyra? „Mjög oft er maður einn. Stund- um kemur þó fyrir að maður tek- ur farþega með sér. Það getur ver- ið einhver kimningi manns en það er minna um að fólk óski eft- ir því að koma með. Það er svo mikill hraði á öllu og samgöngur mun greiðari en áður voru. í dag fara tvær rútur norður tvisvar á dag og svo er flug á tveggja eða þriggja tíma fresti." Þetta er eins og hver önnur vinna. Verðurðu aldrei leiður á akstrinum? „Ég fer minnst tvær ferðir á viku og ég held að þetta sé ekki verra en hvað annað. Áður en ég byrjaði í þessu fór ég í fjós á hverjum degi svo þetta er bara eins og hver önnur vinna. Maður fer úr Reykjavik yfirleitt á milli kl. sex og sjö síðdegis. Ef ekkert er að gera á leiðinni, losa eða lesta, bara hrein leið til Akureyr- ar, þá er þetta ósköp þægileg sex tíma ferð. Maður tekur matartíma á leiðinni og stoppar þá gjaman í Staðarskála. Þá hittast Norður- leiðarbílstjóramir og þar er mik- ið spurt og spjallað, sérstaklega á vetrurna. Aðalumræðuefnið er þá veðrið og færðin.“ Fer enn á Múlakaffi - Hvað um samastaði bilstjóra I Reykjavík, eins og Múlakaffi hér áður fyrr? „Það er voðalega mikið að minnka. Það em þó enn nokkrir sem koma þangað. Það er mjög lít- ið um að bílstjórar séu í bænum aukanótt. Það er venjulega komið að kvöldi og farið aftur næsta dag. Svo er hér á stöðinni bæði matur og kaffi. Þeir sem halda til í Reykjavik yfir nóttina fara þó sumir út í bæ í mat og þá kannski nokkrir á „Múlann“. Ég geri það til dæmis enn.“ - Er góð samvinna við aðra flutningabílstjóra á vegunum? „Hún hefur alla tíð verið mjög góð. Það er sama hvort um keppi- Sendibílar Almenningur kunni vel að meta þjónustu Sendibílastöðvarinnar hf. Var til þess tekið að sendi- bílstjórarnir stóðu við kjörorð sitt: „Bílstjórarnir aðstoða". í hálfa öld Basl og reddingar Innflutningur bíla og varahluta var háður leyfum stjórnvalda og mat ráða- og valdsmanna á bílarekstri var iðulega ekki í samræmi við raunveruleikann. Menn voru að keyra úr sér gengna skrjóða og var „eilrft basl og reddingar" að útvega varahluti. Eftir því var gengið að menn hefðu bíla sína í góðu ástandi og 13. mars árið 1952 var kosin þriggja manna nefnd til að fylgja málinu eftir með eftirfarandi að leiðarljósi: „Sjá um að bifreiðar stöðvar- innar séu ætíð í sem bestu lagi og Irti vel út. Vanræki bifreiðar- eigandi að halda bifreið sinni í forsvaranlegu lagi er eftirlits- nefnd heimilt að banna að sú bifreið sé send í lengri túra og jafnvel víkja honum frá akstri á stöðinni.“ Prjónamálið Hver bílstjóri á stöðinni hafði sitt númer og var þeim raðað á prjón og réð röðin þar hver færi í næsta túr. Það varð þó stundum að ágreiningsefni ef einhver fór af stöðinni í einka- erindum og grunur lék á að við- komandi færi í túr „utan við prjóninn". Á síðari árum varð „prjónninn" tölvuvæddur en þó var hann áfram umdeildur. Sjá næstu opnu > nauta er aö ræða eða ekki. Það er rétt eins og Bjarni Gunnarsson, kollegi minn, sagði í DV fyrir skömmu: „Það eru allir bestu vin- ir úti á vegunum," sagði Baldur Ragnarsson Qutningabílstjóri. Eittafmeistaraverkum völkswagen e, Verð erfrá kr. 1.011.244.- án vsk. Volkswagen Transporter er mest seldi sendibill á Islandi árið 1996. Verð erfrá kr. 1.380.755.- án vsk. LT 35 með háu þaki er 10,4 rúmmetrar með læstu drifi. Verð á háþekju er kr. 2.445.783.-án vsk Ný kynslóð VW Golf, eins vinsælasta fólksbils allra tíma, nú glæsilegri en nokkru sinni fyrr Verð er frá kr. 1.176.706.- án vsk. Þær eru margar góðar stundimar sem fólk hefur átt i Caravetie hópferðabílnum. Verð er frá kr. 2.468.000.- með vsk. Transporter Double Cab eru ódrepandi vinnuþjarkar sem aldrei gefast upp. Verð er frá kr. 1.582.329.- án vsk. Stuttur, gluggalaus, 4x4 TDi. Verð er frá kr. 1.886.746.- án vsk. Volkswagen Polo er snöggur og lipur bill sem kemur sífellt á óvart. Verð er frá kr. 825.702.- án vsk. Volkswagen Oruggur ó alla vegu! HEKLA Transporter háþekjanhéntar þeim sem þurfa meira rými fyrir vömr. Verð erfrá kr. 1.705.220.- án vsk. www.hekla.is ■ijorustti ó nýrri ölri!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.