Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 18
132 WWBS flutningar MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 UV WG-ZIMSEN: Fjölþætt starfsemi við Héðinsgötuna - flutnings- og vörugeymslulager, banki, flugfragt, skipaþjónusta og tollur á sama stað Að Héðinsgötu 1-3 í Reykjavík starfrækir TVG-ZIMSEN þjónustu- miðstöð fyrir inn- og útflytjendur á tæplega 25.000 fermetra lóð. Fyrir- tækið veitir þar alhliða flutnings- miðlunar- og vörugeymsluþjónustu. Þjónustumiðstöðin er rekin i , nánu samstarfi við aðila sem bjóða upp á tengda þjónustu, s.s. banka, toll, skipa- og flugfélög. Þannig hafa bæði fragtdeild Flugleiða og Cargo- lux alla skrifstofu- og vöruhúsaað- stöðu sína í húsnæði TVG-ZIMSEN. Þá er Landsbanki íslands með útibú á staðnum, auk þess sem tollgæslan hefur aðstöðu á svæðinu en þar má líka finna gríðarmikinn áfengisla- ger. Markmiðið með rekstri þjónustu- miðstöðvarinnar er, að sögn Bjarna Hjaltasonar markaðsstjóra, að byggja upp afburðaþekkingu á flutn- ingatengdri þjónustu, rekstri toll- vörugeymslu og frisvæðis sem gerir fyrirtækinu kleift að vera leiðandi á sínu sviði. * „Flutningaþjónustan byggist á áralangri reynslu og hæfu starfs- fólki sem hefur metnað til að veita faglega og góða þjónustu. Þá höfum við byggt upp mjög öflugt net er- lendra samstarfsaðila. Net þetta tryggir að við getum á skjótan og hagkvæman hátt veitt inn- og út- flytjendum heildarlausn varðandi flutningsmál þeirra,“ segir Bjarni. „Meðal samstarfsaðila okkar eru DFDS / Dan Transport, Kuhne & Nagel, Pelican Cargo, Malenstein Air, Gelders Spetra, Ambrosio, Union Transport, Expeditors, United Parcel Service (UPS). Allt eru þetta fyrirtæki sem eru framar- lega á sínu sviði, t.d. má nefna að UPS er stærsta hraðsendingafyrir- tæki heims. Það er með skrifstofur í rúmlega 200 löndum, hjá því starfa rúmlega 330.000 starfsmenn og fyrir- tækið afhendir daglega um 12-14 milljónir sendinga um allan heim. Þá hefur UPS hefur tekið á leigu hérlendis flugvél af gerðinni Metro og annast hún beint flug til og frá Reykjavík með hraðsendingar fé- lagsins." Geymsluþjónusta fyrirtækisins byggist á fjölbreyttum geymslu- möguleikum á frísvæði og í toll- vörugeymslu. Boðið er upp á marg- ar tegundir geymslumáta, s.s. úti- geymslu, kalda geymslu, frostfría geymslu, hitastýrða geymslu o.s.frv. Kostnaður hvers geymslumáta er mismunandi og smæsta eining í geymslu er eitt bretti. Auk geymslu- þjónustunnar er boðið upp á ýmsar hliðarþjónustu, s.s. tiltekt pantana og dreifmgu þeirra, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og út á land. Þá hefur að sögn Bjama verið lögð áhersla á að þróa vöruflæðis- þjónustu (logistic service) með góð- um árangri. Meðal þeirra fyrirtækja sem kaupa slíka þjónustu era Globus, Rolf Johansen & Co„ Her- balife Int. og NuSkin. „Samningur Herabalife og NuSkin við TVG-ZIM- SEN gengur út á að við veitum þeim alhliða þjónustu varðandi vöru- flutninga, vörugeymslu, tiltekt vara, afhendingu og dreifingu þeirra,“ segir Bjami og bætir við: „Þannig gerum við vörugeymsluþjónustu okkar að áhugaverðum valkosti, óháð því hvort varan beri há að- flutningsgjöld eða ekki.“ -HKr. Bjarni Hjaltason, markaðsstjóri TVG-ZIMSEN, við áfengisbretti í gríðarmiklum áfengislager fyrirtækisins við Héðins- götuna í Reykjavík. Vöruflutningar á landi: Einyrkjarnir lifa enn - þrátt fyrir landflutninga stóru skipafélaganna ákveðnir i að gefa ekkert eftir. Nú sé verið að leita að lóð undir vax- andi stcirfsemi fyrirtækisins í Reykjavík. Hann segir fyrirtækið tengjast vel sendibilaþjónustunni i höfuðborginni. Þar njóti menn samstarfs við sendibílastöðina Þröst sem er jafnframt hluthafi í Aðalflutningum. Segir Sveinn að Aðalflutningsmenn séu því hvergi bangnir, enda njóti þeir mikillar velvildar fólks sem óttast fá- keppni stóru félaganna í þessari grein. Lóðaleitin sem Sveinn talar um beinist helst, samkvæmt heimild- um DV, að stórri lóð við Héðins- götu. Ef sú lóð fæst er líklegt að sendibílastöðin Þröstur, sem nú býr við þröngan húsakost í Síðu- múla 10, fái þar einnig aðsetur fyrir sína starfsemi. -HKr. Útgerð flutningabíla hér á landi á sér nokkurra áratuga hefð. Frumkvöðlarnir í þessari grein voru einyrkjar sem síðar samein- uðust undir merkjum ákveðinna stöðva, eins og Vöruflutningamið- stöðvarinnar og Landflutninga. Stöðvarnar voru þá i eigu bílstjór- anna sem áfram voru þó sjálf- stæðir rekstraraðilar. Á þessum áratug sem nú er að líða gerðist það svo að stóru skipafélögin fóru að seilast til áhrifa í landflutningum á vörum, enda var þróunin greinilega sú að flutningarnir voru að flytjast frá skipum yfir á bíla. Endaði sú rimma með þvl að Eimskip keypti Vöruflutningamiðstöðina og Sam- skip keyptu Landflutninga. Um leið afsöluðu flestir flutningabíl- stjóranna rekstrarsjálfstæði sínu og runnu fyrirtæki þeirra inn í dótturfélög skipafélaganna. Til voru þó nokkrir aðilar sem ekki voru tilbúnir að afsala sér sjálf- stæðinu og héldu áfram einyrkja- útgerðinni. Meðal þeirra voru HSH flutningar í Vestmannaeyj- um. Þeir ásamt 5 öðrum flutn- ingaaðilum, sem áður höfðu flest- ir verið á gömlu stöðvunum, stofnuðu Aðalflutninga sem eru til húsa að Héðinsgötu 2 í Reykja- vík. Nú eru tíu sjálfstæðir flutn- ingaaðilar komnir að stöðinni sem keyra til staða vítt og breitt allt í kringum landið. Stjórnarformaður Aðalflutn- inga er Sveinn Henrýsson hjá HSH-flutningum í Vestmannaeyj- um. Segir hann rekstur stöðvar- innar ganga mjög vel. Baráttan við stóru félögin sé vissulega hörð en þeir hjá Aðalflutningum séu i ,f[utningar Alhliða flutningar og verktakavinna >f(utnin£ar Upplýsingar í símum 868 006 og 893 6625. Gerum föst verðtilboð. Þjónusta við flutningaaðila: Vöru- og hjóla- stólalyftur frá Borgarnesi Mikil þjónusta er í kringum flutningafyrirtæki hér á landi og meiri en flestir gera sér grein fyr- ir. Fjölbreyttur búnaður er t. d. notaður í flutningastarfseminni og má þar nefna lyftur af ýmsum gerðum til að létta mönnum störf- in. Zepro vörulyftur fyrir vöru- og sendibíla eru með elstu slíkum tækjum á markaði hér og ekki annað að sjá en þær hafi staðið sig afar vel svo sem sjá má af aldri fyrstu lyftanna sem komu til landsins upp úr 1970 og eru enn í gangi. Á fyrstu árum Zepro á ís- landi voru lyfturnar fluttar inn af fyrirtækinu B.T.B. í Borgarnesi sem byggði flutningakassa á fjölda vörubíla og setti síðan lyft- ur á þá eftir að þær fóru að ryðja sér til rúms hér á landi. Vírnet h/f yfirtók rekstur B.T.B. árið 1992 og hefur haldið áfram sömu starfsemi og aukið áhersluna á lyfturnar í sambandi við þjónustu og varahluti. Algengustu lyfturn- ar eru með 750, 1.500 og 2.000 kg burðargetu. Auk þess eru til ýmsar aðrar sérgerðir af lyftum og margar gerðir palla, bæði í áli og stáli. í aðstöðu Vímets hf. í Borgar- nesi er varahlutalager og þjön- usta fyrir lyfturnar en auk þess er þjónusta í Reykjavík hjá K.H.G. Þjónustunni að Eirhöfða 14. Vír- net hf. kappkostar að eiga á lager alla þá hluti sem nauðsyn er á svo ekki þurfi að koma til stöðvunar á lyftum með tilheyrandi tekjutapi. Einnig er Vírnet hf. með lyftur fyrir hjólastóla sem festar eru á sendibíla og jafnvel fólksbíla, auk ýmiss konar aukahluta fyrir að- gengi fatlaöra i ökutæki. Þessar lyftur koma frá fyrirtækjunum Braun í Bandaríkjunum og UVL í Sviþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.