Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1999, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 34 flutníngar Póst- og vöruflutningar í innanlandsflugi: • 2000 tonna samdráttur á þrem árum Vöru- og póstflutningar með flug- vélum á innanlandsleiðum hafa dregist talsvert saman undanfarin ár. Heildarsamdrátturinn nemur tæpum tvö þúsund tonnum á árun- um 1996 til 1998 samkvæmt tölum Hagstofu íslands. Árið 1996 námu heildar vöru- og póstflutningar um flugvelli landsins 4.733 tonnum og 744 kílógrömmum. Þessi tala var komin niður i rúm- lega 4.029 tonn árið 1997 og hrapaði svo niður í rúmlega 2.892 tonn árið 1998. Þar er bæði um samdrátt að ræða í póstflutningum og almenn- um vöruflutningum. Póstflutningar voru 895 tonn og 404 kg árið 1996 en 561 tonn og 117 kíló árið 1997. Þessi tala var svo komin niður í 319 tonn og 436 kg árið 1998. Skýringuna má líklega rekja til þess að póstur er nú í aukn- um mæli fluttur landleiðina með bílum. 4- > Yiðskiptavinir okkar treysta því að hlutirnir gangi Þegar hraði, öryggi, áreiðanleiki og þjónusta í flutningum skipta máli leita fyrirtæki og einstaklingar til DHL. Nýjasta taekni og þéttriðið alþjóðlegt þjónustunet DHL tryggir að sendingar þínar eru afhentar daginn eftir móttöku í öllum helstu viðskiptaborgum íslands. Viðskiptavinir Össurar hf. treysta á Össur að koma undir sig fótunum á ný.Að sama skapi treystir Össur á DHL til að koma mikilvaegum vörum þeirra til réttra aðila hratt og örugglega. Þannig ganga hlutirnir upp - með DHL. WQRUJWIDE EXPRESS Við stöndum við skuldbindingar þínar hraði, áreiðanleiki og öflug þjónusta geta aukið forskot þitt Vörufhitningar með flugvélum á innanlandsleiðum voru 3.838 tonn og 340 kg árið 1996. Þessir flutning- ar minnkuðu í 3.468 tonn og 26 kg árið 1997 og í 2.572 tonn og 592 kg árið 1998. Um helmingur af öllum póst- og vöruflutningum fer um Reykjavík- urflugvöll eða rúmlega 2.326 tonn 1996, ríflega 2.258 tonn árið 1997 og rúmlega 1.247 tonn árið 1998. Akur- eyrarflugvöllur kemur þar næst á eftir með tæplega 738 tonn árið 1996, tæp 553 tonn árið 1997 og rétt tæp 584 tonn árið 1998. Aðrir flugvellir eru með mun minni póst- og vöru- flutninga þessi ár. -HKr. Um helmingur flugfarþega á innanlandsleiðum fer um Reykjavíkurflugvöll. Flugfarþegar á innanlandsleiðum: Farnir að nálg- ast milljón á ári Farþegaflutningar á flugleiðum innanlands hafa aukist jafnt og þétt síðan 1996 samkvæmt tölum Hagstofu íslands. Árið 1996 voru fluttir á innanlandsleiðum 788.218 farþegar en þar af fóru 372.243 um Reykjavíkurflugvöll. Árið 1997 voru farþegar á innanlandsleið- um orðnir 850.747, þar af fóru 415.353 um Reykjavíkurflugvöll. Á síðasta ári voru hins vegar fluttir 926.828 farþegar á innanlandsleið- um og þar af fóru 440.585 um Reykjavíkurflugvöll. Akureyrar- flugvöllur er f öðru sæti hvað far- þegafjölda snertir en um hann fóru 142.602 farþegar 1996. Far- þegafjöldinn var svo 156.109 árið 1997 og 181.234 farþegar fóru um Akureyrarvöll árið 1998. í þriðja sæti er Vestmannaeyjaflugvöllur með 79.406 farþega 1996, 70.080 far- þega 1997 og 83.660 farþega árið 1998. ísafjarðarflugvöllur var svo í fjórða sæti með 58.841 farþega árið 1996. Árið 1997 var ísafjarðar- flugvöllur með 60.480 farþega en þá skaust Egilsstaðaflugvöllur fram úr með 66.248 farþega. Á síð- asta ári fóru 70.916 farþegar um Egilsstaðaflugvöll á móti 56.301 um ísafjarðarflugvöll. Aðrir flug- vellir eru með mun færri farþega. -HKr. Sprinter - ef þú veist hvað þú vilt Þær frábæru viðtökur sem Sprinter hefur fengið eru ekki tilviljun, enda vita sendibílstjórar hvað þeir þurfa. Hagkvæmni í rekstri, þægindi í akstri og hleðslu og fjölbreytta útfærslumöguleika. Sprinter býður upp á allt þetta, að hætti Mercedes-Bens, á verði sem kemur á óvart. Skulagötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is Mercedes-Benz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.