Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 1
19 Suðurnesja- menn lágu fyrir Lugano í Evrópu- keppninni 20 FH-ingurinn Lárus Long og ÍR-ingurinn Ragnar Óskarsson berjast hér hart í leik iiðanna í Austurbergi ' gær en þessir tverir leikmenn léku best allra í leiknum. Línumennirnir Finnur Jóhannsson og Hálfdán Þórðarson fylgjast með. DV-mynd E.OL 20 Hækka um helming - Wimbledon tilbúiö aö greiða 240 milljónir fyrir Hermann Hreiðarsson Enska knattspyrnufélagið Powell, en Wimbledon virðist tilbúið til að þvi var hækka um helming boð sitt í ís- snarlega lenska landsliðsmanninn hjá hafnað. Ron Brentford, Hermann Hreiðarsson, Noades, og greiða fyrir hann 240 milljónir fram- króna. kvæmda- Á dögunum bauð Wimbledon stjóri Brent- þessa upphæð fyrir tvo leikmenn ford, sagði Brentford, Hermann og Darren þá að menn skyldu bíða eftir því að sjá Hermann spila gegn heimsmeist- urum Frakka næsta laug- ardag. Eftir það væri hann tilbúinn til að ræða tilboð í íslendinginn. Á fréttavefnum, Teamtalk, í gær var sagt að Sam Hammam, eigandi Wimbledon, væri þegar tilbúinn til að hækka sig í 240 milljónir króna og myndi bjóða Brentford þá upp- hæð strax eftir helgina. -VS Ahangendur Brentford fjölmenna til Parísar Allir 50 miðarnir, sem stuðnings- klúbbur enska knattspyrnufélagsins Brentford fékk á landsleik Frakk- lands og íslands í París á laugardag- inn, seldust upp. Einstakt tækifæri fyrir stuðningsmennina David Lane, ritstjóri Fanzine, blaðs stuðningsklúbbsins, efndi til ferðarinnar og segir að það sé ein- stakt tækifæri fyrir stuðningsmenn Brentford að sjá einn af sínum mönnum, Hermann Hreiðarsson, 1 leik gegn sjálfum heimsmeisturun- um. KSl var Brentford innan handar með að útvega miðana. Á fréttavefn- um, Teamtalk, er haft eftir ónefnd- um starfsmanni KSÍ að Hermann hafi fullvissað sambandið um að stuðningsmenn Brentford væru friðsamir og engin hætta á ólátum af þeirra hálfu. -VS Eiður Smári Guðjohnsen. Eiður orðaður við Leicester Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið orðaður við enn eitt enskt lið, Leicester City. Eins og áður hefur komið fram voru Newcastle og Sunderland sögð á eftir íslendingnum í síðustu viku og var kauptilboð upp áyfir tvær milljónir punda nefnt í því sambandi. Á fréttavefnum, Teamtalk, er sagt að það muni þó ekkert gerast fyrr en Bolton ráði nýjan framkvæmdastjóra. Enginn leikmaður verði seldur frá félaginu fyrr en þau mál hafi skýrst. Ekki er talið ólíklegt að Phil Brown verði boðin staðan en hann hefur stjórnað liðinu í síðustu leikjum með góðum árangri. -VS/JKS Tómas skoraði sigurmarkið Tómas Ingi Tómasson skoraði sigurmark AGF frá Árósum í leiknum gegn Esbjerg í dönsku A-deildinni í knattspyrnu í gær- kvöld. Jafnt var, 1-1, og þrjár mínútur voru til leiksloka þegar Islendingurinn gulltryggði sigur AGF, 2-1. Aö loknum 11 umferðum er Herfölge efst með 22 stig og AB hefur 22 stig. AGF er hins vegar í þriðja neðsta sæti af tólf liðum með 9 stig. -JKS Ingi hættur með Val Ingi Björn Albertsson verður ekki áfram þjálfari hjá Valsmönn- um í knattspyrnu en sem kunnugt er tók hann við liðinu snemma sumars eftir að Kristni Björnssyni var vikið frá störfum. Valsmenn hafa ekki tekið ákvörðun um það hver verði eftirmaður Inga Björns en Hlíðarendaliðið leikur í 1. deildinni á næstu leiktíð. Valsmenn þurfa væntanlega að sjá á eftir Sigurbirni Hreiðars- syni. Honum verður liklega boð- inn þriggja ára samningur við sænska A-deildarliðið Trelleborg í dag en hann gekkst undir lækn- isskoðun hjá félaginu í dag og spilar með varaliðinu í kvöld. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.