Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 ■' 22 Sport unglinga <ÁVI*U, Stelpumnr úi 7 bekh f Mýrrtrhúsí? flokk a Skolánlóti- Grótt|jnnar á dög- ununi enda með ðfluyt lió. DV-mynd Oskar ** 4 ' Æ' *ar Valhusaskoli vann skolamotið i 8. flokki drengja og voru þeir að vonum kátir með bikarinn og verðlaunapeningana í lok mósins. Stelpurnar í 6. bekk í Grandaskóla settu mikinn svip á Skólamót k Gróttu líkt og í fyrra og unnu annað árið í röð. Að sjálfsögðu var - lukkudýrið, apinn, mætt tii leiks til að færa þeim gæfu til sigurs. Sigurskolarnir HY«i 1 Annað Skólamót Gróttu í handbolta var haldið á dögunum í íþróttahúsi Seltjamar- ness í boði unglingaráðs Gróttu. í fyrra var hugmyndin að vinna upp brottfall stúlkna úr iþróttum með því að halda sér stúlknamót og náðist þá frábær árangur. 220 stúlkur mættu þá til leiks, á aldrinum 10 til 16 ára og margar þeirra fóru að æfa, ekki bara hjá Gróttu, heldur sumar líka hjá Val og Fram. Aðrar fóru líka að æfa aðrar íþróttir svo sem sund og fimleika, þannig að hvatning með móti sem þessu hafði góð áhrif á íþróttalífíð í vesturhluta höfuðborgarinnar. Hlutfall þátttakenda og árangurs snerist líka við hjá Gróttu. Stúlk- umar i Gróttu urðu þrefaldir meistarar og fjöldi stúlkna sem æfðu handbolta í Gróttunni varð meiri en hjá drengjunum sem höfðu verið mun fleiri áður en að fariö var út í framkvæmd þessa móts í fyrra. í ár var ráðist í það stórvirki að halda skólamót skólanna á Seltjamarnesi og i vesturbæ bæði fyrir stúlkur og drengi. Við- brögðin urðu mjög góð, það komu 45 lið á mótið og vom því um 470 krakkar sem skemmtu sér konunglega yfir handbolta- leikjum þessa helgi. Úrslit mótsins báru unglingastarfi Grótt- unnar gott vitni. Skólamir á Seltjamames- inu unnu í öllum bekkjum nema einum, 6. bekk stúlkna, þar unnu Grandaskólastúlkur glæsilegan sigur annað árið í röð. Stærsti hluti bama og unglinga á Seltjarnarnesinu stundar nú handboltaæfingar hjá nokkrum af færastu yngri flokka þjálfuram landsins, sem þjálfa eftir fyrirfram samræmdu skipu- lagi og stefnu, gæðaþjálfun, yfirþjálfarinn Gauti Grétarsson hefur forystu fyrir. Þessi staðreynd og árangur skóla af svæð- inu gegn öðram skólum í vesturbæ sýnir enn frekar að með áhuga og skipulögðu starfi er hægt að snúa vörn í sókn og það stórsókn. Þessi saga af Nesinu ætti því að koma öðram hverfum og hverfisfélögum af stað í sams konar frumherjastarf. Handboltaveturinn er nú að hefjast á ný og nú er að sjá hvaða félög og unglinga- starf stendur upp úr í vetur. -ÓÓJ 5. bekkur Stúlkur: Mýrarhúsaskóli Drengir: Mýrarhúsaskóli 6. bekkur Stúlkur: Grandaskóli Drengir: Mýrarhúsaskóli 7. bekkur Stúlkur: Mýrarhúsaskóli Drengir: Mýrarhúsaskóli 8. bekkur Stúlkur: Valhúsaskóli Drengir: Valhúsaskóli 9. bekkur Stúlkur: Valhúsaskóli Drengir: Valhúsaskóli 10. bekkur Stúlkur: Valhúsaskóli Drengir: Valhúsaskóli Samtals sigrar: Valhúsaskóli ................ Mýrarhúsaskóli............... Grandaskóli 6. bekkur Mýrarhúsaskóla stóð sig mjög vel og vann skólamótið. Strakarnir i 5 Mýrarhúsaskóla saman og unnu sigur jáijj á mótinu. I bekk i stóðu Valhúsaskóli átti bestu handboltastelpurnar í 9. bekk, sem sjást hér að ofan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.