Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 9 dv Stuttar fréttir Útlönd Javier Solana neitað um fé Mikiö manntjón í flóðum í Mexíkó: Tugir skólabarna undir aurskriður Trump íhugar framboð Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump lýsti því yfir i gær að hann hygðist setja á laggimar nefnd til að kanna möguleika á forsetaframboði. Sprengjuárás á Korsíku Þrjár sprengjur sprungu í opin- berum hyggingum á Korsíku í nótt. Talið er að aðskilnaðarsinn- ar séu á bak við árásirnar. Heim án líffæra Svii, sem fór til grísku eyjar- innar Korfu til að fagna 50 ára af- mæli sínu, fannst látinn daginn eftir í sundlaug hótels síns. Eftir jarðarförina fengu ættingjar að vita að öll mikilvæg líffæri hefðu verið tekin úr líkinu. Frankel ákærður Fyrrverandi verðbréfasalinn Martin Frankel, sem handtekinn var á flótta í Þýskalandi, var í gær ákærður fyrir víðtækt fjár- málasvindl. Steypusprengjur Bandarískar herflugvélar varpa nú sprengjum fylltum steypu í stað sprengiefnis í árás- um á hemaðarmannvirki í írak. Er steypan notuð til að koma í veg fyrir manntjón. Spánverjar reiðir Spánverjar era æfir vegna um- mæla Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætis- ráðherra Bret- lands, á lands- fundi íhalds- manna. Thatcher varði Augusto Pino- chet, fyrrver- andi einræðis- herra Chile, og sagði framsalsbeiðni Spánverja samsæri vinstrimanna. Talsmaður stjórnarflokksins á Spáni, José Maria Robles Fraga, kvaðst harma ummælin. Mandela í lúxusvillu Nelson Mandela, fyrrverandi forseti S-Afríku, 'hefur keypt sér lúxusvillu á um 60 milljónir íslenskra króna rétt utan við Höfðaborg. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins eru bara reiðubúnir til að láta Javier Solana, yfirmann utan- ríkis- og öryggismála sambandsins, fá helminginn af þeim peningum sem hann hefur beðið um til að geta gegnt nýja embættinu. Solana hafði farið fram á um 150 milljónir ís- lenskra króna sem verja átti til ráðningar háttlaunaðra yfirmanna, lífvarða, til ferðalaga, leigu á bryn- vörðum bíl og sjónvarpsstúdiós. Vegna afstöðu utanríkisráðherr- anna verður Solana líklega að hætta við að ráða yfirmann og setja upp sjónvarpsstúdíó. Einnig verður hann að draga úr ferðakostnaði. Ýmsum stjórnmálamönnum þykir sem Solana hafi verið auðmýktur. Solana hætti í vikunni sem fram- kvæmdastjóri NATO. Gert er ráð Javier Solana þykir hafa verið auðmýktur. Símamynd Reuter fyrir að hann taki við nýja embætt- inu eftir um það bil tvær vikur. Menningin lykillinn Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, sagði á ráðstefnu I Flórens á ítal- iu í gær að menningin væri lykillinn að allri framþróun í þriðja heimin- um. Sagði for- setafrúin vest- rænar stofnanir hafa gert of mörg mistök með því að hunsa hefðir heima- manna. Hillary sagði jafnframt að mörg vandamál stöfuðu af al- heimsvæðingu. að sljákka í gífurlegu úrfefli sem hefur valdið miklum usla í Mexíkó undanfarna daga og orðið meira en tvö hundruð manns að bana. Á annan tug líka hefur fundist í skólahúsinu og nærliggjandi íbúð- arhúsum. Innanríkisráðherra Pueblafylkis sagði seint í gærkvöld að 166 manns að minnsta kosti hefðu farist í fylk- inu og að 125 væri saknað og taldir af. Hann sagði að 950 hermenn væru við björgunarstörf í afskekktum fjöllum í norðurhluta fylkisins þar sem þrjátíu þúsund manns hafa orð- ið að flýja heimili sín vegna skriðu- falla og flóða. Níu bæir voru enn einangraðir í gærkvöld. Mestar skemmdir virðast hafa orðið í Michun, sem er 160 kíló- metra norðaustur af Mexíkóborg. „Fjallið hljóp niður og gleypti bæ- inn,“ sagði fréttamaður útvarps- stöðvar eftir að hann hafði flogið yf- ir svæðið síðdegis í gær. Ernesto Zediflo forseti ætlar að fljúga yfir hamfarasvæðið í dag. Hann lýsti yfir hryggð sinni vegna þjáninga íbúanna. „Ég er mjög hryggur yfir mann- tjóninu af völdum þessara flóða,“ sagði forsetinn við fréttamenn. Víðast hvar í austur- og miðhluta Mexikós var farið að sjatna í ám eft- ir gífurlegt úrfelli undanfarna 3 daga. Að minnsta kosti níu fylki af 31 urðu fyrir barðinu á regninu. Hague vill stýra breska íhaldinu burt frá Evrópu William Hague, leiðtogi breska íhaldsflokksins, ætlar að reyna að vinna aftur hylli kjósenda með því að lofa því að tengslin við Evrópu- samandið verði helsta baráttumál- ið í næstu þingkosningum. í ræðu sinni á landsfundi flokksins i gær kallaði Hague Tony Blair forsætisráðherra lygara, svindlara og hræsnara. Hann hét því jafnframt að ef hann yrði forsætisráðherra myndi hann koma í veg fyrir samþykkt allra nýrra samninga innan Evr- ópusambandsins nema reglum þess væri breytt. Fundarmenn hrifust mjög af ræðu leiðtogans og pappírsfánar fóru á loft þegar Hague laumaði kossi á eiginkonu sína undir ætt- jarðarlagi Edwards Elgars, Landi vonar og dýrðar. Stjórnmálaskýrendur vora hins vegar meira efins um hvort þetta myndi duga til að saxa á 20 pró- sentustiga forskot Verkamanna- flokksins í skoðanakönnunum. íbúi mexíkóska bæjarins Tulancingo reynir að komast leiðar sinnar á reið- hjóli í vatnsaganum eftir rigningar undanfarið. Björgunarsveitir mexíkóska hers- ins fundu fjögur lík í skólahúsi í indíánabænum Michun í Puebla- fylki þar sem óttast er að aflt að sjö- tíu manns kunni að hafa grafist undir aurskriðum. Heldur var farið r -Æ' Flóttamenn snúa heim til Austur-Tímor Fyrstu flóttamennirnir frá A- Tímor sneru heim í morgun með flugvél á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Fernando del Mundo, tals- maður Flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, sagði að 94 manns frá 15 fjölskyldum hefðu verið um borð í vélinni frá Kupang á V-Tímor. Eftir að vélin hafði lent í Dili sneri hún aftur til Kupang til þess að sækja ann- an hóp flóttamanna. Samkvæmt yfirvöldum Indónesíu flúðu um 250 þúsund manns frá A-Tímor til V-Tímor vegna voðaverka vígasveitanna sem fylgdu í kjölfar þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um sjálfstæði A-Timor. Indónesísk lögregla aðstoðaði við flutninginn heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.