Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 41 > Ferðamenn varaðir við 2000-vandanum: Vatnsleysi á Spáni og bilaðir bankar í Kaíré Tvöþúsundvandinn hefur verið vinsælt umræðuefni síðasta árið á meðal þeirra sem skrifa um ferða- mál. Nýlega sáu utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Bretlands ástæðu til að vara ferðamenn sérstaklega við nokkrum stöðum í heiminum þar sem talið er að 2000-vandinn muni hafa afgerandi áhrif. Úkranía þykir einna viðsjárverð- ust en þar er reiknað með algjöru hruni tölukerfa á flestum sviðum at- vinnulífsins. Ólíklegt er að margir íslendingar séu á leið þangað um og upp úr áramótunum en einnig er vert að taka með í reikninginn að 400 af 600 flugvöllum Rússlands þykja samkvæmt skýrslum ráðu- neytanna ekki tilbúnir að mæta 2000-vandanum. Rússland þykir al- mennt séð fremur áhættusamt fyrir ferðamenn um áramótin. Þá kemur fram í hresku skýrsl- unni að nokkur vandi muni rísa í Egyptalandi og eru ferðamenn hvattir til að hafa með sér reiðufé og vera vel tryggðir gagnvart ýms- um óþægindum. Ekki þykir heldm- ráðlegt að verða veikur á Filippseyj- um, en slíkt ætla menn sér tæpast, því þar eru tölvukerfln orðin gömul og úrsér gengin. Flugvellir í Indónesíu eru nokkrir á lista ráðu- neytanna og ef svo ólíklega vill til að menn ætli að heimsækja Úganda í upphafi árs ættu þeir að vera við öllu búnir. Flest flugfélög í lagi Almennt séð virðast menn ekki Rafstöðvar Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! YANMAR Sími 568 1044 Búist er við að Rússar muni eiga í nokkrum vandræðum með tölvukerfi sín þegar árið 2000 gengur í garð. Talið er víst að um 400 flugvellir í landinu verði óstarfhæfir. hafa miklar áhyggjur af Evrópu og Bandaríkjunum en þó er tekið fram að dreifing vatns á Spáni kunni að fara úr skorðum. Samgöngur í Evr- ópu verða í lágmarki á nýársnótt; mörg flugfélög ætla ekki að fljúga, lestir munu stöðvast tímabundið og Ermarsundsgöngunum lokað alla nóttina. Flug á nýársnótt hefur valdið nokkrum áhyggjum en flest flugfé- lög í Evrópu hafa unnið bug á tölvu- vandanum. Ástandið er ekki jafn- gott í Bandaríkjunum en flugmála- yfirvöld segja að 1369 af 3300 flugfé- lögum landsins séu ekki reiðubúin að mæta hugsanlegum 2000-vanda. Langflest þeirra eru leiguflugfélög. Hugsanlegt er að flugfélögunum verði settur stóllinn fyrir dymar og þeim bannað að fljúga verði ekki búið að koma hlutunum í lag um næsta mánaðamót. Þeir sem ætla að vera á faralds- fæti um næstu áramót eða í janúar geta lesið sig betur til um 2000-vand- ann víða í heiminum á heimasíðu breska utanríkisráðuneytisins, www.fco.gov.uk á Netinu. reuter/cnn Hótelið bókað á Netinu Það er auðvelt að bóka flug með hin- um ýmsu flugfélög- um á Netinu en nokkru vandasam- ara að finna hótel við hæfi. í nýjasta hefti breska tíma- ritsins Travel Holi- day er mælt með nokkrum heimasíð- um sem sinna hótel- bókunum. Fyrst er nefnd www.priceline.com en þar er að flnna 4 þúsund hótel, allt frá einnar stjörnu til fimm stjömu. Menn þurfa einfaldlega að setja inn hversu mikið þeir vilja borga, hversu margar stjömur hótelið á helst að hafa og áfangastaðinn. Heimasíðan býr þá til lista yfir þau hótel sem koma til greina og raðar þeim upp eftir verði og gæð- um. A síðunni er líka hægt að velja eftir nafni hótels ef menn kjósa svo. Á www.tra- velscape.com er annar háttur á en þá velur fólk hótel eftir nafni eða verði. Bónusinn á þessari síðu er sá að ef menn finna betri kjör annars staðar þá fá þeir mismuninn end- urgreidddan. Ein umfangs- mesta hótelsíðan er hins vegar www.hoteldiscount.com. Á síðunni er hægt að velja úr og bóka hótel í 38 stór- borgum og úrvalið varla meira annars staðar. Fólk getur valið eftir nafni eða verði og beðið um hagkvæmasta kost- inn hveiju sinni. Ef fólk er síðan ósátt við hótelið þegar þangað er komið er boðið upp á þjónustunúmer þar sem hægt er að fá hjálp við aö finna aðra gistingu í einum grænum hvefli. Deilur auka aðsókn Brooklyn-listasafnið hefur ekki i 175 ára sögu sinni notið viðlikra vinsælda og einmitt nú. Sýningin, Sensation, sem hófst fyrir viku hefur valdið þvílíkum deilum í New York að borgar- stjórinn, Rudolph Guiliani, hef- ur neitað safninu um fjárfram- lag sem því ber að fá í október. Fyrsta dag sýningarinnar sáu hana rúmlega níu þúsund manns og yfir fiögur þúsund daginn eftir. Þeir sem eru á leið til New York og hafa áhuga á sýningunni ættu að taka með í reikninginn að biðröðin fyrir utan nemur sjaldnast minna en 90 mínútum og aðgöngumiðinn kostar um 700 krónur á mann. Pílagrímar til Betlehem ísraelar og Palestínumenn hafa sett á stofn nefnd sem ætl- að er að undirbúa ferðalög á milli Jerúsalem og Betlehem á árinu 2000. Gert er ráð fyrir að þrjár til fiórar milljónir píla- gríma muni halda til ísraels á næsta ári og að minnsta kosti helmingur þess hóps muni heimsækja fæðingarborg Krists, Betlehem. Eins og vegakerfi er háttað nú á milli Jerúsalem og Betlehem má reikna með gríðar- legum töfum á leiðinni og verð- ur það verk nefndarinnar að gera úrbætur þar á. T alla FUJIFILM FRÁBÆR MYNDGÆÐI 2.3 MILLIJÓN PIXEL GETURTEKIÐ ALLT AÐ 142 MYNDIR (1800X1200) ÁHVERT32 MB KORT RAFHLAÐA ENDIST í ALLT AÐ 250 SKOTÁHVERRI HLEÐSLU Skipholti 31, sími 568 0450 MX-2700 STAFRÆN MYNDAVÉL SJA NANARA www.fujifilm.is MX-2700, 8Mb minniskort, Straumbreytir/hleðslutæki, Lithium lon rafhlaða, kaplar fyrir PC og Mac, Adobe Photodeluxe 3.0 ofl. Aðeins kr. 69.900 Kaupvangsstræti 1, sími 461 2850 * Blákaldar s1 Heiti Brútto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylgja Læsing Einangrun þykkti mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst. THbodswerð stgr. HF 120 132 86 55 61 1 Nei 55 0,60 29.900 HFL 230 221 86 79 65 1 Já 55 0,84 33.900 HFL290 294 86 100 65 1 Já 55 1,02 39.900 HFL 390 401 86 130 65 2 Já 55 1,31 39.900 EL 53 527 86 150 73 3 Já 60 1,39 46.900 EL 61 607 86 170 73 3 Já 60 1,62 63.900 i R RáDICrJi Geislagötu ' Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgamesi. E Kf. Steingrímsfjarðat; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. H Fáskrúösfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðurtand: Mosfell, Hdlu.” firði. Ásubúð, Búðardal. Vestfirðir Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Pokahornið, Tálknafirði. Norðuriand: Radionaust, Akureyri. " ” ' "i. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafiröi. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfirðinga, — jÚm. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík. w
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.