Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 4
36 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 JLlV Opið laugardag 12-16 og sunnudag 13-16. %\ar Reynsluakstur Suzuki Grand Vitara 1,6, þriggja hurða: Lipur og liggur vel þriggja hurða, aðeins fjögurra manna. Að framan eru aðskUdir stólar og aftur í hefur hvor farþegi einnig sinn stól sem þó liggja saman og mynda einn bekk. Þó er hægt að leggja aftursætin niður hvort fyrir sig sem kemur sér vel í bíl sem ekki er með stærra farangursrými en „mini-grandinn“. Þó er enn betri kostur sá að hægt er að stilla bak- halla aftursætanna á eina fimm vegu, þar með talið halla þeim vel aftur og láta fara reglulega vel um sig. Plássið er ágætt í aftursætum, líka fyrir fætur ef ekki eru þeim mun meiri himnalengjur í framsæt- unum. Góðar armhvílur eru í hlið- unum aftur í, meira að segja með höldum fyrir drykkjarilát - helsti ókosturinn að vegardynur er þar fullmikill eins og áður segir. Það er hins vegar ekki til óþæg- inda fyrir ökumann og framsætis- farþega. Veghljóð er þar ekki til skaða, vélarhljóð ekki mikið, einna helst að vindhljóð geri vart við sig þegar fjölgar metrum á sekúndu í náttúrunni. Bíllinn er allvel búinn: rafknúnar rúðuvindur í framhurðum, aðrir gluggar ekki opnanlegir. Útispeglar rafstilltir. Samlæsing á öllum þrem- ur hurðum, ekki fjarlæsing. Tveir líknarbelgir, hæðarstillanleg kippi- belti á framsætum, höfuðpúðar á öll- um fjórum sætum. Takkastýrð mið- stöð, upphituð framsæti, hirslur i hurðum og milli sæta, efst í mæla- borði miðju og lokað hanskahólf. Stýrishalli stUlanlegur, letingi á vinnukonum stillanlegur, sérstök fóthvíla fyrir vinstri fót. Speglar í báðum sólskyggnum, inniljós og góð kortaljós. Suzuki Grand Vitara 1,6, þriggja hurða, er fullgUdur jeppi. Hann er byggður á grind, með fast drif á aft- urhjólum en tengjanlegt framhjóla- drif um miUikassa hvenær sem er á allt að 100 km hraða og með hátt og lágt drif. Hann er með 20 sm undir lægsta punkt eins og hann kemur frá verksmiðju, á staðaldekkjunum, en eins og lengri Grand Vitara-bU- inn er auðvelt að hækka hann upp um allt að 5 sm í viðbót og setja und- ir hann stærri hjól - fyrir þá sem þess þurfa. En það vita þeir sem reynt hafa að jeppar með þessa veg- hæð komast a.m.k. flesta þá hálend- isslóða sem færir eru að sumarlagi. Að sögn Úlfars Hinrikssonar, for- stjóra Suzuki bOa, kemur þessi minni útgáfa af Grand Vitara ekki í sölu hér fyrr en öðrum hvorum meg- in við hátíðar og endanlegt verð liggur ekki fyrir. Þó má ætla með nokkurri vissu að það verði ein- hvers staðar miUi 17 og 18 hundruð þúsund. Hverjum hentar svo bíU af þessu tagi? Svarið við því er margþætt: Hverjum þeim sem viU fá fúUgUdan jeppa fyrir sem fæstar krónur, hverjum þeim sem þykir þægilegt að setjast beint inn í bU fremur en ofan í hann, hverjum þeim sem þykir þægilegt að vera á bíl sem tekur ekki mikið rúm þegar þarf að leggja honum, hverjum þeim sem kann að meta það að vera á jeppa sem eyðir ekki meira en fólksbíU - en kannski fyrst og fremst fámennum fjölskyld- um sem þurfa ekki að nota aftursæt- ið að ráði og geta þannig notað rým- ið aftur í fyrir Uutning, að hálfu eða fullu. -SHH Þriggja hurða útgáfan af Suzuki Grand Vitara er óneitanlega stutt en fer ágætlega á vegi. Myndir DV-bflar E.ÓI. Það er orðið dálítið útjaskað að tala um að bUar komi manni á óvart. Þó má ég tU með að nota það orðatUtæki um þennan bU - hann kom mér verulega og þægUega á óvart. Það sem kom mér á óvart var þetta: léttar og snarpar tökur 1,6 lítra vélarinnar, þægUeg fjöðrun og stýring, gott veggrip - og að í heUd frnnst manni þessi bUl vera stærri í akstri heldur en hann í raun og veru er. Það sem mér féU ekki var óþarf- lega mikiU vegdynur, sem þó flnnst aðeins aftur í, og að framsætin skuli sjálfkrafa fara í fremstu stöðu, bæði seta og bak, þegar einhver hefur þurft að komast í eða úr baksæti. En þetta er næstum regla á japönskum tveggja dyra bUum - meðan það er næstum regla á evrópskum tveggja dyra bUum að framsætin hafi „minni“. Þegar Vitara kom fyrst á markað fyrir 11 árinn var það framan af að- eins stutti bíllinn, gamla þriggja hurða Vitaran sem hér hefur verið í sölu alveg fram undir þetta og raun- ar ágætlega vinsæl. í raun tekur þessi þriggja hurða Grand Vitara við af henni. Hún er með sömu vél- ina og sú gamla en flest annað er nýtt, m.a. gírkassinn, þó haldið sé sömu gírhlutfóllum og áður. Skipt- ingin er önnur og liprari. Þriggja hurða Grandinn er 34 sm lengri en heldur sama hjólahafi og gamli bUl- inn, 2200 mm. Hann er 7 sm breiðari - sem er mikUl munur - og 2 sm hærri. Hann er með sömu stærð af dekkjum og sömu felgur - því mið- ur, liggur mér við að segja, 15 tomma felgumar á SE-bílnum eru að mínum dómi svo miklu fcdlegri! Hann hefur til muna krappari beygjuradius, aðeins 4,7 m, þar sem sá eldri hafði 5,2 m. Þrátt fyrir að vera stærri en sá eldri er hann nærri 300 kg léttari og munar þar mest um þau efni sem í hann eru notuð. Samt stendur hann alla áreksturstaðla betur en sá eldri. Ef til vill er það þessi þyngdar- munur sem gerir gæfumuninn hvað fjöðrunina snertir því hún er eftir lýsingu eins uppbyggð. Samt verður þess minna vart á bundnu slitlagi að þessi bíll steypi stömpum, alveg sér- staklega eftir að ég hafði minnkað loftþrýstinginn í dekkjunum ffá því sem uppálagt er í bókinni. Á holótt- um malarvegi var þessi bíll tiltakan- lega þýður og rásfastur í senn og spilltist ekki þó ég minnkaði í dekkj- unum. Á vegi með lausri möl njóta læsivarðar bremsumar sín til fulls. Eins og eldri bíllinn, og raunar Sidekick-útgáfan af eldri 5 dyra bíln- um, er Suzuki Grand Vitara 1,6, Mælaborðið er næsta hefðbundið, hagnýtt og mjög greinilegt. Yfir miðju- stokknum er hilla fyrir smámuni. Mun þægilegra er að umgangast afturhurð heldur en hlera. Takið eftir fjöl- breytilegum hallamöguleikum á aftursætisbökunum. Vélin í þriggja hurða Grandinum er þrautreyndur og sparneytinn vinnu- þjarkur, 1,6 iítra, 97 ha., sama vél og um árabil hefur verið í hefðbundna Vitarabflnum. Suzuki Grand Vitara 1,6, þriggja hurða: Vél: 4 strokka, 16 ventla, 1590 cc, 97 hö. v. 6000 sn. mín., 138 Nm v. 4500 sn. mín. Áætluð eyðsla skv. EU-staðli: 7,2-10,3-8,2 miðað við þjóðvegaakstur-borg- arakstur-meðaltal, handsk. bíll. 5 gíra handskipting, 4 gíra sjálfskipting fáanleg. Drif á afturhjólum, framdrif tengt um millikassa, hátt og lágt drif. Læsivarðar bremsur. Lengd-breidd-hæð: 3865-1695- 1675 mm, hjólahaf 2200 mm. Veghæð: 20 sm. Eigin þyngd: 1215 kg. Dekkjastærð: 195/80R15. Endanlegt verð liggur ekki fyrir, trúlega milli 17 og 18 hundruð þúsund krónur. Umboð: Suzuki bílar Á bílasýningunni í Birmingham á liðnum vetri hélt Suzuki Evrópu- frumsýningu á Suzuki Grand Vit- ara, 3 hurða. Mér fannst hann snubbóttur aftan fyrir miðað við 5 hurða bílinn sem áður var kominn og hafði kynnt sig vel, fannst hann svo sem litlu bæta við það úrval sem fyrir var og gerði svo sem ekki mik- ið með hann. Það var ekki fyrr en ég sá svona bíl hjá Suzuki bílum í Skeifunni að það komst inn fyrir höfuðskelina á mér að stutti bíllinn bætir nokkru við: hann er með 1600 cc vél en 5 hurða bíiamir eru hins vegar með 2000 cc og 2500 cc vélar. Hann er minni, snúningaliprari, léttari og sparneytnari - en í öllu praktísku tilliti, hvað snertir íslenskar aðstæð- ur, fullt eins sprækur og sprettharð- ur á lægri hraðasviðum og t.d. 5 dyra bíllinn með 2 lítra vélinni. Það helgast af því að hann er með lægra drif en stærri bíllinn sem aftur á móti þýðir meiri vélarsnúning á hverjum tíma. Samt er þessi bíll þægilegur á 115-120 km hraða sem ekki má einu sinni hugsa um á ís- landi. BIFREIÐASTILLINGAR NIC0LAI . M.Benz svartu Jeep Grand Cherokee, ssk., '96, dökkbr., ek. 99 þ., o Q nn k Daihatsu Terios 4wd, bsk., '98, silfurl., ek. 50 þ.,# * 1,190 þ. kudi 100 V6 2,8, ssk., '93, svartur, ek. 80 þ., 4 QQA k VW Golf Comfort, bsk., ‘98, silfurl., ek. 32 þ., 1.470 þ. Bílasalan Bílavík Holtsgata 54 • Sími 421 7800 • 260 Njarðvik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.