Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 6
24 MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 25 A Bland í oka Sport DV, París: DV Sport Helgi Sig- urdsson mótmælti mjög auka- spymunni sem dæmd var á hann og fyrsta markiö var skorað upp úr. Engin furöa, Thuram féll í návígi þeirra aðeins vegna minni líkams- burða. íslendingar á leiknum í Paris skiptu hundruðum og þeir streymdu til borg- arinnar úr ýmsum áttum síðustu dagana fyrir leik. Meðal annars fóru 140 manns með fullri leigu- vél á fóstudaginn á veg- um Samvinnuferða /Landsýnar og Úrvals /Útsýnar og á Champs Elysée, breiögötunni frægu í París, þurfti ekki að hlusta lengi til að heyra íslenskar raddir í mannþrönginni fyrri part laugardagsins. Meóal áhorfenda voru stjómarmenn SÍF, sem voru í París fyrir og um helgina að kynna nýtt vörumerki, og þeir héldu mikla kynningu á Stade de France-leikvanginum þremur tim- um fyrir leik. Stuónings- menn Brentford, 50 talsins, vora mættir til að hvetja Hermann Hreiðarsson og Island og sátu í hópi íslensku stuðningsmannanna á vellinum. Þeir tóku vel undir í stuðningnum við íslenska liðiö og vora að sjálfsögðu kátir með frammistöðuna hjá sín- um manni. Uppselt var á leikinn. Áhorfendur 80 þúsund og völlurinn var oröinn nokkuð þéttsetinn 45 minútum fyrir leik. Mörk Frakklands i keppninni vora sýnd viðstöðulaust á risastór- um skjáum fyrir endum vallarins og einnig var mark Rikharós Daóa- sonar í fyrri leiknum við Frakka sýnt hvað eftir annað. Rikharóur Daðason skoraði fyrsta mark leiksins, rétt eins og í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum. Þvi miður var þaö i eigið mark í þetta skipti. Helgi Sigurðsson, Rik- harður Daðason, Lárus Orri Sigurðsson og Her- mann Hreiðarsson fengu allir afhent guilúr frá KSf að lokn- um kvöld- verði eftir leikinn i París. Þeir léku allir sinn 25. landsleik á þessu ári. Eyjólfur Sverrisson fékk hinsvegar ávísun á listaverk fyrir að hafa spilað 50. landsleikinn í ár. Stade de France leik- vangurinn i St.Denis, út- borg Parísar, er magnað mannvirki en hann var reistur fyrir HM í Frakk- landi 1998. Þar er allt stórt í sniðum og sem dæmi má nefna að hátal- amir, sem flytja vallar1 gestum þann boðskap sem þarf, era 180 talsins. Frakkar voru með bolt- ann í samtals 34 mínútur en íslendingar i 17,5 min- útur. f fyrri hálfleik vora Frakkar með boltann i 18 mínútur en okkar menn í 9 mínútur. í siðari hálf- leik vora minúturnar 16 hjá Frökkum en íslend- ingar voru með boltann í 10 mínútur. Frakkar fagna sigrinum gegn íslendingum. Þórður Guðjónsson í baráttu við fyrirliða franska liðsins. Hermann Hreiðarsson átti hreint frábæran síðari hálfleik gegn Frökkum. Hér er hann að gæta besta knattspyrnumanns heims, Zinedine Zidane, sem var allt í öllu f liði heimsmeistaranna. Reuter Reuter Reuter y.Q Ríkharður Daðason (17.) " v skallaði í eigið mark eftir aukaspyrnu Youri Djorkaeffs fra hægri. Aukaspyrnudómurinn var ódýr. A-0 Youri Djorkaeff (38.) v v komst framhjá tveimur vamarmönnum íslands framan við markteiginn, með smá heppni, og einn gegn Birki skoraði hann af ör- yggi- Frakkland 3 (2)-Island 2 (0) Frakkland: Berna™ Lama - Ldian Thuram, Laurent Blanc, _--------—i-* Marcel Desailly, Bixente Lizarazu - Didier Deschamps, Zmedme Zidane, Alam Boghossian (Patrick Vieira 90.) - Youri Djorkaeff, Lilian Laslandes (David Trezeguet 64.), Sylvain Wiltord (Tony Vairelles 84.). Gul spjöld: Engin. Eyjolfur Sverrisson (48.) v með stórglæsilegu skoti af 25 metra fæn, efst í markhormð, eft- ir að Þórður og Rúnar tóku auka- spymu og stilltu boltanum upp fyrir hann. Algerlega óverjandi fyrir Bern- ard Lama. tfeM Birkir Knstinsson - Auðun Helgason, Larus Om . ...... Sigurðsson, Eyjólfur Sverrisson, Pétur Marteinsson (Helgi Kolviðsson 80.), Hermann Hreiðarsson - Þórður Guðjónsson, Brynjar Bjöm Gunnarsson, Rúnar Kristinsson - Helgi Sigurðsson (Heiitar Helguson 65.), Ríkharöur Daðason (Eiður Smári Guðjohnsen 54.). Gul spjöld: Rúnar (29.), Helgi S. (39.), Heiðar (90.) Brynjar Björn Gunnars- w v son (56.) komst inn í vita- teig Frakka eftir samvinnu við Rúnar Kristinsson og frábæra sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðþrengdur af varnarmanni náði hann að senda boltann framhjá Lama í netið. Frakkland - Island Frakkland - Island Völlur: Stade de France. Dómari: Bemd Heynemann Þýskalandi, þokkalegur. Markskot: 20 7 Hom: 9 2 Áhorfendur: 80.000. Uppselt. 0.0 David Trezeguet (70.) með w w skoti úr markteignum eftir að Birkir varði vel hörkuskalla frá Desailly, i kjölfar fyrirgjafar frá Zida- Maöur letksins: Eyjolfur Sverrtsson, fyrirlwi islenska landslidsins. ne. - magnaður síðari hálíleikur á Stade de France • ísland tapaði 3-2 en sigraði samt DV, París: Skellur. Blaöran sprakk. Ofurefli. Fyrirsagnir í þessum dúr flugu í gegn- um hugann í hálfleik þegar islenska landsliðið virtist loksins slegið út af laginu i lokaleik sínum í Evrópukeppni landsliða. Útlitið var ekki bjart. Staðan 2-0 fyrir heimsmeistarana, sem höfðu ráðið lögum og lofum á vellinum, og íjögurra til fimm marka tap íslands virtist líkleg niðurstaða frammi fyrir háværum og ánægðum 80 þúsund frönskum áhorfendum á Stade de France, vettvangi mestu sigurstundar Frakka þegar þeir urðu heimsmeistar- ar fyrir 15 mánuðum. En þessar hugsanir fuku út í veður og vind á fyrstu 11 mínútum síðari hálf- leiks og fyrirsagnapælingamar urðu öllu háfleygari og enduðu eins og sést hér að ofan. HvOík umskipti. Seinni hálfleikurinn á þessum laugardagseftir- miðdegi í París eru þær eftirminnUeg- ustu 45 mínútur sem ég hef upplifað öll þau ár sem ég hef fylgt og fjallað um ís- lenska knattspyrnulandsliðið. Niður- staðan er reyndar ósigur, útkoman sú að íslenska landsliðið fór tómhent heim. En í þessu samhengi em stigin afstæð. ísland fékk ekki stig á töflu Evrópukeppninnar eftir þennan 3-2 ósigur, en það fékk svo sannarlega stig á metorðalista alþjóðaknattspyrnunn- ar. Hafi ísland ekki verið komið á heimskort knattspymunnar með frammistöðu sinni í hinum níu leikjum keppninnar, þá er því marki svo sann- arlega náð eftir þann tíunda. Frakkar fognuðu innflega í leikslok. : Þeir fengu aðstoð frá Úkraínumönnum sem jöfnuðu í lokin gegn Rússum, og em komnir í lokakeppni EM. En það munaði engu að íslenski dvergurinn brygði fæti fyrir franska risann og felldi hann með þungum dynk. Jafn- tefli, sem gat svo sannarlega orðið nið- urstaðan, hefði skUið Frakka eftir úti í kuldanum. í staðinn eru þeir sigurveg- arar í riðlinum og fengu að vonum dynjandi lófatak þegar flautað var tU leiksloka. En sigurvegaramir á Stade de France vom tveir. íslenska liðið kom, sá og sigraði hugi og hjörtu alira sem fylgdust með leiknum. Það vann upp 2-0 forskot heimsmeistaranna á þeirra eigin heimavelli á 11 mínútum og skUdi eftir sig aðdáun og virðingu allra viðstaddra, og nýja sýn knatt- spymuáhugamanna um heim aUan á islenska knattspyrnu. Háfleyg orð? Já, en þau eiga rétt á sér! Staðan eftir fyrri hálfleikinn gaf ekki ástæðu til bjartsýni. Frakkar réðu ferðinni, en þurftu reyndar heppnina í liö með sér tU að skora eins og oft áður. Og Þórður Guðjónsson var ekki langt frá þvi að stela senunni á 15. mínútu þegar hann lyfti boltanum snyrtUega yfir Lama markvörð en rétt yfir mark- vinkUinn fjær. Aðeins tveimur mínút- um síðar skoraði Ríkharður Daðason sjálfsmark, og þung pressa Frakka út hálfleikinn færði þeim annað mark frá Djorkaeff. Sjaldséðum brotalömum brá fyrir í vamarleik íslands, Frakkar komust í nokkur þokkaleg færi og verð- skulduðu fyUilega 2-0 forskotið í hléi. Formsatriði að ljúka leiknum? En seinni hálfleikurinn? Þvílíkt æv- intýri, þvílíkur leikur! Á 11 minútum sló í tvígang þögn á rúmlega 79 þúsund áhorfendur á meðan innan við þúsund íslendingar vissu varla hvernig þeir ættu að haga sér fyrir kæti. Ótrúlegt mark Eyjólfs Sverrissonar, áður en aU- ir voru sestir eftir hálfleikshressing- una, gaf leiknum nýja vídd. Hann var ekki tapaður, langt í frá. Það var sem nýtt íslenskt lið hefði verið sent tfl síð- ari hálfleiks, með breyttu hugarfari. Það færði sig framar á vöUinn, eins og ekkert væri sjálfsagðara, boltanum var haldið innan liðsins með markvissu spfli og Frakkar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Brynjar jafnaði og Þórður var nálægt því að skora þriðja markið á 63. mínútu en Lama varði vel frá hon- um. Trezeguet skoraði, 3-2, en mínútu síðar var ísland enn búið að geysast í sókn og Lama varði hörkuskaUa Eyj- ólfs. Á lokasprettinum vom færi Frakk- anna betri en þeir voru á köflum komn- ir í nauðvörn undan djarfri pressu ís- lands. Leikurinn var spennuþrunginn til leiksloka. Að lokum flautaði Hey- nemann dómari - ísland tapaði - en sigraði samt! Frammistöðu leikmanna er gerð skU annars staðar i opnunni en einn mann verður að nefna. Persónugerving hins nýja íslenska landsliðs, liðsins sem aldrei gefst upp og hefur brotið blað í knattspymusögu íslands. Maður sem á tímabili íhugaði að hætta að leika með landsliðinu, vegna neikvæðni íslenskra áhorfenda í hans garð, stendur nú uppi sem einhver magnaðasti karakter sem klæðst hefur landsliðspeysunni. Eyjólf- ur Sverrisson er með leiknum í París orðinn kóngur íslenskrar knattspyrnu í dag. Að koma, fimm vikum eftir upp- skurð á hné, og leiða landsliðið með slíku fordæmi í ljónagryfju heims- meistaranna er fáum fært. Og aðrir fylgdu foringjanum. Hermann Hreið- arsson spilaði síðari hálfleikinn af því- líkum krafti og öryggi að hann hækk- aði eflaust enn töluna á sínum verð- miða. Þannig mætti áfram telja, allan f 18 manna hópinn á enda. Þar hafa allir átt sína stund, sitt hlutverk, í þeirri miklu liðsheild sem Guðjón Þórðarson hefur púslaö saman undanfarin tvö ár. Góðir íslendingar. Við eigum knatt- spyrnulandslið sem við getum verið stoltir af, landslið sem sló endanlega í gegn í seinni hálfleiknum á Stade de France á laugardaginn. -VS i íslensku leikmannanna: Frammistaða Birkir Kristinsson markvörður. Verður ekki sakaður um tvö fyrstu mörk Frakka en þriðja markið skrifast að hluta til á hans reikning. Var annars vel vakandi og öruggur í markinu og varði vel í sex skipti sem Frakkamir hittu á rammann. Eyjólfur Sverrisson miðvörður. Sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er íslenska liðinu. Skoraði frábært mark úr aukaspymu og með því gjörbreyttist leikur íslendinga. Var mjög traustur í öftustu línu varnarinnar, vann flest návígi, var sterkur í loftinu og hvatti sína menn til dáða eins og sönnum fyrirliða sæmir. Pétur Marteinsson miðvörður. Komst í heildina ágætlega frá hlutverki sínu. Var ekki mikið áberandi í leiknum en sinnti vel vamarskyldu sinni og gerði fá mistök. Skipti við Helga Kolviðsson á 80. mínútu. Lárus Orri Sigurðsson miðvörður. Stóð sig vel í vöminni og hafði góðar gætur á sínum manni. Lét Djorkaeff plata sig í öðra markinu en eftir það gerði hann fá mistök og vann flest þau návígi sem hann fór í. Auðun Helgason bakvörður. Komst á heildina litið vel frá sínu. Hann gerði fá mistök og sýndi og sannaði að hann er traustsins verður. Hann skilar ávallt sinni vinnu. Oft hefur þó boriö meira á honum en í þessum leik. Hermann Hreiðarsson bakvörður. Það bar ekki mikið á honum i fyrri hálfleik. í síðari hálfleik reis hans sól og átti hann þá stórleik; Barðist eins og ljón og var allt í öllu. Frammistaða hans hlýtur að hafa brætt margan „njósnarann". Rúnar Kristinsson miðvallarleikmaður. Lék óaðfinnanlega. Hann var tvímælalaust í hópi bestu manna á leikvellinum og var stundum gaman að sjá hvemig hann lék Frakkana upp úr skónum. Brynjar Björn Gunnarsson miðvallarleik- maður. Baráttan skein úr andliti hans allan tímann og markið kórónaði frammistöðuna. Kraftur hans var einstakur og er framtíð hans björt. Þórður Guðjónsson sóknartengfliður. Komst aldrei virkOega í takt við leikinn í frjálsu stöðunni fyrir aftan sóknarmenn- ina en var þó með í nokkrum góðum sóknarfléttum. Fékk ágætt færi eftir 15 mínútur og lyfti boltanum laglega rétt yfir markvinkOinn fjær. Ríkharður Daðason framherji. Komst ekki í umtals- verð færi en var samt afltaf ógnandi og vann fjölmörg skáflaeinvigi gegn hinum sterku frönsku miðvörðum. Varð fyrir því að skora slysa- legt sjálfsmark. Eiður Smári Guðjohnsen kom inná eftir 54 mínútur og var virkur í spfli og nálægt því að gera usla í vítateig Frakka. Helgi Sigurðsson framherji. Ódrepandi baráttuvOji, pressaði frönsku varnarmennina látlaust og var á stanslausum hlaup- um. Náði hættulegum fyrirgjöfum í tvígang en komst ekki í teljandi marktækifæri. Heiðar Helguson kom inná eftir 65 mínútur og komst ekki mikið inn í leikinn en fórnaði sér að vanda í hlaupum og vinnslu. -GH/-VS/-JKS Einkimnagjöf DV: 10 = stórkostlegur, 9 = frábær, 8 = mjög góður, 7 = góður, 6 = í meðallagi (+), 5 = í meðallagi (-), 4 = slakur, 3 = lé- legur, 2 = hræðilegur, 1 = skelfilegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.