Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 Sport Fyrsta umferð 8. flokks kvenna í körfubolta: Utsalustadir: fíxel Ú Vestmannaeyjum • Markiá Rrmula • Maraþan knnglunnl Katra Dalvík • Vinnufatabúáin Laugavegi • Kaupfélag Skagf/rdinga • fíustfirsku Hlpamir Egilsstöáum • 5iglasport 5iglufirái • Kaupfélag Húnvetninga Ekki eru allar verslanirnar med öll vörunúmer - í nýju íþróttahúsi KR-inga Það var líf og íjör í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi KR-inga á dög- unum þegar fyrsta umferð 8. flokks kvenna í körfubolta í vetur fór þar fram. Fimm lið mættu til leiks, , gestgjafar KR-inga, íslands- meistarar Keflavíkur frá þvi í minniboltanum árið áður, Haukar, Grindavík og ÍR. Það fór svo að enginn stóðst ÍR-stelpum snúning- inn en þær unnu alla leiki sína. ÍR fékk þó mestu keppnina frá Grindavík, sem ÍR vann aðeins með einu stigi og Haukum sem eru að koma upp á ný með sterkt kvennalið 1 þessum flokki eftir döpur ár. Lið KR slapp við fall í B-riðli að þessu sinni en í það súra epli þurftu íslandsmeistarar þessa árgangs í fyrra, Kefla- vfk, að bíta. Eitt er þó víst að Keflavíkurstelpur leita nýrra ráða, æfa enn bet- ur og koma sér aftur í hóp hinna fimm bestu fyrr en varir. Það er enda sterkur kjami góðra körfuknattleikskvenna framtíðar þar eins og í hinum liðun- um flórum og útlit fyrir spennandi vetur í þessum flokki. Ætla sér að rífa upp kvennakörfuna í Haukum Lið Hauka kom skemmtilega á óvart með sterku liði en kvennakarfan hefur verið í nokkurri lægð í Hafnarflrði frá því að meistaraflokkur kvenna var lagður niður fyrir vetur- inn 1992-93. Unglingasíðan greip fjórar hressar stelpur úr liðinu sem era sannfærðar um að þær séu hópurinn sem ríf- ur aftur upp kvennakörfuna í Haukum. Þetta eru Rebekka Rós Reynisdóttir, Marta Dís Stefáns- dóttir, Hrefna Stefánsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir. Þær hafa æft í tvö til þrjú ár og stóðu sig vel á þessu móti. Félag- skapurinn er að þeirra mati það skemmtilegasta við körfu- boltann og það að geta farið í öll hlutverk og út um allt á vellinum. Þær fóru líka i æfingaferð til Stykkishólms í haust. Sú ferð hefur haft góð áhrif því stelpumar léku vel og sýndu góð tilþrif. -ÓÓJ Hér að neðan eru Haukastelpurnar eftir sigur á Keflavík, ásamt lukkudýri sínu, sem hefur viðeignandi nafn fyrir hlutverk sitt hjá liðinu, dýrið heitir nefnilega Heppni. ÍR-stelpur, sem eru hér samnankomnar að neðan fyrir einn leik sinn, léku liða best í fyrstu umferð og unnu alla fjóra leikina sem þær spiluðu. Urslit leikjanna KR-Haukar..................12-14 (Gunnhildur Jónatansdóttir 5 - Lára Matthiesen 7). ÍR-Keflavlk .................16-6 (Linda Hermannsdóttir, Guðrún Hjartardóttir 3 - Kristín Magnúsdóttir, Andrea Færseth 2). Grindavík-Haukar............27-18 (Andrea K. Jónsdóttir 8 - Elín H. Þórðardóttir, Una Rut Jónsdóttir, Helena Sverrisdóttir 3). KR-Keflavík.................13-11 (Gunnhiidur Jónatansdóttir 11 - Valgerður Pálsdóttir 4). iR-Grindavlk................19-18 (Bryndís Bragadóttir 9 - Elva R. Sigmarsdóttir 6). Keflavík-Haukar ............17-28 (Valgerður Pálsdóttir 8 - Bára Sigurjónsdóttir 10). KR-Grindavík ...............19-26 (Gunnhildur Jónatansdóttir 11 - Gígja Eyjólfsdóttir 6). ÍR-Haukar...................21-20 (Sigurbjörg Sigurðardóttir 11 - Bára Sigurjónsdóttir 9). Grindavik-Keflavík .........29-24 (Gíg)a Eyjólfsdóttir 9 - Valgeröur Pálsdóttir, Bryndis Erlingsdóttir, Anna María Ævarsdóttir, Margrét Erla Guðnadóttir 4). ÍR-KR.......................25-19 (Guðlaug B. Ingólfsdóttir 7 - Gunnhildur Jónatansdóttir 8). Árangur liðanna: ÍR ...............4 leikir, 4 sigrar Grindavík .. 4 leikir, 3 sigrar, 1 tap Haukar......4 leikir, 2 sigrar, 2 töp KR...........4 leikir, 1 sigur, 3 töp Keflavik............4 leikir, 4 töp Helldsöludreifíng: Agúst Rrmann Grindavík, hér að neðan lék vel í fyrstu umferðinni. Liðið tapaði aðeins einum leik og það með minnsta mun fyrir ÍR-stelpum 18-19. Þessar fjórar hressu stelpur úr Haukum eru staðráðnar í að rífa upp kvenna- körfuna á ný í Hafn- arfirði. Þær eru í efri röð frá vinstrl: Rebekka Rós Reyn- isdóttir og Marta Dís Stefáns- dóttir. í neðri röð- inni eru síðan frá vinstri: Hrefna Stefáns- dóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.