Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 ■í Sport__________________ Kunnir kappar DV; París: Fulltrúar frá Nottingham For- est og Watford voru mættir á báöa leiki íslands í Frakklandi á laugardaginn, 21-árs leikinn í Blois og A-leikinn á Stade de France, til að skoða íslensku landsliðsmennina. Þar voru tveir gamalkunnir knattspymukappar á ferð, Ian Storey-Moore frá Forest og Luther Blissett frá Watford. Blis- sett þekkir orðið sérlega vel til íslenskra knattspymumanna þvi hann hefur nokkrum sinnum komið til íslands til að skoða leikmenn. Ljóst er að meðal þeirra sem þeir vom að fylgjast með em ívar Ingimarsson, Heiðar Helgu- son, Brynjar Bjöm Gunnarsson og Rúnar Kristinsson. -VS Marel aftur í uppskurð? Marel Baldvinsson, knatt- spyrnumaðurinn efnilegi úr Breiðabliki, er kominn heim frá Stabæk í Noregi en hann fór þangað til reynslu fyrir helgi. Marel fór í uppskurð i ágúst og missti nánast af seinni um- ferð úrvalsdeildarinnar og í Noregi tóku meiðslin sig upp aftur. Útlit er að hann þurfi að fara í annan uppskurð og því verði ekkert af samningum hans erlendis að svo stöddu. -VS Kalmar býður í ívar Ingimars DV, París: Sænska knattspyrnufélagið Kal- mar hefur gert tilboð í ívar Ingi- marsson, leikmann ÍBV og 21-árs landsliðsins. Samkvæmt heimildum DV er boð sænska liðsins ekki talið gott og því ólíklegt að því verði tekið. ívar æfði með Roda í Hollandi fyr- ir 21-árs leikinn í Frakklandi en þar spilar gamall vinur hans úr Val, Gunnar Einarsson. -VS HM í fimleikum: Þær íslensku stóðu sig vel Elva Rut Jónsdóttir úr Björk og Jóhanna Sigmundsdóttir úr Gróttu kepptu á laugardag á heimsmeistaramótinu í fimleik- um sem fram fer í Tianjin í Kína. 260 stúlkur hófu keppni um 36 sæti i úrslitakeppninni en alls luku 166 stúlkur keppni á öllum áhöldum. Elva Rut átti góðan dag, hlaut 8.412 á stökki, 8.737 á tvíslá, 7.787 á slá og 8.7 á gólfi og samtals 33.899 stig sem gáfu henni 102. sætið og komst hún því ekki í úr- slitakeppnina. Elva Rut náði samt sem áður mjög góðum árangri og varð hæst allra Norðurlanda- stúlknanna í keppninni. Næst Elvu Rut var Anette Rajala frá Finnlandi með 33.433 stig í 111 sæti. Jóhanna byrjaði vel hlaut 8.268 á stökki og 7.712 á tvíslá og 7.6 á gólfi en svo fóru sláaræfingamar heldur illa, en fyrir þær hlaut Jóhanna 6.862. Samtals hlaut Jóhanna 30.442 og 157. sæti. Rúnar Alexandersson og Dýri Kristjánsson úr Gerplu munu keppa í dag. -AIÞ Fimm leikir fóru fram i l.deild kvenna um helgina. Keflavík og KR sýndu bæði að þau eru í feiknaformi, fyrir fyrsta stórleik liðanna í Keflavík á fimmtu- dag, með öruggum sigrum. Keflavík fór í góða heimsókn til ísafjarðar og vann KFÍ tvisvar, 87-57 á föstudag og 89-61 á laugardag en KR-stelp- ur unnu 60 stiga sigur á Grindavik, 83-23, þar sem KR-lið pressaði óreynt Grindavíkurliðið allan tímann og Grindavík, sem skoraði aðeins átta stig gegn 47 í fyrri hálfleik, tapaði 42 boltum í leiknum þar af 25 í fyrri hálfleik. Nýliðar Tindastóls komu síðan á óvart með góðri frammistöðu í tveimur leikjum gegn ÍS, en urðu þó að sætta sig við tvö töp, 58-67 á föstudag og 60-52 á laugardag. Tindastólsliðið sýndi i þess- um leikjum að það getur orðið skeinuhætt í vetur þrátt fyrir ungan aldur leikmanna þess. Úrslit leikja um helgina og stigahæstu leik- menn: KFÍ-Keflavlk 57-87 (29-51): Ebony Dickenson 34, Tinna Sigmundadóttir 8 - Birna Valgarðsdóttir 21, Kristín Blöndal 17, Anna María Sveinsdóttir 16. ÍS-Tindastóll 67-58 (33-30); Signý Hermannsdóttir 17, Kristjana B. Magnúsdóttir 10, Júlía Jörgensen 10 - Jill Wil- son 22, Dúfa Ásbjörnsdóttir 13. KFÍ-Keflavík 61-89 (31-50): Ebony Dickenson 25 (24 fráköst) - Erla Þor- steinsdóttir 26, Alda Leif Jónsdóttir 12, Anna María Sveinsdóttir 12. ÍS-TindastóH 60-52 (34-34): Lovísa Guðmundsdóttir 15, Kristjana Magn- úsdóttir 14, Hafdís Helgadóttir 10 - Jill Wilson 18, Sól- borg Hermundsdóttir 10. KR-Grindavík 83-23 (47-8): Hildur Sigurðardóttir 16, Guðbjörg Norðfjörð 14 (9 stolnir), Linda Stefánsdóttir 12, Gréta María Grétarsdóttir 12 - Sólveig Gunnlaugsdóttir 12. -ÓÓJ Keflavík og KR í sérflokki - í körfuknattleik kvenna Karol Kucerauá Slóvakíu vann f gær glæsi- legan sigur gegn Tim Hen- man frá Bretlandi í úrslita- leik svissneska meistara- mótsins í tennis innanhúss. Henman hafði titil að verja frá í fyrra en varð að játa sigraðan eftir hörkuleik. Kucera sigraði í tveimur fyrstu lotunum, 6-4 og 7-6 og allt virt- ist stefna í sigur hans. Henman vann hins vegar næstu tvær lotur, 4-6 og 4-6 en fimmtu lotuna vann Slóvakinn, 7-6. Kucera sést hér með verðlaun sín en hann hefur verið frá vegna meíðsla síðustu tvo mánuðina. -SK/Reuter Ejub þjálfar Val - tekur við Valsliðinu af Inga Birni Albertssyni Ejub Purisevic verður næsti þjálfari knatt- spyrnuliðs Vals, sem féll úr úrvalsdeildinni á dög- unum, og mun væntan- lega einnig leika með Hlíðarendaliðinu næsta sumar. Ejub er 31 árs Bosníu- maður sem flutti til ís- lands árið 1992 og varð íslenskur ríkisborgari fyrr á þessu ári. Hann lék tvö fyrstu árin með HK en hefur síðan verið leikmaður og þjálfari Sindra á Homa- firði, að undanskildu ár- inu 1997 þegar hann þjálfaði Reyní úr Sand- gerði, og lék síðan með Fylki seinni hluta tíma- bilsins. Ejub, hefur náð frábær- um árangri með Sindra en hann fór með Homa- fjarðarliðið úr 3. deild- inni í þá fyrstu á tveimur áram. Undir hans stjórn fékk Sindri aðeins á sig 7 mörk í 2. deild í sumar og komst i 8-liða úrsUt bikarkeppninnar eftir að hafa meðal annars slegið út 1. deildarlið KVA og úrvalsdeildarlið Leifturs. -VS Fimm leikir voru í B-deildinni ensku um helgina. Wolves sigraði Bolton, 1-0, Crewe vann Sheffield Utd, 1-0, Q.P.R. sigraði Tranmere, 2-1, Swindon og Stockport skildu jöfn, 1-1 og Huddersfi- eld gerði jafntefli, 2-2, við Port Vale. Þrir vináttulandsleikir voru háðir um helgina. Englendingar sigruðu Belga, 2-1, í Sunderland með mörkum frá Alan Shearer og Jamie Redknapp. Hollendingar og Brasilíumenn skildu jafnir, 2-2, í Amsterdam og Danir gerðu markalaust jafntefli við Irani. Stefán Hallgrimsson varð á dögunum Norðurlandameistari öldunga í 800 metra hlaupi. Stefán hljóp á 2:11:00 mín- útum. Spánverjar tryggðu sér í gær heims- meistaratitilinn í keppni landsliða í golfi, Dunhill Cup. Spánverjar sigruðu lið Ástrala í úrslitaleik, 2-1. Jose Maria Olazabai sigraði Stephen Leaney, 72-78, Sergio Garcia tapaði fyrir Craig Parry eftir bráðabana, 69-69 og Miguel Angel Jimenez vann Peter O’Mailey, 73-75. -SK/-JKS L’Equipe um íslenska landsliðiö: Frægt fyrir að gefast aldrei upp DV, París: Hinn heimsfrægi franski knattspymumaður Michael Platini, sem gerði garðinn frægann hér á árum áður, gerir góðlátlegt grin að franska lands- liöinu i samtali við franska íþróttablaðið L’Equipe í gær. „Við burstuðum íslendingana, 3-2,“ segir hann í svolítið háðlegum tón. Hann heldur síðan áfram: „Við unnum þennan leik á engu öðm en okkar hæfileikum en hins vegar vom gallarnir rétt búnir að fella okkur. í stöðunni, 2-2, sýndi franska liðið óneitanlega mikinn karakter þegar það náði að snúa leiknum sér í vil. Það undirstrikar styrk liðsins en það hefðu mörg lið fallið saman undir slíkri pressu," sagði Platini. L’Equipe segir að íslenska liðið hafi sýnt bresti í vöminni sem ekki hafi áður sést í keppninni. Það segir aftur á móti allt um styrk íslendingana að þeir fengu á sig sjö mörk í riðlinum sem eru færri mörk en sjálfir heims- meistaramir vora að fá á sig. íslenska liðið var í vandræðum í stöðunni, 2-0, en íslendingar em frægir fyrir að gefast aldrei upp og játa sig aldrei sigraða eins og glöggt kom fram í leiknum. Ejub Purisevic verður næsti þjálfari Valsmanna í knattspyrnunni og tek- ur við liðinu af Inga Birni Alberts- syni. Eggjabikarinn: Yfirburðir Suðurnesjaliða Úrslit í 1. umferð (feitletruð lið áfram í keppninni: Snæfell-Þór........80-84 Tindastóll-Hamar...64-43 Njarðvík-Þór Þ....122-70 Keflavlk-Stjaman..123-69 KFÍ-Valur..........97-79

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.