Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 m/ga 4 j'jJ uhií WfitfM-itíBmiMr.ifrwiiiiiiítÉii Fornar Inkagrafir í frægu hofi Fornleifafræðing- ar í Perú hafa uppgötvað sextán fomar grafir frá Inkatímanum í 500 ára gömlu steinhofi ofan við borgina Cusco í sunnanverðum Andesfjöllum. Talið er að í gröfunum hafi verið grafið fólk úr konungsfjöl- skyldu Inkanna. Allt í kringum beinagrindurnar vora klæði, keramik og skartgripir. Fólkið hefur verið jarðað í fósturstell- ingu sem er dæmigert fyrir Inka því þeir töldu að hinir látnu rnyndu endurfæðast. Cusco var höfuðborg hins mikla veldis Inka þegar spænsku konkvistadorarnir komu til Suður-Ameríku snemma á 16. öld. Gæti gert illt verra að snýta sér Kvefsæknir skyldu varast að snýta sér of mik- ið. Rannsóknir bandarískra og danskra vísindamanna benda til að snýtingar geri bara illt verra þar sem slím fullt af bakteríum fer inn í ennisholumar. Það gæti svo leitt til ennisholubólgu. Vísindamenn frá háskólunum i Virginíu og Árósum segja aftur á móti að hósti og hnerri þrýsti : ekki slími inn í ennisholurnar eins og snýtingar gera. Niðurstöður þessar fengust j eftir rannsóknir á fjórtán kvef- uðum sjálfboðaliðum. Sett var sérstakt litarefni í nef fjögurra sem vora látnir snýta sér og sýndi mynd af ennisholunum að litarefnið hafði borist í þær. Kvefaður maður snýtir sér að meðaltali 45 sinnum á dag fyrstu þrjá dagana. Þrjú ný furðu- tungl við Úranus Úranus er ekki j lengur furðufugl. Stjarnvísinda- menn hafa með aðstoð stjörnu- : sjónauka á Hawaii fundið þrjú ný og fjarlæg tungl sem eru á furðulegum sporbaug umhverfls Úranus. „Uppgötvun þessi er mjög mikilvæg þar sem hún þýðir að Úranus eru ekki bara einhver furðufugl, heldur miklu fremur bara eins og Neptúnus, Satúmus og Júpíter," segir Matthew Holman sem starfar við stjarneðlisfræðimiðstöð Smith- sonian-stofnunarinnar og Harvardháskóla. Þannig er nefnilega að flestar aðrar risastórar reikistjörnur hafa furðuleg tungl á sveimi um kring. Þar til nýlega skar Úran- us sig úr þeim hópi. En sem sagt ekki lengur, og það sem meira er; engin reikistjama hefur fleiri fylgihnetti en hann, eða 21. 7J£jJJJill fsjnhaíiii- ííiaúi Kjálkabein úr smádýri fundust í Montana: Gætu kollvarpað hugmyndum um uppruna spendýra Steingerðar leifar smádýrs í ætt við snjáldurmúsina, sem fundust í Bandaríkjunum, gætu orðið til þess að vísinda- menn verði að endurskoða ýmislegt um uppruna spendýra, þar á meðal okkar mannanna. Oft þarf ekki mikið til að koll- varpa viðtekn- um kenningum. Steingerðar leif- ar smádýrs, sem líkist snjáldurmús og fundust í Montana í Bandaríkjunu, gætu orð- ið til þess að vísindamenn verði að endurskoða kenningar sínar um að fyrstu spendýrin meðal forfeðra mannanna hafi þróast í Asíu. Steingerð kjálkabeinin reyndust vera 110 milljón ára gömul eða um það bU jafngömul og elstu leifar sambærilegra spendýra sem til þessa höfðu aðeins fundist í Asíu. „Þetta bendir tU að hugmyndir okkar um asískan uppruna spendýra era í uppnámi," segir steingervinga- fræðingurinn Richard CifeUi sem starfar við náttúrusögusafn Okla- hómaháskóla. „Þetta er elsta leg- kökudýrið í Norður-Ameríku..“ Legkökudýr eru spendýr sem ala lifandi afkvæmi. Flest nútímaspen- dýr tUheyra þeim flokki. Aðrir flokkar eru tU dæmis pokadýr, eins og kengúrur sem klekja ungum sín- um út í poka, og breiðnefir sem verpa eggjum. CifeUi ákvarðaði út frá kjálka- beininu að skepnan hefði tUheyrt „Þetta kvikindi er svo frumstætt að það er að formgerð forfaðir alls sem á eftir kemur,“ segir Cifelli. hópi smádýra í líkingu við snjáldur- mús sem ýmsir vísindamenn telja að séu forfeður allra nútímaspen- dýra, þar á meðal mannanna. „Þetta kvikindi er svo frumstætt að það er að formgerð forfaðir aUs sem á eftir kemur,“ segir Cifelli. AUt þar tU litla dýrið fannst í Montana á síðasta ári voru elstu legkökudýrin sem fundist höfðu í Norður-Ameríku um 80 mUljón ára gömul. Það varð til þess að vísinda- menn töldu að nútímaspendýr ættu ættir sínar að rekja til Asíu. „Nýju steingervingarnir sýna að þau vora hér líka,“ segir Cifelli. Hann greinir frá fundinum í tíma- ritinu Nature. PPWMtlWWWaBgWI." JjíaJjH ■£bi'Jhy£hi ínifáa™. muiim Fæðubótarefnið DHEA: Bætir geðslag kvenna og eykur kynhvötina Þýskir vísinda- menn segja að daglegur skammtur af hormóninu DHEA geti bæði bætt geðslag kvenna með nýrnahett- ur sem stcnfa ekki eðlUega og aukið kynhvötina. Frá þessu var sagt í hinu virta New England læknablaði fyrir stuttu. Lengi hefur verið vitað að magn sterahormónsins DHEA í líkaman- um er mest á aldrinum 20 til 29 ára. Síðan dregur úr því eftir þvi sem aldurinn færist yfir. Ekki liggur ljóst fyrir hvort sá samdráttur er skaðlegur heUsunni. Hormón þetta er selt sem fæðu- bótarefni í heUsuvörubúðum sums staðar úti í hinum stóra heimi, þótt ekki fáist það á Islandi, og það er einkum fólk innan þess geira sem hefur lofað það og prísað. Læknar hafa aftur á móti dregið áreiðan- leika takmarkaðra rannsókna á efn- inu og hugsanlegum góðum eigin- leikum þess í efa. Vísindamenn við háskólasjúkra- húsið í Wúrzburg í Þýskalandi, und- ir forystu Wibeke Arlt, ákváðu að reyna að komast að hinu sanna í málinu. Tuttugu og íjórar konur voru fengnar tU að taka þátt í tU- rauninni. Sumar fengu 50 milli- gramma skammt af DHEA daglega en aðrar fengu aðeins lyfleysu. Kon- urnar áttu það allar sameiginlegt að framleiða lítið af hormóninu sjálfar þar sem nýrnahettur þeirra störf- uðu ekki fullkomlega. Meðalaldur kvennanna í hópnum var 42 ár. Vísindamennirnir komust að raun um að þegar konurnar tóku DHEA í stað lyfleysu í fjóra mánuði, minnkuðu líkurnar á depurð eða kvíða og þær hugsuðu meira um kynferðisleg efni en áður. Kynlífs- nautn jókst aðeins eftir flögurra mánaða inntöku DHEA en þau áhrif * héldust jafnvel eftir að konurnar hættu að taka hormónið. Hliðarverkanir hormónatökunn- ar vora meðal annars feitari húð, fílapenslar og aukinn hárvöxtur. Sumar kvennanna vora ánægðar með það þar sem þurr húð og hárlos hafði plagað þær. Þýsku vísindamennirnir vara við þvi að konur ættu aðeins að taka hormónið undir eftirliti læknis þar sem það gæti reynst skaðlegt kon- um sem þjást af hormónaháðum sjúkdómum eins og brjóstakrabba. Aðgæslu er þörf í knattspyrnunni: Veldur heilaskaða að skalla boltann of mikiö Best að skaUa boltann sem minnst. Knatt- spymumenn, sem itrekað skaUa boltann í leik, eru ef tU viU að stofna heUsu sinni í hættu, að því er fram kemur i tímaritinu New Scientist. Alþekkt er að boxarar skaddast á heUa vegna síendurtekinna höfuð- högga. Minni þeirra er skert, þeir tala óskýrt og eiga erfitt með að ein- beita sér. Sama máli kann að gegna um knattspyrnumenn sem skaUa boltann mikið. „Íþróttavísindamenn hafa komist að raun um að knattspymumenn standa sig verr en sundmenn á flölda prófa sem kanna andlega getu. Það sem meira er, svo virðist sem þeir standi sig þeim mun vem eftir þvi sem þeir hafa skaUað boltann meira á ferlinum," segir í tímaritinu. DanieUe Symons og David Abwender frá háskólanum í Gains- viUe í Flórída bára saman vitræna getu 32 knattspyrnumanna og hóps sundmanna. í ljós kom að knatt- spyrnumönnunum gekk verr á próf- um sem mældu viðbragðsflýti, hversu fljótir þeir voru að hugsa og hversu sveigjanlegir þeir voru í hugsun. Symons segir að lengri, umfangs- meiri og nákvæmari rannsókna sé Varasamt er að skalla fótbolta of mikið þar sem síendurtekin högg geta vald- ið heilaskaða hjá knattspyrnumönnum. þörf tU að staðfesta niðurstöður hennar. Knattspyrnumenn skaUa margir hverjir boltann mörg þúsund sinnum á ferli sínum. Fótbolti vegur um flög- ur hundruð grömm og hann er á allt að 120 kílómetra hraða á klukku- stund þegar hann kemur í hausinn á mönnum. „Þjálfarar ættu að hvetja menn til aö taka upp betri tækni," segir Dani- elle Symons. „Og sumir vísindamenn telja að börn eigi aUs ekki að skalla - boltann."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.