Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 2
Af fæðingardeild. Ríflega 4200 barns- fæðingar á landinu - svipaður fjöldi frá ári til árs Árið 1996 fæddust 4.365 börn á íslandi. Árið 1997 fæddust nokkru færri börn á landinu eða samtals 4.184. Árið 1998 fjölgaði fæðingum aftur, þá fæddust 4.226 böm á landinu öllu samkvæmt upplýs- ingum frá Landspítalanum. í Reykjavík vom fæðingar á þessu ári á fæðingardeild Landspítalans orðnar 2.172 þann 8. október síð- astliðinn. Ekki var þá búið að taka saman hver fjöldi fæddra bama er á þessu tímabili en að sjálfsögðu er þar eitthvað um tví- bura og jafnvel fleirbura að ræða. -HKr. Bamamyndatökur á kr 5000,00 Október tilboð Ljósmyndaramir eru meðlimir í FÍFL. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 Verið velkomin aSSSgSa Barnaviiruverslun Bébécar-barnavagnar „eru þrennt í einu", vagn, kerra og burðarrúm. Rauðtirártitíg 16, sími 561-0120 Bébécar-barnavagnar eru sérstaklega hannaðir fyrir okkar veðráttu. Þeir eru hlýir, vel lokaðir og umfram allt mjög liprir og þægilegir í meðförum. Verð 47.000. 10% staðgreiðsluafsláttur. Staðgreiðsluverð 42.300. ( 1999 ) Föstudaginn 15. október verður einstök barnavörusverslun á horni Hverfisgötu og Vitastígs opnuð. Þar feest vandaður sparifatnaður, brúarmeyjakjólar og skímarfatnaður. Einnig fást hjá okkur sœngurjot, gamaldags leikfong og fleira. Verið hjartanlega velkomin! Bíum Bamba sími 551 0809 Næring ungbarna: Fyrstu mánuðirnir afar mikilvægir - segir Inga Pórsdóttir prófessor Næring er mjög mikilvægur þáttur i uppeldi ungbama. Að sögn Ingu Þórsdóttur, prófessors og formanns Manneldisráðs, er fósturskeið og fyrstu ár ævinnar mjög mikilvæg hvað næringuna varöar. Þyngd bama tvöfaldast á fyrsta hálfa árinu og þrefaldast á fyrsta ald- ursárinu. Rannsóknir á neyslu lítilla bama hefur verið gerð hjá Rann- sóknarstofu í næringarfræði. Á því sviði má nefna ítarlega mastersrit- gerð Hildar Atladóttur sem fjallar um þessar rannsóknir en Inga Þórs- dóttir prófessor var þar m.a. umsjón- armaður. Þar kemur fram að móðurmjólkin er sérlega mikilvæg, bæði sökum næringargildis og vegna þess að með henni fá börnin mótstöðu gegn ýms- um kvillum. Bijóstagjöf hefur verið mikil hér á landi í gegnum tíðina og hefur tíðkast í 90 -97% tilfella og far- ið vaxandi á síðasta áratug. Þó er talið að enn meira þurfi til, þ.e. að fleiri börn verði höfð eingöngu á brjósti í 4-6 mánuði. Niðurstaða þessara rannsókna sýnir að næringarefni í fæði ís- lenskra ungbama er yfir ráðlögðum dagskammti nema hvað varðar jám og D-vítamín. í öllum aldursstigum upp að eins árs aldri var orkuupp- taka ungbama á íslandi hins vegar minni en lagt er til í norrænum ráð- leggingum frá 1996, en samt nálægt því sem ráðlagt er í Noregi. Hlutfall fitu, prótína og kolvetna fæðu ung- bama hér á landi var í samræmi við það sem hingað til hefur verið ráð- lagt. í rannsóknunum kom í ljós að notkun þurrmjólkur er minni hér á landi en í öðmm löndum. Hins vegar er neysla kúamjólkur algengari en víðast þekkist í aldursflokki frá 6 mánaða til eins árs. Niðurstaða rannsókna styður einnig kenningar um að orkuþörf ungbama sé minni fyrir hvert kíló í þunga barna en fiestir hafa taliö og því minni en gengið er út frá í ráð- leggingum. Þá em niðurstöður rann- sóknanna kannski ekki síst mikil- vægar sem bakgrunnur fyrir frekari rannsóknir á áhrifum fæðu á fyrsta hluta ævinnar með tilliti til heilsu síðar á ævinni. Rannsóknir á tveggja ára börnum Inga segir að auk þessara rann- sókna á bömum í aldursílokknum 0-1 árs hafi Rannsóknastofan líka gert rannsóknir á tveggja ára börn- um. Þá er sömuleiðis til fræðsluefni um næringu ungbama sem Manneld- isráð hefur gefið út. Þetta fræðsluefni hefur verið í endurskoðun, en í áður- nefndum bæklingi kemur fram að fyrstu fjóra mánuðina þurfi böm enga aðra næringu en bijóstamjólk, eða þurrmjólkurblöndu. Þar segir líka að öll önnur fæða þessa fyrstu mánuði sé ekki aðeins óþörf heldur beinlínis lélegri kostur. Þó er mælt með gjöf á AD-dropum eftir að bam- ið er orðið mánaðargamalt en þá að- eins tveim dropum á dag. Hunang er sagt óæskilegt á snuð ungbamsins þar sem það skemmi viðkvæmar tennur, jafnvel áður en þær koma í ljós. Þá geti hunang vald- ið alvarlegum maga- og þarmasýk- ingum. Fjölbreyttari fæðugjöf við sex mánaða aldur Fæðugjöf ungbarna, önnur en brjóstamjólk, hefst við fjögurra til sex mánaða aldurinn með gjöf á ungbarnagraut og maukuðum ávöxtum og grænmeti. Við sex til átta mánaða aldúrinn hefst gjöf á fjölbreyttara fæði, svo sem soðnu og vel maukuðu kjötmeti, fiski, kartöfl- um og eggjum. Tekið er fram að ekki beri að salta mat ungbarna og öll önnur bætiefni en tveir AD-drop- ar á dag eða lítil teskeið af lýsi séu óþörf. Við átta til tólf mánaða aldur hættir að vera þörf á að mauka fæðu ungbama, heldur dugar að stappa hana með gaffli. Brauð, skyr, slátur, appelsinur og aðrir súrir ávextir bætast við og heimatilbúnir grautar koma að einhveiju leyti í stað ungbamagrauta. Fæðutegundir sem ráðlagt er að forðast em unnar kjötvörur og ýmis saltur pakkamat- ur. Þá er varað við sykumeyslu. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.