Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 JÖ"V 18 • barnið Barnaheill Samtökin Barnaheill voru stofnuð á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október 1989. Markmið Barnaheilla er að vera málsvari allra barna og hafa frumkvæði að málum er varða réttindi þeirra og velferð með Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill mynda ásamt lands- samtökum 26 annarra ríkja Save the Children Alliance, sem er alþjóðleg hreyfing er veitir börnum og aðstandend- um þeirra aðstoð og stuðning í yfir 100 ríkjum heims. Aðilar að Barnaheill geta verið einstak- lingar, félög og fyrirtæki sem jafnframt eru fjárhagslegur bakhjarl samtakanna. Barnaheill eru pólitísk barna- réttarsamtök sem vilja hafa áhrif á stjórnvöld, atvinnulífið og almenning hvað varðar réttindi og viðhorf til barna. Barnaheill eru til húsa að Laugavegi 7, 3. hæð. Gegn barnaklámi Flestum okkar býður við barnaklámi en þó ekki alveg öllum. Netið hefur því miður verið misnotað til að dreifa og koma þessu ólöglega og ógeðfellda efni á framfæri. Samtökin Barnaheill hvetja alla þá sem sporna vilja við þessari villimennsku að senda netslóð- ina til samtakanna. Samtökin muni þá koma upplýsingunum á framfæri við yfirvöld og rétta aðila á Netinu. Mikil salt- neysla eyk- ur blóð- þrýsting Ekki er talið æskilegt að neysla á matarsalti sé meiri en 8 grömm á dag fyrir fullorðna. Matarsalt nefnist natríumklórið á máli efnafræðinnar. Mikil Þurrmjólk getur verið nauðsynleg og kúamjólk er góð en brjóstamjólkin er samt alltaf best. að það sé sérstaklega gott við ástandið hér á landi hversu brjóstagjöf sé mikil og almenn. „Það er mikill dugnaður í brjósta- gjöfinni og tímalengdin hefur auk- ist. Þá hefur verið mælt með því að fyrstu fjóra til sex mánuðina séu börn eingöngu höfð á brjósti og mjög ánægjulegt að fleiri og fleiri mæður skuli vera farnar að gera það. „En enn frekari áherslu þurfum við þó að leggja á þetta þar sem meira en helmingur barna fær eitthvað annað en brjóstamjólk við 4ra mánaða aldur og 95% við 6 mánaða aldur. Á þessum tíma eiga börn ekki að þurfa neitt nema brjóstamjólk en auðvitað eru til undantekningar frá því. Þá kemur spurningin hvað taki við þegar draga fer úr brjóstagjöflnni. Þar hefur hingað til verið talið óhætt að byrja smátt og smátt að gefa kúamjólk. Þá hefur ekki verið mælt sérstaklega með þurrmjólk nema barnið sé ekki á brjósti.“ Einhæf kúamjólkur- gjöf fyrstu mánuðina getur valdið járn- skorti Inga segir að gallinn við kúa- mjólkurgjöf á-fyrstu mánuðum í æviskeiði barnsins í samanburði við móðurmjólkina, sé miklu hærra próteinmagn og lítill járn- styrkur. Fyrstu mánuðina er verið að leita eftir mjólk sem getur ver- ið eina fæða barnsins og þar er brjóstamjólkin best. „Ef byrjað er á kúamjólkurgjöf snemma og hún gefin eingöngu er hætta á járnskorti. Það er vitað að þrátt fyrir það hágæða prótein sem í kúamjólkinni er, vegna hag- stæðrar amínósýrusamsetningar, er samt hætta á smávægilegum háræðablæðingum í meltingar- vegi. Þær blæðingar geta síðan aukið á blóðleysi sem einnig skap- ast af litlu járninnihaldi kúamjólk- urinnar. Vegna þessa galla kúa- mjólkurinnar er mikilvægt að nota sérgerðar vörur með minna próteinmagni, meira járninnihaldi og fleiri næringarefnum. Því er æskilegt að nota frekar þurrmjólk en kúamjólk allra fyrstu mánuð- ina ef bam er ekki á brjósti. Aðal- atriðið er samt eftir sem áður að hafa börn á brjósti ef kostur er á.“ í nýjum leiðbeiningum Mann- eldisráðs er mælt með að rólega sé farið í kúamjólkurgjöfina. Þá er gengið út frá að ekki sé farið að gefa kúamjólk sem aðaldrykkjar- Mjólk er góð: Brjóstamjólkin er alltaf best - þurrmjólk þó talin æskilegri fyrstu mánuði ef brjóstamjólk er ekki til staðar Fæöutegund Þurrmjólk 11% 19% 21% 29% 25% 24% 18% 11% 8% 4% 5% 0% Mjótkurafuröir 0% 0% 2% 1% 14% 18% 6S% 78% 78% 93% 94% 90% neysla natríums getur átt þátt í að auka háþrýsting. Of hár þlóðþrýstingur, háþrýstingur, er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Því er mælt með að takmarka neyslu natríums með því að sneiða hjá saltmeti og tak- marka salt í matreiðslu og við borðhald að því marki að dagsneysla þess sé undir 8 grömmum fyrir fullorðna (í 2500 hitaeininga fæði) en það samsvarar 3,2 grömmum natríums á dag. Meira en helmingur natríums í fæði kem- ur úr tilbúnum matvælum, svo sem brauði og morgunkorni, osti, pakkasúpum og öðrum til- búnum réttum en aðeins 20-30% er bætt í matinn við matreiðslu. Vönduð matvæla- framleiðsla, þar sem saltnotk- un er stillt í hóf, er þannig mik- ilvæg forsenda þess að hægt sé að minnka saltneyslu þjóð- arinnar. Sérfræðingar hér á landi og víðar mæla ekki með að þurrmjólk sé gef- in ungbörnum í stað brjóstamjólk- ur. Lögð er áhersla á að mæður gefi brjóstamjólk sé þess nokkur kostur. Upplýsingar um þurrmjólk liggja ekkert á lausu enda er hún nær ekk- ert auglýst hér á landi. Dæmi eru þekkt frá fyrri árum að áróður og hörð markaðssetning stórframleiðenda þurrmjólkur í fá- tækjum ríkjum hafi valdið stórslys- um. Þar fór saman að á þeim stöð- um var neysluvatn mengað og læsi íbúanna lélegt. Því var búinn til göróttur drykkur sem í mörgum til- fellum var með röngu hlutfalli af þurrmjólkurdufti sem blandað var i mengað og stórhættulegt vatn. Stór- fyrirtæki lentu því í að borga gríð- arlegar skaðabætur í kjölfar mála- ferla vegna stórslysa sem af þessu hlutust. í dag er rétt meðhöndluð þurr- mjólk þó talin geta verið góður kost- ur í vissum tilfelium á fyrstu mán- uðunum í lífi bamsins og jafnvel betri en gjöf á kúamjólk sé brjósta- mjólk alls ekki til staðar. Þurrmjólkurgjöf get- ur reynst nauðsynleg Gisela Lobers næringarfræðingur segir að best sé að gefa brjóstamjólk sé þess einhver kostur. Hún segir þó að það komi upp tilfelli þar sem móðirin getur ekki gefið brjósta- mjólk og þá sé gjaman gefm þurr- mjólkurblanda. Eins eru tilfelli þar sem barnið fær ekki næga mjólk hjá móðurinni og þyngist ekki nægjan- lega þá þykir gott að gefa þurr- mjólkurblöndu sem ábót. „I dag er það talsvert í umræðunni að ráð- leggja að bömum sem hingað til hef- ur verið gefin kúamjólk eftir sex mánaða aldur verði heldur gefln þurrmjólk eftir að brjóstagjöf lýkur. Þá er jafnvel talað um að gefa þurr- mjólk allt fram að fyrsta aldursári.“ Gisela segir blöndun þurrmjólkur- innar alltaf gefna upp á umbúöun- um og ef farið sé eftir leiðbeining- um og hreinlætis sé gætt eigi engin hætta að vera samfara þurrmjólkur- gjöfmni. Brjóstagjöf er mikil og almenn Inga Þórsdóttir prófessor segir mjólk fyrr en um níu mánaða ald- urinn. Einnig er mælt með að aldrei sé farið uppfýrir hálfan lítra af kúamjólk í magni og er þá jafn- framt miðað við að með fram sé gefið fjölbreytt fæði. í mastersritgerð Hildar Atladótt- ur, sem fjallar um rannsóknir á næringu ungbarna, er birt tafla sem sýnir niðurstöður rannsókna á fæðu ungbarna hér á landi fyrstu tólf mánuðina. Þar sést vel hve brjóstamjólkurgjöf er algeng hér á landi í samanburði við gjöf á öðrum tegundum af mjólk og mjólkurafurðum. Fjöldi tilfella er skráður í prósentum. Bamamyndatökur á ■!§£& kr 5000 Október tilboð Ljósmyndaramir eru meðlimir í FIFL. W H Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 F / . srtíkl Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 1 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.