Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 JL>"V JJ'V MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 20 • barnið Dagbók dagmömmu - einn dagur í lífi Halldóru Bjarkar Norðdahl og fjölskyldu Ég ákvað að taka daginn snemma, allavega hálftíma á undan börnunum, þ.e. kl. 8 svo ég gæti allavega þvegið á mér höfuðið en með lítil börn er engan veginn sjálf- sagður hlutur að fá frið til þess, að ég tali nú ekki um sturtu eða slíkt. Að því loknu ryksugaði ég yfir allt en þá vaknaði líka Bjöm Dagur (8 mánaða). Ég kom við inni á baði þar sem kommóðan hans er og tók til fót á hann og hreina bleiu áður en ég fór inn til hans. Ég klæddi hann að venju í hjónarúminu þar sem er hlýtt og notalegt á meðan maður er að vakna almennilega. Ég ákvað að bjóða þeim stutta upp á hafragraut þennan daginn og voru menn ánægðir með það. Nú var klukkan að nálgast 9 og kominn tími til að stóri bróðir færi á fætur. Við laumuðumst inn til Þormóðs (3 ára) og ég lagðist upp í rúmið til hans og kúrði hjá honum á meðan hann losaði svefninn. Þrátt fyrir að vakna rólega sner- ist skapið snarlega við þegar hann komst að því aö það var ekki Star Wars morgunmatur á boðstólum! Drengurinn varð stjörnuvitlaus og upphófst mikið stríð. En mamma vinnur alltaf á endanum og snáðinn lét þjóðlega hafragrautinn duga. Reynir bara betur á morgun. Nú var klukkan orðin 9.40 og ég átti von á bami í dagvistun til mín fyrir klukkan 10. Ég er nýbyrjuð sem dagmamma og hef enn sem komið er eitt barn í vistun, en ann- að kemur um næstu mánaðamót. Ég dreif því í að smyrja mér morgun- mat og hita vatn í skyndikaffi í ör- bylgiunni. Ég hafði rétt bragðaö á kaffinu þegar Darri (11 mánaða) mætti. Hann hafði borðað morgun- matinn snemma og var orðinn svangur aftur svo ég tók hann með inn í eldhús og gaf honum smávegis hafragraut með Þormóði. Darri varð fljótt saddur og Þor- móður „þurfti“ ekki meira svo ég fylgdi þeim inn í leikherbergi til Bjöms Dags. Mikið urðu vinirnir kátir þegar þeir sáust! Ég skaust svo inn í eldhús eftir kaffibollanum og brauðinu sem ég gleypti í herbergis- dyrunum og skolaði niður með köldu kafiinu. Bollanum skellti ég svo upp á næstu hillu því ég varð að stökkva til og stöðva Darra áður en hann tæmdi neðstu skúffuna í kommóðunni hans Þormóðs. Ég setti hann til hliðar og gekk frá. Á meðan vildi sá litli skoða einhverja bók, en eitthvað var erfitt valið og á Ég sagði henni strax að ég myndi senda Herdísi Mjöll (9 ára) eftir dóttur hennar, Guðnýju Rós (3 ára) þegar hún yrði búin í skólanum. Hún hlyti að geta litið eftir henni þar til maðurinn hennar kæmi heim. Nú var Þormóður hættur að föndra og kominn inn í herbergi að púsla. Óliver gerði heiðarlega til- raun til að hjálpa honum, við litla hrifningu þess eldri. Þegar klukkan var aö nálgast tvö ákváðum við að drífa okkur út í „góða“ veðrið. Ég tíndi fram úti- galla í snatri og klæddi Þormóð fyrst. Ég var rétt að verða búin að klæða Öliver þegar Darri vaknaði, alveg passlega til að koma í útigall- ann. Við fundum fótur og skóflur en í stofu-útidyrunum mættum við Herdísi Mjöll og ég sagði henni frá Guðnýju Rós og hún lét ekki segja sér það tvisvar. Við drifum okkur út og bak við næstu blokk, á rólóinn þar. Bjöm Dagur vaknaði og ég lét hann bara setjast upp i vagninum, enda gat ég ekki séð að við yrðum mikið lengur úti, búin að vera rúm- lega hálftíma og „drekkutími" að nálgast. Stelpurnar komu með okkur inn, (ekki hægt að slíta vinina í sundur) og Herdís Mjöll hjálpaði við að koma liðinu úr göllunum og inn. Það fór auðvitað allt á kaf í sand svo ryksugunni var kippt fram áður en sandurinn bærist út um allt. Ég smurði heimabakað brauð með kæfu handa þeim og hellti mjólk í glösin, öll fimm. Svona átti þetta að vera, þetta var gaman. Rétt eftir drekkutímann var krullukollurinn minn (Darri) sótt- ur, ánægður eftir vel heppnaðan dag. Nú var leikurinn farinn að æs- ast fram úr hófi hjá þeim eldri svo ég stakk upp á smáslökun yfir teiknimyndum, og jafnvel piparkök- um með, það svínvirkaði. Nú var að ná þeim eldri aftur frá sjónvarpinu. Jú, þau voru alveg til í að klippa og líma svolítið. Ég fór og sótti þvottinn á meðan. Bjöm Dagur lék sér enn hinn ró- legasti svo ég byrjaði loks að brjóta saman þvottinn. Var rétt byrjuð þegar pabbi Guðnýjar bankaði á stofudymar, kominn að sækja hana. Ég sneri mér því næst að uppvask- inu, Nú var Þormóður orðinn vælinn, þreyttur og svangur enda klukkan að verða 19. Ég kom honum fyrir í sófanum og leyfði honum að horfa á teiknimyndir á meðan ég hafði til. matinn. Áður en ég gat byrjað á eldamennskunni vaknaði Björn að vekja Þormóð var nú tveim tím- um seinna algerlega á hvolfi. Björn Dagur var búinn að skoða kubbana, bílana og hafði tekist að hvolfa skúffunum þrem með púsluspilun- um, matardótinu og köllunum! Svo nú var komin tími til að bretta upp ermamar og taka til. Nú var Þormóður orðinn vælinn og vonlaus, langaði að fara í tölvuna eða að horfa á teiknimyndir í sjón- varpinu og fyrst þaö mátti ekki átti ég bara að koma og spila lúdó við hann. Ég lofaði að gera það i kvöld og þá skyldum viö líka poppa og kveikja á kertum og svoleiðis, voða gaman. Það var samþykkt og menn tóku gleði sína á ný. Ég fór nú að huga að hádegismat í eldhúsinu, skyr með rifirini pem út í. Þegar þetta var að verða tilbú- ið kom sá stutti inn til mín með óþolinmæðissvip og spurði hvort ég væri ekki að verða búinn að poppa? Að lokninni máltíð hófst andlits- þvottur sem mér tókst að ljúka þrátt fyrir hörð og áköf mótmæli, enda báðir orðnir þreyttir. Ég dreif í að skipta á þeim og lágu þeir bara óvenjukyrrir að þessu sinni, nudd- uðu bara augun og vældu lágt. Ég sótti pelann hans Darra í töskuna hans, bætti í hann mjólk og lagði hann inn í rúmið hans Bjöms Dags með pelann. Bjöm Dag klæddi ég aftur á móti út í vagn þar sem hann er vanur að taka sinn lúr. Þormóði kom ég fyrir viö borðstofuborðið með gamalt dagskrárblað, Viku og fleira slíkt, skæri, lím, pappaspjald og þar sat maður og fóndraði í góða stund. Drengimir litlu voru rétt sofnaðir þegar Óliver (18 mánaða) vinur okkar kom í heimsókn. Meunma hans þurfti að erindast eitt- hvað bamlaus og hafði beðið mig fyrir drenginn á meðan, auðvitað var það ekkert mál enda ekki fullt hjá mér hvort eð var. Ég var rétt búin að hveðja mömmu hans þegar nágrannakona mín hringdi til að láta mig vita að hún kæmist ekki í baksturinn sém við höfðum ákveðið seinnipartinn þvi hún var svo lasin. augnabliki var hillan hálftóm. Ég fann pappabók handa Darra og kom honum fyrir í mjúka horninu á meðan ég gekk frá herlegheitunum. Ég gat nú ekki annað en brosað að því hvaö hann var snöggur, þetta minnti helst á grínmynd, en þannig era líka dagamir með bömum. Herbergið sem hafði verið svo fínt þegar við komum inn í það til Confetti - nvr sö Stella-kommóða natur, cherry og hvít, kr. 15.990 Úrvalið er hjá okkur. V. RLI lcgno SlMI 553 3366 G L Æ S I B Æ barnið 21 t. Dagur aftur. Ég var passlega búin að setja kjötið út í heita olíuna þeg- ar ég var neydd til að taka þann litla pirraðan upp. Nú varð ég að halda á honum með annarri hendi á meðan ég hrærði í kjötinu með hinni. Til að kóróna ástandið var bankað. Þá gafst ég líka upp og skvetti vatninu bara strax út í og hljóp svo með bamið í fanginu til dyra. Hann gat þó hlegið að því, ormurinn litli. Herdís Mjöll var mætt í mat. Þormóður litli hafði sofnað á sófanum og var ekkert voðalega hrifinn þegar ég vakti hann til að koma og borða. Ólíkt bróður sínum er hann ekkert sér- staklega matglaður drengur. Bjöm Dagur var auðvitað fyrstur að klára sitt, orðinn argur á að bíða meðan við hin borðuðum og strax eftir matrim skellti ég honum í bað. Það er nú meira hvað böm geta skemmt sér vel í vatni . Mér hefði ekki veitt af pollagalla á meðan. Eft- ir 20 mínútur og hárþvott fannst mér nóg komið af sullinu og dreif drenginn upp úr við hörð mótmæli þess stutta. Hann jafnaði sig þó fljótt meðan ég klæddi hann í nátt- fót og sokka. Næst var það poppið. Herdís Mjöll tók til á stofuborðinu eftir fondur dagsins, Þormóður raðaði upp spilinu og ég poppaði. Þegar búið var að kveikja á kertum á borðinu og á reykelsi var hægt að byrja að spila lúdó. Þormóður hefur aldrei verið svona virkur i spilinu áður. Hann var líka orðinn sæmi- lega spenntur fyrir rest þegar hann var alveg að vinna, sem hann svo gerði á endanum. Sá var kátur. Við Herdís Mjöll settumst aftur á móti yfir heimalærdóminn. Mér finnst alltaf gott ef ég get gefið mér smá tíma til þess. Við náðum að klára allt fyrir hálftíu og þá vora þau bæði send í náttfótin, við litla kátínu að sjálfsögðu. Við fórum öll inn á bað og ég burstaði tennurnar í drengjunum, Herdís Mjöll sá sjálf um sínar. Svo settumst við öll upp í rúmið hans Þormóðs nema Bjöm Dagur sem fékk að leika aðeins lengur. í kvöld lásum við „Óðflugu“ eftir Þórarin Eldjám, en hún er mjög vinsæl hjá þeim. Þau kysstust nú góða nótt, og ég breiddi yfir Þormóð, fann svo beljuna hans (lítið tuskudýr) fyrir hann, en án hennar er ekki hægt að sofa. í því kom Eiríkur (maðurinn minn) heim. Pabbi drengsins kom inn sagðist ætla að sjá um hann en væri búinn að láta renna I baö fyrir mig. Ég mótmælti engu - hæstá- nægð með það að ljúka deginum á þennan hátt. Klukkan var að nálg- ast miðnætti þegar við lögðumst til hvílu - þreytt en ánægð með góðan dag. -Halldóra Bamamyndatökur á kr 5000,00 Október tilboð Ljósmyndaramir eru meðlimir í FIFL. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 Basic-rúm natur,antik og hvítt, frá kr. 10.990 Úrvalið er hjá okkur. SlMI 553 3366 G L Æ S I B Æ JMR Skómir frá JIP hafa reynst íslenskum bömum vel. Vandað leður. stuðningur við hælinn og sígild hönnun undirstrika gæðin. ■■■% JIP-21901 eru fyrir athafna- og skólafólkið. Breiðir og henta því vel fyrir innlegg. Litir: Svart, brúnt og rautt. Stærðir: 21 til 40. Verð frá 3.995 kr. JIP-623 eru fyrir afreksfólkið sem er að taka sín fyrstu skref í lífinu. Að auki eru þeir með vandað innlegg. Til í ýmsum litum og útfærslum. Stærðir 18 til 24. Verð 3.995 kr. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLUNNI & D0MUS MEDICA Símar 568 9212 og 551 8519

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.