Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 JLlV > 22 JL # barnið UÓSMYNDASTOFA SIGRÍÐAR BACHMANN GARDAsnxnii im usncJAVtKstMiwmi Helga og Jón með ungbarnasund Ekki er ýkja langt síðan farið var að bjóða almenningi upp á sund- kennslu fyrir ungbörn. Nú þykir slík kennsla sjálfsagður hlutur og æ fleiri foreldrar sækjast eftir að koma bömum sinum sem fyrst í sundkennslu. Helga Gunnarsdóttir og Jón Júlí- usson hafa kennt ungbamasund í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði sl. átta ár. „Þetta er alltaf jafn vinsælt en þessi kennsla er þó komin á mun fleiri staði en áður var,“ segir Helga. HAUST l' STJÖRNUM ■ MJÓDDINNI 0-/6 ára S: 5577711 Kennslan hefst í bað- inu heima „í upphafi byrjum við á því að leggja foreldrunum fyrir æfingar heima. Þar eru börnin látin kynn- ast þvi að blotna í framan og síðan er foreldrunum ráðlagt að fara með börnunum i bað og leyfa þeim að busla. Næsta skref er síðan að foreldrarnir koma með börnin til okkar. Þar könnum við hvernig börnin bregðast við er vatni er skvett framan í þau. í næsta tíma á eftir setjum við kennararnir börnin fyrst í kaf. í þriðja tíma er síðan algengt að foreldrarnir taki við að dýfa börnunum í kaf undir leiðsögn okkar.“ fwj/rír |f§Ærurlg mfífa Klapparstíg 27 Síml 552 2522. Rúmgóair Vindheidir Vatinsheldir Pantíð nýjan bækling. Öruggir fiacL ácL játafötcu Einn, tveir og þrír og allir í kaf Tvenns konar tækni * CREME FRAICHE steffen & JERKNJgUj ri FIÍA Vandaðar vörur frábært verð veglegra úrval þú sjaldan sérð alfatnað, allan af bestu gerð fá börnin sem fara í STJÖRNUFERÐ A Buxur kr. 1875. Pils kr. 1695.- Peysur kr. 1795.- Buxur kr. 2995.- kr. 2195.- Skokkur kr. 2490.- Buxur kr. 1590.- : Úlpa kr. 2795.- Húfa kr. 795.- Samfestingur kr. 2495.- Tæknin við að kenna börnunum að kafa í vatn er aðallega tvenns konar. Annars vegar er blásið framan í börnin til að fá þau með ósjálfráðum viðbrögðum til að loka fyrir vit sín, eða að það er skvett vatni framan í þau í sama tilgangi. „Við blásum ekki, heldur notum vatnið. Eftir að hafa skvett framan í þau í svona fimm til sex kennslustundir, þá eru þau yfir- leitt búin að læra við hverju má búast. Þá þarf ekki lengur að skvetta, heldur dugar eftir það að telja bara einn, tveir og þrír, lyfta þeim upp og dýfa síðan í kaf.“ Helga segir æskilegast að börnin séu vanin á sömu aðferðina frá upphafi. Börn sem fari í ungbarna- sund læri að umgangast vatn sem sjálfsagðan hluta af umhverfinu. Hún segir að það sé þó mikilvægt að foreldrar séu duglegir að halda þeim við efnið og fara reglulega í laugina, annars sé hætta á að þau gleymi tækninni. Þá þuríi kannski að fara að kenna þeim upp á nýtt að umgangast vatnið þegar þau fara í skólasund um sex til sjö ára aldurinn. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.