Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 9
30^*" MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 barnið Börn fest á filmu: Ooh, þú ert eins og rjómakarmella - betra gerist hólið ekki, segir Sigríður Bachmann Börn verða ekki alltaf börn og fyrr en varir eru þau vaxin foreldrum sín- um yfir höfuð. Þá vakna margir upp við þá leiðu staðreynd að gleymst hef- ur að festa minningarnar um barn- æskuna á filmu. Sigríður Bachman ljósmyndari er með myndastofu í Garðastrætinu í Reykjavík og átti stofan tíu ára af- mæli þann 23. september síðastliðinn. Eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir er einmitt að mynda börn. Þegar hún var sjálf barn upplifði hún lífið í gamla braggahverflnu Camp Knox í vesturbæ Reykjavíkur. Þar kynntist hún öllu litrófi mannlífsins; stolti, særindum, væntingum, vonbrigðum, hamingju og harmleikjum. Hún lærði því fljótt að „lesa“ fólk og komst að því að sjálfsævisaga okk- ar allra er skráð í andlit okkar, fas og framkomu. Sigga hóf að starfa við ljósmyndun hjá Guðmundi A. Erlendssyni 15 ára að aldri, en hann rak þá stúdíó í Garðastræti 8, en síðar flutti hann yfir í Garðastræti númer tvö og fylgdi Sigga honum þangað. Samtals starfaði hún hjá Guðmundi í 13 ár. Þá lá leið- in til Suður-Afríku þar sem hún bjó í nokkur ár. Eftir heimkomuna starfaði Sigríður hjá Sigurgeiri Sigurjónssyni í Svipmyndum í sjö ár. Hún tók próf í greininni nftir að Afrikudvölinni lauk 1983. Ljósmyndastofu stofnaði hún svo í Garðastræti 17 þann 23. september 1989 þar sem hún er enn tíu árum síð- ar. „Barnamyndataka er mjög stór þáttur í mínu starfl. Fólk mætti þó gera mikið meira að því að láta mynda börnin sín, því þau eru svo fljót að vaxa úr grasi. Fólki fmnst það dýrt að festa þannig minninguna um barnið á filmu, en á sama tíma lætur þetta sama fólk eftir sér að fara út að borða kannski tvisvar í mánuði. Þó ég hafi yndi af barnamyndatök- rnn þá er ég ekki mjög hrifin af því að taka myndir af nýlega fæddum börn- um. Sterku ljósin og flössin á ljós- myndastofunni eru örugglega ekki æskileg fyrir augun í þeim þar sem þau eru svo sein að þroskast. Þá er heldur ekkert hægt að gera fyrir þessi litlu grey, það þarf helst að binda þau niður í stól svo hægt sé að taka af þeim mynd. Þetta verða svo miklar uppstillingar og börnunum líður hreinlega illa. Ég vil því heldur að börn séu orðin tíu mánaða eða svo, farin að sitja upprétt og fylgjast með umhverfmu. Skemmtilegasti aldurinn er tveggja og hálfs árs til þriggja ára. Þá eru börnin orðin fjörug og Sigríður Bachmann Ijósmyndari. skemmtileg og hægt að ná fram þeirra eigin „karakter". - Þarf ljósmyndarinn þá ekki að vera svolítill trúður í sér líka? „Jú, bæði trúður, sálfræðingur, leikari og leikstjóri. Til að ná góðum myndum af börnum, þarf maður að haga sér eins og barn. Maður verður að komast í samband við þau. Full- orðnir verða því oft mikið hissa hvernig maður hagar sér í návist barnanna. Á meðan börnunum flnnst þetta gaman, þá er mér alveg sama hvað fólk heldur um mig. Börn eru skemmtilegasta viðfangs- efnið mitt. Þau eru svo einlæg, opin og óskemmd. Einn lítill snáði sagði við mig; „Ooh, þú ert svo góð - þú ert eins og rjómakarmella". Betra hól er varla hægt að hugsa sér. - Nú eiga allir finar og dýrar myndavélar, hefur það ekki dregið úr aðsókninni til ljósmyndaranna? „Jú, það var hér á tímabili eftir að sjálfvirku vélarnar komu. Fólk taldi sig fært í flestan sjó með dýrar og fln- ar vélar í höndunum. Æ fleiri hafa þó gert sér grein fyrir því að það er ekki hægt að ná fram sömu áhrifum með heimilismyndavélinni og hægt er með fullkomnum lýsingarbúnaði á ljós- myndastofu, þar sem ekkert er til að trufla viðfangsefnið. Börn haga sér líka öðruvísi fyrir framan ókunnuga, en heima hjá foreldrum sínum. Það er alveg gerólíkt. Við höfum líka allan tækjabúnað sem til þarf. Ég legg mikið upp úr þvi að ná fram persónueinkennum barnanna. Ég vil því helst ekki að fólk undirbúi börnin of mikið og segi þeim að vera ægilega stilltum af því að þau séu að fara til ljósmyndara. Ég vil frekar fá þau óþekk, full af lífi og fjöri og eins og þau eiga að sér að vera. Það eru til börn sem ég vil halda fram að séu með „læknafóbíu“. Þegar þau sjá ljós og eru sett á stól þar sem einhver ókunnugur á að fara að stjóma þeim, þá halda þau að þau séu komin tO læknis. Ég passa mig þess vegna á þvi að klæðast aldrei hvítu í barnamyndatökum. Þegar svona kem- ur upp á, þá getur það tekið kannski tvo tíma að fá börnin til að treysta manni, en maður gefst ekkert upp. Slíkt getur þó verið mikið álag á eitt bam og ljósmyndarann líka, en góðrn- árangur gerir það þess virði. Það hef- ur aðeins komið fyrir einu sinni að ég hafi þurft að gefast upp.“ - Nú er veröldin öll í lit, en hvað með svarthvítar ljósmyndir? „Mér flnnst svarthvítar myndir gera meiri kröfur til ljósmyndarans. Þær verða oft listrænni en litmyndir sem vilja yflrleitt verða flatari ásýnd- um. Um tíma vildu allir fá litmyndir. Eftir að ég byrjaði fyrir tíu árum lagði ég strax áherslu á svarthvítar Ijós- myndir og kom því aftur að hjá fólki. Þegar það fór að sjá samanburðinn, fór það að biðja að nýju um svarthvítu myndirnar. Mér líður líka alltaf betur þegar ég er með svarthvíta filmu i vél- inni, hvernig sem á því stendur. Það er þó eins með svart-hvítu myndirnar og litmyndir, að það er ekki sama hvernig þær eru unnar. Svo endast engar myndir eins vel og svarthvítu myndirnar. - Er ekki tæknin mikið að breytast? „Jú, nú eru sumir komnir með tölvumyndavélar, en mér finnst film- umar alltaf standa fyrir sínu. Ég handgeri t.d. allar mínar ljósmyndir og hef enga tölvu mér til aðstoöar," segir Sigríður Bachmann sem fyrst fór í myndatöku hjá Lofti ljósmyndara þegar hún var sex ára en man samt ekkert eftir þeim viðburði. -HKr. Skemmtilegustu viðfangsefni Siggu eru börn. 23 Brio Alumina- kerruvagn 2000-árgerð er komin. Úrvalið er hjá okkur. é > •• •• á* dXJjJaA. dJLáajza, S i Mt 553 3366 Föt fyrlr flotta krakka Full búð af nýjum vorum Laugavegi8 Opið 12.15-18 Sími 552 5455 Skeifunni 6 sími; 568 7733 www.epal.is Tripp Trapp bamastóll fó Stokke hannaáiraf Peter Opsvik. Verð 10.970 kr. Gott verð hagnýthönnun og sérviska Eyjólfs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.