Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 10
*> <y*^« barnið MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 JÖ"'V ■*! Slys á börnum: Helmingi fleiri hér - en í Svíþjóð í aldurshópnum 0-14 ára Bamamyndatökur á kr 5000,00 Október tilboð Ljósmyndaramir eru meðlimir í FÍFL. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 Sprint-bílstóll fyrir 0-18 kg Kr. 9.850,- Úrvalið er hjá okkur. \Æ Mr . <JLmmí cí eÍÁJi/tA. Trefjar örva meltinguna Æskilegt er, samkvæmt tillögu Manneldisráðs, að neysla fæðutrefja sé að minnsta kosti 25 grömm á dag, miðað við 2500 hitaeininga fæði. Trefjar eru nauðsynlegar fyrir heilbrigði meltingarvegar, þær örva meltinguna og hreyfingu þarma og auk þess hægja þær á upptöku næringarefna úr meltingarvegi. Hæfileg neysla trefja er tryggð með því að borða gróf brauð eða annan kornmat daglega, að minnsta kosti 100 grömm af grænmeti auk kartaflna og einn til tvo ávexti á dag. Samsetning fæðunnar Nægilegt prótín fæst meðal annars úr innlendum fæðuteg- undum, fiski, kjöti, mjólkurmat og eggjum. Kornmatur, baunir og ertur innihalda einnig um- talsvert magn af prótíni. Sam- kvæmt könnunum Manneldis- ráðs frá 1990 og 1993 er prótínneysla landsmanna rtf- leg, fullorðnir fá að meðaltali 18% af orku fæðisins úr prótín- um en börn 15%. Samt sem áður er ekki ástæða til að hvetja til minni prótínneyslu því í prótínríkum fæðutegundum eru mörg önnur nauðsynleg næringarefni, svo sem járn í kjöti, kalk í mjólkurmat og holl- ar fitusýrur í fiski. íslenska kúamjólkin er mjög hrein og hefur sérstaka eiginleika. prósent nákvæmni við framleiðsl- una því minnstu mistök geti verið mjög afdrifarík fyrir heilsu bam- anna. Þekkt eru dæmi um að hörð sölumennska erlendra framleiðenda þurrmjólkur í þriðja heiminum svo- kallaða hafi kailað yfir þá gríðarleg- ar skaðabótarkröfur. Því hafa fá fyr- irtæki lagt út í slíka framleiðslu og Birgir segir að t.d. hjá fmnskum framleiðanda sé þessi grein talin vera sú áhættumesta sem hægt sé að hugsa sér. Hráefnissala ekki úti- lokuð Þá segir Birgir að íslenskur mark- aður sé það lítill að erfitt sé að ímynda sér að framleiðsla hér á landi sé réttlætanleg. Hann sagðist þó ekki útiloka þann möguleika að hægt væri að selja erlendum framleiðendum þurrmjólkur fyrir börn íslenskt þurr- mjólkurduft sem hráefni og nýta á þann hátt sérstöðu okkar kúamjólkur. Vandinn er hins vegar sá að prótín- þörf íslenska markaðarins er svo mik- il að innlend mjólkurframleiðsla gerir ekki meira en að anna henni. í ofaná- lag segir Birgir að sú stefna hafi ver- ið uppi hjá íslenskum stjórnvöldum að stunda ekki niðurgreiðslu á mjólk- urafurðum til útflutnings. Því væri tómt mál að tala um útflutning á slík- um afurðum þegar stærsti gjaldapóst- ur Evrópubandalagsins snúist einmitt um niðurgreiðslu á landbúnaðarvör- rnn. Birgir segir að þar verði líka að hafa í huga að dýrara sé að framleiða mjólk á íslandi en þar sem veðurfar er hlýrra erlendis. -HKr. - flókið, dýrt og áhættusamt, segir Birgir Guðmundsson Viðamiklar rannsóknir á ís- lenskri kúamjólk hafa leitt í ljós mikinn hreinleika og sérstaka efnaeiginleika mjólkurinnar í sam- anburði við erlenda kúamjólk. Þeg- ar rætt er um ungbörn sem í sum- um tilfellum þurfa nær eingöngu að nærast á tilbúinni erlendri þurrmjólk þá vaknar spurningin hvort ekki sé hægt að nýta sér- stöðu íslensku mjólkurinnar til þurrmjólkurframleiðslu. Birgir Guðmundsson, mjólkur- bússtjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, segir að mjög fáir aðilar í heiminum framleiði þurrmjólk fyr- ir ungbörn. Þó MFB framleiði um 600 tonn á ári af undanrennu- og mjólkurdufti þá krefst framleiðsla þurrmjólkur fyrir börn gríðarlegra rannsókna, mikils sérhæfðs og flókins tækjabúnaðar, auk lyfja- þekkingar. Engin mistök leyfileg Hann segir að þurrmjólk fyrir börn sé mjög flókin í framleiðslu og í raun komin inn á svið lyfjafram- leiðslu þar sem í hana er blandað ýmsum bætiefnum. Þar sem slík þurrmjólk er oft eina fæða ung- bama þá dugi ekkert nema hundrað Sérstaða íslenskrar kúamjólkur: Ekki nýtt til framleiðslu á þurrmjólk fyrir börn Vertu smart í meðgöngu- fatnaði frá Þumalínu! 30-50% afsláttur af eldri fatnaði næstu daga. Gerðu góð kaup. paradís mömmu og barnanna Pósthússtræti 13 v/Skólabrú, sími 551 2136. Póstsendum. Slys em alvarlegasta ógnunin við heilsu barna. Slys á börnum á aldr- inum 0-14 ára em helmingi fleiri á íslandi en t.d. í Svíþjóð. Um 60% slysa á börnum verða á meðal drengja en 40% meðal stúlkna. Bilaumferð hefur margfald- ast og aðstaða bama til leikja er í of litlum mæli skipulögð með öryggi þeirra í huga, jafnt innan dyra sem utan. Hverjar eru orsakir slysa? Samkvæmt upplýsingum frá Svanhildi Þengilsdóttur, hjúkrun- arfræðingi RKÍ, er ekki hægt að benda á neinn einn orsakavald en nefna má að oft er barna ekki gætt sem skyldi, þroskaleysi bamsins spilar þarna inn í og síðast en ekki síst er ekki hugað nægilega vel að slysavöldum í umhverfinu, s.s. á þeim stöðum þar sem bamið leikur sér. Ein mikilvægasta leiðin til að sporna við slysum er fræðsla til þeirra sem annast um börn og bera á þeim ábyrgð. Rauði kross íslands hefur frá árinu 1989 boðið upp á fræðslunámskeið um slys á börn- um fyrir foreldra og aðra þá sem annast börn, s.s. kennara, dagmæð- ur, fóstrar og starfsfólk dagvistar- stofnana. Ljóst er að þessi nám- skeið njóta nú vaxandi vinsælda og hafa á þessum árum alls 1015 manns sótt þau, jafnt konur sem karlmenn, þó konur séu samt enn þá í meirihluta. í dag er orðið tölu- vert um það að hjón komi saman á námskeiðið, sem er mjög jákvætt, það er jú ekki eingöngu konan sem ber ábyrgð á börnunum. Rétt er að geta þess að þetta nám- skeið, „Slys á börnum", er nú við- urkennt af félagsmálaráðuneytinu sem einn hluti af grannnámskeiði fyrir dagmæður og þurfa þær að sækja slík námskeið þriðja hvert ár til að endurnýja starfsleyfin sín. Námskeiðið samsvarar 8 kennslu- stundum og er það metið hjá hin- um ýmsu stéttarfélögum til launa- hækkunar. Innsýn í meðhöndlun slasaðra Vakin er athygli á hver algeng- ustu slysin eru og rætt um orsaka- valda og hvemig koma megi í veg fyrir þau, stuðlað er að því að þátt- takendur fái betri innsýn í meðferð minni háttar slysa og geti veitt fyrstu hjálp, einnig fá þátttakendur leiðsögn og æfingu i endurlifgun og fyrstu viðbrögðum ef aðskotahlutur er fastur í hálsi bamsins. Það hefur margoft sýnt sig og sannað að rétt viðbrögð geta bjargað mannslífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.