Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 11
JjV MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 barnið 2^ Graco Bílstólar Vagnar Kerrur og margt fleira fyiir börnin Hverfisgata 103 - en að rífa af börnunum snuðið Gísli Vilhjálmsson. Mirage-kerra m/svuntu, kr. 12.850 L Úrvalið er hjá okkur. __SlMI 5 5 3 3 3 6 6 G L Æ S I B Æ Brjóstakoddi: Bylting fyrlr mæður - kemur í veg íyrir vöðvabólgu og spennu ig mætti bæta úr honum. Ýmsar gerðir af púðum og koddum hafa verið til í gegnum tíðina, sem kon- ur hafa þá sett undir olnboga, en enginn þeirra var að mati Jónínu nógu góður til að uppfylla þær kröfur sem ætlast var til. „Þetta hófst með fikti og fyrst gerði ég svona kodda bara fyrir konur sem ég þekkti. Síðan hefur þetta spurst út og nú er brjósta- koddinn kominn í sölu hjá verslun- inni Þumalínu í Reykjavík." Koddinn sem Jónína hannaði er skeifulaga, fylltur með plastkúlum, og hægt er að laga hann að líkama konunnar og að barninu. Auk þess er hann mjög einangrandi og hlýr og taka má ytra byrðið utan af til að þvo það. Jónína segir að með því að nota brjóstakoddann hafi mæð- ur alveg losnað við hvimleiða vöðvabólgu og spennu, jafnframt því að ná fram slökun sem gerir það að verkum að konurnar mjólka betur. Þá er brjóstakoddinn til ýmissa annarra hluta nytsamlegur. Veik- burða og rúmfast fólk þekkir vel hversu þreytandi sú einfalda at-’ höfn getur verið að halda á bók. Þar kemur koddinn hennar Jónínu í góðar þarfir og veitir stuðning, bæði fyrir bókina og handleggina. Einnig má nota koddann á ýmsan annan hátt til að bæta líðan fólks. Jónína segir að fólki sé velkomið að leita nánari upplýsinga hjá henni en síminn hennar er 862 2023. -HKr. Gísll Vilhjálmsson tannréttingasérfræðingur: Betra að hugsa um blessað sálartetrið Sum börn nota aldrei snuð og snuðleysið virðist hrein- lega ekki skipta þau máli. Á sama tíma eru önnur böm sem bókstaflega verða háð snuðinu til margra ára. Foreldrar sem gengið hafa í gegnum fyrstu ár uppeldis- ins kannast örugglega við vangaveltumar um snuðið og baráttuna við að venja böm af snuði. Þekkt era dæmi um böm sem haldið hafa tryggð við snuðið sitt jafnvel fram yfir fimm ára aldurinn. Þegar svo er fara margir að velta því fyrir sér hvort snuðið hafl ekki áhrif á lögun gómsins sem leiði siðar til þess að leita þurfi til tannréttingasérfræðinga. Gísli Vilhjálmsson, sem er sérfræðingur á þessu sviði, segir snuð geta skekkt tenn- ur og myndað opið bit ef það sé mikið notað. Þá geti tenn- ur orðið framstæðar. „Ef þessu er hætt fyrir íjögurra til fimm ára aldurinn, þá er talið að snuð- notkunin hafl ekki varanleg áhrif. Gómurinn lagast þá venjulega af sjálfu sér. Foreldrum er sagt að ekki sé talin vera varanleg áhrif af snuð- notkun. Það sjá það þó allir að ef eitthvað er sett á milli tannanna og sogið all- an daginn, þá hefur það einhver áhrif. Snuð era þannig hörku öflug tannréttingatæki. Við fáum þó ekki mikið af slíkum vandamálum til okkar. Ég hef alltaf sagt að það sé betra að hugsa meira um blessað sálartetrið í bömunum og leyfa þeim að sjúga sitt snuð í friði. Tenn- urnar má laga seinna ef þörf er á. Þó myndi ég mæla með að snuð- notkun sé hætt fyrir fjögurra ára aldurinn. Rétt er líka að hafa í huga að ef snuð er tekið of snemma af börnum, þá er frekar hætt við að þau fari að sjúga flnguma á sér í staðinn og það er sist betra að eiga við.“ Gísli segist ekki hafa séð neitt um lærðar rannsóknir á því í sínu fagi hvort ein gerð af snuði sé betri en önnur. Þar skipti fyrirferð- in og sogið mestu máli. Fullorðinstennumar eigi síðan eftir að brjótast fram um sex til sjö ára aldurinn og þá breytist gómlagið aft- ur. Þá gefist börnum tæki- færi í kannski þrjú ár til að gómurinn lagist af sjálfu sér, því sé snuðnotkun ekki stórhættulegt fyrirbrigði. Hvað með þruskusaft og sykurlög á snuð? „Það er reyndar hætt að selja þruskusaft þar sem hún hefur verið bönnuð vegna bórsýruinnihalds. í stað þess er mælt með glyseróli sem er sykurlaus olíublanda. Sykur er aftur á móti algjör ósiður að nota á snuð. Það er oft verið að gefa krökk- unum þetta rétt áður en þau fara að sofa og þá liggur sykurinn á tönn- unum alla nóttina. Þegar þau sofna minnkar munnvatnsrennslið og munnurinn þurrkast upp. Þá er auðvitað veisla hjá bakteríunum að vinna úr sykrinum og búa til úr honum sýra sem étur upp tennurn- ar. Þess vegna er það hinn mesti ósiður að setja nokkuð á snuðin,“ segir Gísli Vilhjálmsson -HKr. Mæður með barn á brjósti kvarta oft yfir þreytu í handleggjum og öxlum við brjóstagjöfina. Fátt hef- ur virst til ráða í þeim efnum ann- að en slökunaræfingar og þvi um líkt. Til er þó einfaldur hlutur sem kallaður er brjóstakoddi og kemur í veg fyrir spennu og vöðvabólgu. Jónína Ingólfsdóttir, ljósmóðir á Akranesi, hefur framleitt brjósta- koddann undanfarin tvö ár. Hún þekkir vel vanda mæðra í gegnum starf sitt og fór að hugsa um hvern- Börnin okkar eru það dýrmœtasta sem við eigum það veit ENGIABÓRNÍN Laugavegi 56 Sími 552 2201.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.