Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 1
F FIMMTUDAGUR 14. OKTOBER 1999 19 I % Haukar jöfnuðu á sjálfsmarki í Krikanum 20og37^> I Raul Conzalez jafnaði fyrir Real Madrid undir lokin. Reuter Jafntefli í risaslagnum Risarnir í spænsku knattspyrn- unni, Barcelona og Real Madrid, skildu jafnir, 2-2, í leik liðanna í Barcelona í gærkvöld að við- stöddum tæplega 100 þúsund áhorfendum. Rivaldo og Luis Figo skoruðu fyrir Börsunga en Raul Conzalez bæði mörk Real Madrid. Barcelona lék einum færri lungann úr síðari hálfleik eftir að Patrick Kluivert var vik- ið af leikvelli á 55. mínútu fyrir kjaftbrúk við dómarann. Barcelona og Rayo Vallecano eru efst með 16 stig en Vallecano sigraði Espanyol, 2-1. Celta frá Vigo, sem sigraði Real Zaragoza, 2-1, er í þriðja sæti með 15 stig. -JKS DV, Reykjanesbær: „Við spiluðum alls ekki okkar besta leik að þessu sinni og getum betur en þetta. Við sýndum engu að síður að við getum unnið leiki án þess að hitta úr 3ja stiga skot- unum. Ég var ánægður með vörnina hjá okkur mestallan leik- inn og okkar bestu kaflar í leikn- um byrjuðu í vörninni sem skilaði sér í auðveldum körfum," sagði Sigurður Ingimundarson, annar þjálfari ÍRB, eftir leikinn. Spurður um leikinn við franska liðið Nancy í næstu viku í Keflavík sagði Sigurður að engin spurning væri að möguleiki væri fyrir hendi og stefnan væri að sigra í heimaleikjunum. -BG Þjálfararnir Friörik Ingi Rúnarsson og Sigurður Ingimundarson leggja á ráðin gegn finnska liðinu í Keflavík í gærkvöld. DV-mynd Hilmar Þór Evrópukeppni kvennalandsliöa í knattspyrnu: Þungur róður í Þýskalandi - hjá íslensku stúlkunum í Oldenburg í dag Islenska kvennlandsliðið í knatt- spyrnu mætir Þýskalandi í und- ankeppni Evrópumóts landsliða í dag. Leikurinn fer fram í Oldenburg í Þýskalandi og hefst klukkan 12.15 á íslenskum tíma. íslendingar hafa lokið tveimur leikjum í keppninni og eru með 4 stig. í fyrsta leiknum gegn Úkraínu lauk leiknum með 2-2 jafntefli en ís- lensku konunum var dæmdur sigur- inn þar sem Úkraína tefldi fram ólöglegu liði. I öðrum leiknum gerði ísland markalaust jafntefli gegn ítalíu. Ljóst er að róðurinn verður þung- ur gegn Þjóðverjum í dag enda sigr- uðu Þjóverjar í síðustu Evrópu- keppni, árið 1997. Ásthildur ekki með Þórður Georg Lárusson, þjálfari íslands, valdi byrjunarliðið i gær. Ein breyting er á því frá leiknum gegn ítölum. KR-ingurinn Ásthildur Helgadóttir á ekki heimangengt frá Bandaríkjunum og stöðu hennar í byrjunarliðinu tekur Blikinn Sig- rún Óttarsdóttir. Liðið er það þannig skipað: Þóra B. Helgadóttir stendur í markinu, og aðrir leikmenn eru: Auður Skúladóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Rakel Ögmundsdóttir, Sigrún Ótt- arsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Mar- grét R. Ólafsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Ásgeröur H. Ingi- bergsdóttir, Rósa J. Steinþórsdóttir og Katrín Jónsdóttir. Varamenn eru: Sigríður F. Páls- dóttir, Erla Hendiksdóttir, Helena Ólafsdóttir, íris Sæmundsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir. Þess má geta að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF sem næst víða á landinu. -GH Körfubolti: Mayers til Þórsara í dag mun nýr bandarískur körfuknattleiksmaður koma til liðs við Þór á Akureyri. Hann er mörgum að góður kunnur hér á landi en hér er um að ræða Herm- an Mayers. Hann lék síðast í Finnlandi og þar áöur með Grindavík. Ljóst er að hann er Þórsurum mikill liðstyrkur og verður spenn- andi að sjá harm í leiknum á föstu- dagskvöldið þegar Þór mætir Skallagrími í Höllinni kl. 20.30. Á síðustu dögum hafa verið aö koma til íslensku liðanna leik- menn sem hafa leikiö hér áður og má í því sambandi nefna Keith Wassel sem KR-ingar fengu til sín og Brendon Birmingham hjá Grindavík. -JJ/JKS Knattspyrna: Lemerre áfram með Frakkana Vangaveltum þess efnis að Roger Lemerre, þjálfari franska landsliðsins i knattspyrnu, hygðist segja af sér, var endanlega ýtt út af borðinu í gær. Þá tilkynnti forseti franska knattspyrnusambandsins að Lemerre yrði með landsliðið fram yfir úrslitakeppni Evrópu- mótsins næsta sumar en þá renn- ur samningur hans út. Lemerre hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum og eftir landsleik- inn við íslendinga í Paris virtist hann óánægður og fóru þá sögu- sagnir á kreik að hann myndi jafn- vel hætta með landsliðið. -JKS Hníf ur inn á völlinn í Sevilla Hnífi virðist hafa verið fleygt af áhorfendapöllum inn á leikvang Sevilla í viðureign liðsins gegn ná- grönnunum í Real Betis í gær- kvöld. Sevilla sigraði í leiknum, 3-0, en hætt er við að þetta atvik dragi dilk á eftir sér. Það var fjórði dómari leiksins sem kom auga á hnífinn eftir leikinn. Spænska knattspyrnusamband- ið tekur málið til umfjöllunar þeg- ar skýrsla dómarans berst sam- bandinu. Sevilla fékk eins leiks heimaleikjabann fyrir stuttu vegna óláta áhorfenda. -JKS Fýrsti útisigurinn í 18 mánuði Auxerre vann sinn fyrsta úti- sigur í frönsku knattspyrnunni í 18 mánuði í gærkvöld þegar liðið lagði Strasborg, 1-3. Með þessum sigri fór liðið í efsta sætið með 20 stig. Lyon er í öðru sæti með 18 stig. Monaco, Marseille og Paris St. Germain koma næst með 17 stig. jgg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.