Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 2
20 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 37 Sport DV Sport Aðrar ieiðir - en venjulega notaðar til að landa fyrsta sigrinum í riðlinum Lið Reykjanesbæjar vann fmnska lið- ið Huima, 84-76, í Korac-bikamum í gær. Finnamir leiddu fyrstu 30 mínút- ur leiksins en urðu að láta undan í lok- in þegar baráttuglatt og ákveðið lið ÍRB seig fram úr og tryggði sér fyrsta sigur sinn í riðlinum og áframhaldandi 100% sigurhlutfall á heimavelli i keppninni. Maður þessa leiks var vissulega Bandaríkjamaðurinn í liði Keflavikur, Chianti Roberts. Roberts, sem hefur að því er virðist legið í dvala það sem af er vetri, sýndi hvers má vænta að kappan- um í vetur. Hann hélt liðinu á floti bæði í vöm og sókn fram eftir leik þeg- ar aðalvopnið í gegnum fyrri leiki, þriggja stiga skotin, duttu ekki hjá lið- inu í gær. Roberts átti einkum frábær- an fyrri hálfleik, skoraöi þá 13 stig, tók 13 fráköst og stal 5 boltum en alls náði hann 8 boltum af finnsku leikmönnun- um í gær. Lið ÍRB hafði sett niður 11,3 þriggja stiga körfur í leik með 39,5% hittni í keppninni fyrir þennan leik í gær en hittnin var aðeins tæp 18% í gær og körfumar aðeins 5. Það jákvæða við þessa tölfræði er að liðið vann leik þótt fyrirfram áætlað sterkasta vopn þess brygðist alveg og i stað þess spilaði lið- ið sterka og grimma vöm allan tímann og þvingaöi finnska liðið til að tapa 25 boltum i leiknum eða næstum jafn mörgum og það hafði tapað í þrem leikj- um sínum í keppninni til þessa. Báðir erlendu leikmenn Reykjanes- bæjarliðsins skiluðu jafnframt sínu í að koma stóru mönnum Finnanna í villu- vandræði. Þar má sérstaklega nefna besta mann Finnanna, Tero Rantaniva, en þessi 2,04 metra framherji, náði að- eins að spila 21 mínútu og fékk sína fimmtu villu þegar 5 mínútur vom eft- ir. Fram að þeim tíma hafði hann borið uppi sóknarleik, Huima, enda með 21 stig og frábæra hittni eða 9 skot af 10, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og þegar Pumell Perry náði honum út af með sína fimmtu villu má segja að sigurinn hafi verið í höfn. Það munaði miklu fyrir Finnana að Bandarikjamennimir tveir sem vora samtals með 35,3 stig og 18,7 fráköst að meðaltali fyrir þennan leik skoraðu að- eins saman 11 stig og tóku 10 fráköst. Kevin Martin missteig sig strax eftir 10 sekúndur og lék aðeins 12 mínútur en mið- heijanum Nathan Holmstadt var haldið niðri af sterkri vöm ÍRB. Hjá Reykjanesliðinu lék Ro- berts best og Pumell Perry kom til er leið á leikinn en saman skoruðu þeir 40 stig og tóku 28 fráköst, sem vó þungt. Af ís- lensku strákunum var Hjörtur Harðar- son sterkur að vanda, hitti úr 6 af 9 skotum sínum og Teitur Örlygsson sendi 7 stoðsendingar en setti aftur á móti aðeins 2 af 13 þriggja stiga körfum niður. Stig ÍRB: Pumell Perry 23, Chinati Roberts 17, Hjörtur Harðarson 15, Teitur Örlygsson 13, Gunnar Einarsson 6, Friðrik Ragnarsson 4, Friðrik Stefánsson 4, Hermann Hauksson 2. -ÓÓJ Hinn leikur riöils ÍRB: Frakkar unnu naumt Franska liðið, Nancy, sem mætir liði Reykjanesbæjar íKeflavík á miðvikudaginn eftir viku, vann svissneska liðið Lugano, 65-63, eftir að Svisslendingamir höfðu leitt með 4 stigum í hálfleik, 29-34. Þetta var annar tveggja stiga heimasigur Frakkanna í röö en þeir mæta ÍRB í fyrsta útileik sínum í næsta leik. -ÓÓJ Gunnar Beinteinsson, FH: Aldrei séð svona áður Gunnar Beinteinsson, leikmaður FH, sem hefur séð marga handbolta- leiki um ævina, gat ekki varist brosi þegar úrslitin vora ljós í leik FH og Hauka í gærkvöldi. „Ég hef aldrei séð svona áður, ég hef reyndar einu sinni séð Birgi Finnbogason gera sjálfsmark fyrir FH, en ekki sjálfsmark sem hefur ráðið úrslitum leiks. Þetta er eins og Ríkharður Daðason," sagði Gunnar eftir leikinn. „Eftir að við lendum undir í fyrri hálfleik þá eram við allan leikinn að vinna okkur inn í hann aftur. Þetta var ekta FH-Hauka leikur og sanngjamt jafntefli. Ég held að það sé ljóst eftir þennan leik að Hafn- firðingar kunna að spila hand- bolta.“ Skandall hjá okkur Einar Gunnarsson, sem átti „stoðsendinguna“ á Guðmund Pet- ersen í úrslitamarkinu, var ekki kátur með úrslit leiksins. „Leikurinn var of kaflaskiptur af okkar hálfu, við náðum ekki að halda stjóm á honum í seinni hálf- leiknum, líkt og við gerðum í þeim fyrri. Þetta var skandall hjá okkur að tapa þessu niður og vera svona nálægt því að tapa báðum stigun- um. Þetta síðasta atvik bjargaði andliti okkai- í leiknum, en þetta var ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Einar. Hausinn klikkaði En var jafntefli ekki sanngjörn úrslit þegar upp var staðið? „Nei, ég hefði viljað sjá okkur vinna þennan leik. Þegar við erum komnir með fjögurra marka forystu á að vera auðvelt að halda það út, ef við erum með hausinn í lagi, en það klikkaði eitthvað á þeim bænum og þvi fór sem fór.“ -ih Ótrúleg spenna á lokasekúndunum þegar FH og Haukar skildu jöfn í Kaplakrika: Það er ljóst að Hafnfirðingar kunna að spila handbolta. I gær mættust FH og Haukar í Kaplakrika og liðin tvö sýndu áhorfendum allar hliðar handboltans, góðan leik, grófan leik, sterkan og slakan vamarleik, sterkan og slakan sóknarleik og gríðarlega spennu á lokasekúndum. FH-ingar byrjuðu leikinn mun betur, léku vamarleikinn framarlega og Pet- kevicius varði um tima frábærlega enda náðu FH-ingar notalegu forskoti, 6-2, um miðjan hálfleikinn. En þá fóru Haukam- ir í gang, og það svo um munaði. Tréverk Haukamarksins fékk að taka á móti skot- um FH, en á sama tíma skoruðu Hauk- amir sex mörk í röð og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki alveg jafn kaflaskiptur og sá fyrri og þrátt fyr- ir að Haukar hafi haft þriggja marka for- skot nær allan seinni hálfleikinn héldu FH-ingar spennunni í leiknum, þeir vora alltaf líklegir til að koma til baka, sem þeir og gerðu og jöfuðu 17-17 þegar tæp- ar sjö mínútur voru til leiksloka. FH náði síðan eins marks forystu á 28. mínútu en lokasekúndumar vora ævintýri líkastar. Makalausar sekúndur Valur Arnarson skorar tuttugasta mark FH þegar innan við 30 sekúndur eru til leiksloka og Haukar flýta sér í sóknina. Þegar íjórar sekúndur lifa af leiknum fá Haukar homkast og dómarar leiksins gefa merki um að stöðva tímann, það er ekki gert og úr verður rekistefna allra aðila, tímavarða, eftirlitsdómara, dómara, leikmanna inni á velli og utan auk áhorfenda sem allir vildu hafa sitt að segja um framgang þessara síðustu fjög- urra sekúndna. Á þessum tíma er einum leikmanni úr hvoru liði vísað af leikvelli og þegar leik- urinn fer loks af stað berst boltinn til Einars Gunnarssonar sem sendir hann inn í vítateig FH þar sem Guðmundur Petersen ætlar sér að koma í veg fyrir að Halldór Ingólfsson nái til hans en verður fyrir því að senda boltann í eigið mark og jafiia leikinn, 20-20, um leið og leik- tíminn rennur út. Þetta atvik er senni- lega einsdæmi í íslenskri handboltasögu, ekki endilega að skora sjálfsmark, en að það skuli ráða úrslitum í leik hlýtur að vera einsdæmi. Markverðimir Magnús Sigmundsson, Haukum, og Egidijus Petkevicus, FH, voru bestu menn vallarins. Þeir skiptust á um að vera hetjur í hvorum hálfleik, Petkevicus í þeim fyrri en Magnús í þeim síðari. Leikurinn í hefld var frábær skemmt- un og jafntefli sanngjöm úrslit þegar upp er staðið. Það verður þó ekki hjá því komist að finna tfl með Guðmundi Peter- sen, en hann ásamt Vali Amarsyni léku best í liði FH. Hjá Haukum léku HaUdór og KjetiU EUertsen best. -ih Ranta Markku, aðalþjálfari Huima: Meiöslin áfall - vissu lítið um ÍRB-liðið Ranta Markku, aðalþjálfari Huima, var að vonum vonsvikinn eftir leikinn. „Við vissum lítið um mótherja okkar þessu sinni þrátt fyrir að þeir séu ekki langt frá okkur. Það eina sem við vissum var að þeir væra góðar 3ja stiga skyttur og gerðum ráðstafanir við því. Það var áfaU fyrir okkur að missa annan Bandaríkjamanninn meiddan eftir aðeins 10 sekúndur og til að bæta gráu ofan á svart þá náði hinn Bandarikjamaðurinn sér aldrei á strik," sagði finnski þjálfarinn við DV eftir leikinn. Hann lét vel í sér heyra aUan tímann og öskraði oft á leikmenn sína þannig að heyrðist vel um allan salinn. _ “Ijijr Dion Dublin og Darius Vasseil fagna markinu sem Steve Stone skoraði. Reuter Þýskaland - handknattleikur: Kiel í efsta sætið Enski deildarbikarinn í knattspyrnu: United og Chelsea úr leik Chianti Roberts leggur boltann í körfuna án þess að bandarísku leikmennirnir í finnska liðinu Huima komi vörnum við. Róberts átti mjög góðan leik og skoraði 17 stig, tók 15 fráköst og stal átta boltum. Á innfelldu myndinni fylgist Guðjón Skúlason, fyrirliði liðsins, með félögum sínum af hliðarlínunni en hann handarbrotnaði í vikunni. DV-mynd Hilmar Þór Kiel endurheimti efsta sætið í þýska handboltanum í gærkvöld þegar liðið vann stórsigur á Ró- bert Duranona og félögum i Eisenach, 30-17. Daninn Nikolaj Jakobsen og Júgóslavinn Nenad Perunicic voru marka- hæstir hjá Kiel með sjö mörk hvor. Róbert Duranona og Jöm Schláger skoraðu mest fyrir Eisenach, fimm mörk hvor. Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg sem sigraði Schiitterwald, 26-14. Þá tapaði Gummersbach fyrir Lemgo á heimavefli, 26-30. Kiel er efst með 13 stig og næst koma Flensburg og Nordhom með 11 stig. -JKS Manchester United er úr leik í enska defldarbikarnum í knattspymu eftir tap, 3-0, gegn Aston Vifla á Villa Park í Birmingham í gærkvöld. Julian Joachim, Ian Taylor og Steve Stone skoraðu mörk Villa í leiknum. United tefldi fram varalið- inu sem var auðveld bráð fyrir Aston Vifla. Annað stórlið, Chelsea, var einnig slegið út úr keppninni af Huddersfield, 0-1. Kenny Irons skoraði markið af 25 metra færi. Juninho tryggði Middlesbrough sigur á Watford, 1-0, og var þetta fyrsta mark hans fyrir félagið á þessu tímabili. Michael Owen kom Liverpool yfir gegn Southampton en Dean Richards og Egil Soltvedt á 90. mín- útu tryggðu Southampton sigurinn. Úrslit í öðram leikjum: Derby-Bolton, 1-2, Leeds-Blackbum, 1-0, Leicester-Grims- by, 2-0, Shetfield Wednesday-Nottingham Forest, 4-1, Southampton-Liverpool, 2-1, Tottenham-Crewe, 3-1, West Ham-Boumemouth, 2-0. -JKS Leicester gegn Leeds Dregið var til 4. umferðar í enska deildarbik- amum í gærkvöld og era nokkrir athyglisverðir leikir á dagskrá. Leikimir eiga að fara fram í lok nóvember. Drátturinn lítur annars þannig út. Tranmere-Bamsley, Middlesbrough-Arsenal, Huddersfield-Wimbledon, Bolton-Sheffield Wed- nesday, Leicester City-Leeds United, Ful- ham-Tottenham, Aston Villa-Southampton, Birmingham-West Ham. - * -JKS Helgi og felagar afram Helgi Kolviðsson og félagar hans í Mainz 05, sem leikur i B-deild þýsku deildarinnar í knatt- spymu, sló A-deildarliðið Hamburger SV út úr bikarkeppninni í gærkvöld með 2-0 sigri á heimavelli. 1860 Múnchen tapaði fyrir Eintracht Trier, 2-1. Hertha Berlín lenti í miklu basli með nágrannana í Tennis Borassia en knúði fram sig- ur í framlengingu. -JKS í Hafnarfjarðarslag milli FH og Hauka gefa menn aldrei þumlung eftir eins og myndin ber glöggt vitni um. FH20(7) - Haukar 20 (10) 1-0, 1-2, 6-2, 6-8, 7-8, (7-10), 8-10, 9-11, 10-13, 12-15, 13-16, 15-17, 17-17, 18-18, 19-19, 20-19, 20-20. FH: Valur Amarson 4, Guðmundur Petersen 4/3, Sigurgeir Á. Ægisson 3, Sverrir Ö. Þórðarson 2, Brynjar Geirsson 2, Gunnar Beinteinsson 2, Knútur Sigurðsson 2 og Lárus Long 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 13/2. Brottvisanir: 12 mínútur. Rauð spjöld: Egidijus Cincinkas. Vitanýting: Skorað úr 3 af 3. Áhorfcndur: Um 1100 Gœði leiks (1-10): 9. Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurösson og Ólafur Haraldsson (7) Haukar: Kjetill Ellertsen 6, Lasse Stenseth 5, Aliaksandr Shamkuls 3, Halldór Ingólfsson 3, Vignir Svavarsson 2 og Guðmundur Petersen FH 1 (sjálfsmark). Varin skot: Magnús Sigmundsson 13. Brottvisanir: 12 mínútur. Rauð spjöld: Kjetill Ellertsen. Vítanýting: Skorað úr 0 af 2. Maður leiksins: Magnús Sigmundsson, Haukum. Þórður lagöi upp markið Lokeren mátti þola enn eitt tapið, nú á móti KV Mechelen, 0-2, í Belgíu í gær. Amar Þór Viöarsson var 16. maöur og sat uppi í stúku. Genk vann Lommel og kom eina mark leiksins eftir homspymu sem Þórður Guðjóns- son framkvæmdi. Bjami lék með allan leikinn. Þórður var skástur af leik- mönum Genk sem léku afls ekki vel. Lierse heldur efsta sætinu eftir 1-0 sig- ur á Standard og Anderlecht sigraöi Aalst, 2-3. Lierse hefúr 22 stig og And- erlecht 20 stig og leik til góða. JKS/KB f kvöld Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Hamar-Tindastófl ...........20.00 KR-Akranes .................20.00 1. deild kvenna i körfuknattleik: Keflavík-KR ..............20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.