Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 4
38 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 Sport DV Lennart Johannsson, forseti UEFA, og Aegidius Braun, formaöur þýska knattspyrnusambandsins, eru hér saman við dráttinn í gær. Reuter í gær var dregið um það hvaða þjóðir mætast í aukaleikjum um laus sæti í úrslitakeppni Evrópu- móts landsliða sem fram fer í Hollandi og Belgíu á næsta ári. Drátturinn varð þannig: Skotland-England Ísrael-Danmörk Slóvenía-Úkraína Írland-Tyrkland Fyrri leikimir eiga að fara fram 13. og 14. nóvember og síðari leik- imir 17. nóvember. Kevin Keegan, landsliðsþjálfari Englands, var viðstaddur dráttinn sem fram fór í Aachen í Þýslandi og Sérblað?)___________^ Helmilið' Miðvikudaginn 20. október mun sérblað um heimilið fylgja DV. Meðal efnis: Farið verður í heimsókn til nokkurra fjölskyldna og skoðað hvernig fólk býr. Fræðst verður um húsbúnað og hluti sem fólk smíðar í frístundum. Litið verður inn í draumahús arkitektsins, fræðst um hugmyndir fólks um heimili framtíðarinnar og skyggnst inn í heimilishald í fortíðinni. Litið verður á húsbúnað, tæki og tól sem tilheyra heimilum nútímans’ Umsjón efnis: Ftörður Kristjánsson,) sími 550 5816. Umsjón auglýsinga: ^ Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720, netfang: srm@ff.is ^ Síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 15. október. Netfang auglýsingadeildar: auglysingar@ff.is Blaitdl i poka Richard Shaw, varnarmaðurinn sterki hjá Coventry, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Gordon Strachan, stjóri Coventry, er mjög ánægður með að Shaw skuli vera búinn að gera nýjan samning en hann var kosinn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Norska A-deildarliöið Brann hefur mikinn áhuga á að fá Teit Þórðarson til að taka við þjálfun liðsins en Teit- ur þjálfaði það á árum áður. Teitur ræddi við forráðamenn félagsins i vikunni og sjálfur segist hann spennt- ur að taka starfið að sér. Teitur hefur síðustu árin þjálfað landslið Eist- lands og besta félagslið landsins, Flora Tallin. Gustavo Poyet, Úrúgvæinn snjalli hjá Chelsea, vill enda knattspyrnufer- ilinn hjá Chelsea. „Ég elska fótbolt- ann og ég get rætt um hann allar stundir. Eftir að knattspyrnuferlin- um lýkur langar mig að verða fram- kvæmdastjóri en fyrst vil ég hjálpa Chelsea tú að ná langþráðum Eng- landsmeistaratitli," segir Poyet. Giles Grimandi, leikmaður Arsenal, verður ekki með liöinu í næstu þrem- ur Evrópuleikjum en aganefnd evr- ópska knattspyrnusambandsins úr- skurðaði hann í þriggja leikja bann. Grimandi fékk að lita rauða spjaldið i leik Arsenal og Barcelona fyrir að gefa andstæðingi sínum olnbogaskot. Þar með er ljóst aö Grimandi leikur ekki meira með Arsenal í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Derby County hefur mikinn áhuga á að fá Norðmanninn Vidar Riseth til liðs við sig en hann er á mála hjá skoska stórliðinu Celtic. Jim Smith, stjóri Derby, segir að Riseth sé maö- urinn sem Derby vantar og hann henti vel leikstíl liðsíns. David O'Leary, knattspymstjóri hjá toppliði Leeds, þarf að punga út 1,7 milljörðum króna ef hann ætlar að fá brasilíska sóknarmanninn Jardel á Elland Road. O’Leary hefur verið að svipast um eftir sterkum sóknar- manni til að fylla skarð Jimmys Floyd Hasselbainks. Jardel leikur með Porto í Portúgal en hann hefur skorað 98 mörk í 99 leikjum fyrir fé- lagið. -GH var hann himinlifandi með niður- stöðuna. Sérstakt andrúmsloft „Þetta er alveg frábært. Við þekkjum vel til Skotanna og þeir til okkar og ég reikna með tveimur hörkuleikjum. Það er alltaf sérstakt andrúmsloft þegar þessar tvær þjóð- ir leiða saman hesta sína. Ég ber mikla virðingu fyrir Skotum og þjálfaranum Craig Brown og undir hans stjórn hafa Skotar gert frá- bæra hluti. Þetta verður sárt að önnur þjóðin skuli ekki komast í lokakeppnina," sagði Keegan. Craig Brown, þjálfari Skota, var eins og Keegan mjög sáttur við dráttinn. „Ég er ánægður með að við mæt- um Englendingum en áður en drátt- urinn fór fram hugsaði ég hvað það væri gott ef England, Skotland og íraland kæmust öll í úrslitin. Nú er ljóst að minnsta kosti ein þessara þjóða verður ekki með og ég ætla að reyna að sjá til þess að það verðum ekki við. Skotar ekki unnið í 14 ár England og Skotland hafa mæst 108 sinnum á knattspyrnuvellinum, fyrst árið 1872. England hefur unnið 44, Skotar 40 og 24 sinnum hefur jafntefli orðið niðurstaðan. í síðustu fimm leikjum hafa Englendingar fagnað sigri fjórum sinnum og einu sinni hefur jafntetli verið niðurstað- an. 14 ár eru liðin frá því Skotar báru síðast sigurorð af Englending- um en síðast þegar þjóðimar mætt- ust í alvöruleik höfðu Englendingar betur, 2-0, í úrslitum Evrópumóts- ins í Englandi árið 1996. FH-inga halda upp á 70 ára afmælið Fimleikafélag Hafnatljarðar fagnar 70 ára afmæli sínu á fostudaginn og í tilfefni þessara timamóta ætla FH-ingar að halda veglegt afmælishóf á laugardaginn. Hátíðin fer fram í Kaplakrika. Húsið verður opnað klukkan 19 en borð- hald hefst klukkan 20. Veislustjóri verður Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Ellert B. Schram, KR-ingur með meiru sem er 10 árum yngri en FH, verð- ur ræöumaður kvöldins en margt annað verður til skemmtunar. Jóhann- es Kristjánsson eftirherma mætir á svæðið, FH-bandið BE NOT leikur FH-lög og hin stórkemmtilega hljómsveit Papar leikur fyrir dansi. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð frá Skútunni. Miðasala á af- mælishóflð er í Kaplakrika. -GH Styrkleikalisti FIFA: ísland hækkar um tvö sæti Islenska landsliðið i knattspyrnu hefur hækkað um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspymu- sambandsins. ísland er í 47. sæti eins og íran og hefur hækkað um 17. sæti frá því um áramót en þá voru íslendingar í 64. sætinu. Engin breyting á toppnum Engar breytingar era á efstu sæt- um listans. Brasilía er í efsta sæti en á eftir koma Tékkland, Frakk- land, Spánn, Þýskaland, og Króatía. Norðmenn hækka um tvö sæti og era komnir i 7. sæti listana, Argent- ína og Rúmenia era í 8. sætinu, Ital- ía i níunda sæti og Mexíkó er í 10 sæti. England er í 12. sæti, Svíþjóð í 14. sæti, Danmörk í því 17., Rússland í 19. sæti og Skotland er í 20. sæti en Skotar hafa farið upp um 8 sæti frá því síðasti listi var gefinn út fyrir mánuði. Bosnía-Herzegóvína er há- stökkvari listans að þessu sinni en Bosníumenn fara upp um 12. sæti, í það 76. -GH Aukaleikir um laus sæti í Evrópukeppni landsliða: Grannaslagu r - Englendingar og Skotar drógust saman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.