Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 4
24 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 Sport JOV Einvarður Jóhannsson, 31 ára, liðsstjóri. Magnús Árnason, 35 ára, markmaður. Egidijus Pedkevicius, 25 ára, markmaður. Sigursteinn Arndal, 19 ára, Valur Arnarson, 26 ára, skytta. Hálfdán Þórðarsson, 32 ára, línumaður. Bland i Þrír erlendir leikmenn hafa bæst við leik- mannahóp FH frá síðustu leiktíð. Þetta eru þeir Egidisius Cicinskas frá Klaipedia og Egidijus Petkevicius frá Granitas Kaunas og þá er Brynjar Geirs- son kominn aftur eftir eins árs dvöl í Þýskalandi. Tveir leikmenn eru horfnir á braut, þeir Elvar Guömundsson sem fór til Ajax Köbenhavn og Guöjón Árnason sem er hættur. Guðjón Árnason er markahæsti leikmað- ur FH í efstu deild. Guðjón skoraði 1116 mörk á ferli sínum sem spannaði árin 1982 til 1999. Gunnar Beinteinsson, sem enn er að, kemur næstur Guðjóni en hann hefur gert 831 mark frá því að hann lék sinn fyrsta leik 1986. FH hefur oröiö íslandsmeistari 15 sinn- um eða næstoftast allra félaga á íslandi. FH varð síðast íslandsmeistari 1992 er lið- ið vann tvöfalt en FH náði einnig að vinna bæði deild og bikar 1976. FH hefur auk íslandsmeistaratitlanna funmtán unnið bikarinn fjórum sinnum. Eftir aó FH varö íslandsmeistari í fyrsta sinn, 1956, tóku við afar sigursæl ár í Hafnarfirði þar sem félagið varð fimm sinnum íslandsmeistari á sex árum. FH er þaó liö sem oftast hefur átt marka- hæsta leikmenn efstu deildar frá því að fyrst var keppt í löglegum sal 1966. Alls hafa FH-ingar orðið niu sinnum marka- kóngar, þeir félagar Geir Hallsteinsson og Kristján Arason oftast eða fjórum sinnum. Síðastur til að verða markakóng- ur í herbúðum FH var Hans Guómunds- son sem skoraði 164 mörk 1991 til 1992. EH-ingar spiluöu til úrslita um báða stóru titlana í vor og hafa spilað um þrjá bikara við Aftureldingu á árinu og í öll skiptin orðið að sætta sig við tap þar af síöast eftir framlengingu í meistara- keppninni á dögunum. Knútur Sigurðsson, 28 ára, skytta. FH setti met í fyrra er liðið komst í úr- slitaleikina um islandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að koma með aðeins sjöunda besta árangurinn í hana. -ÓÓJ Heimaleikir: 31/10 FH-HK 20.00 14/11 FH-Stjarnan 20.00 1/12 FH-Víkingur 20.00 4/12 FH-Afiurelding 16.30 6/2 FH-ÍR 20.00 23/2 FH-Valur 20.00 1/3 FH-Fram 20.00 12/3 FH-Fylkir 20.00 15/3 FH-KA 20.00 Með sterkan hop i hondunum - segir Elvar Örn Erlingsson, þjálfari FH „Ég held að tímabilið lofi góðu fyrir okkur. Við erum búnir að leika við Aftureldingu þar sem við ramman reip var að draga. Ég held að flest lið eigi eftir að reyta stig hvert af öðru í vetur en það er tilfinning mín að Afturelding hafi burði til að stinga af í deildinni. Mosfellingar eiga þó eflaust eftir að tapa einhverjum stigum. Það verður ekki langt bil á milli þriðja liðs og þess tíunda að mínu mati, og á því svæði á slagurinn eftir að vera harður í vetur. Fram að þessu hefur fátt komið mér á óvart en þetta er bara rétt að byrja,“ sagði Elvar Örn Erlingsen, þjálfari FH, þegar hann var beðinn að spá um handboltann í vetur. „Hvað mitt liö áhrærir er ég ánægðastur með vamarleikinn og markvörsluna i fyrstu umferðunum. Sóknarleikinn á eftir að slípa betur og hann verður kominn á fullt skrið fljótlega. Þetta er bara spurning um tíma. Leikmannahópurinn er breiður og ég tel mig vera með sterkan hóp í höndunum. Liðið á eftir að þroskast og eflast þegar á líður. Það sem ég hef séð af mótinu, mættu gæðin vera betri, en það hefur verið haustbragur í sumum leikjum. Gæðin eiga eftir að aukast þegar á mótið liður enda á mikið vatn eftir að renna til sjávar. Tímabilið er langt og það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur,“ sagði Elvar. Hann sagðist hafa mikla trú á KA-liðinu í vetur og að norðanmenn verði ekki langt á eftir Aftureldingu. Það býr miklu meira í Valsliðinu en það hefur sýnt til þessa. Framliðið sýnist sterkt en þar eru nýjar áherslur með nýjum þjálfara. Haukaliðið verður einnig ofarlega og á því svæði ætlum við FH-ingar einnig að vera,“ sagði Elvar. -JKS Elvar Orn Erlingsson, 34 ára, þjálfari FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.