Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 25 Byrjunin lofar góðu - segir Heimir Ríkharösson, liðsstjóri Framara „Við erum sáttir við okkar gengi hingað til. Við lentum í vandræðum á undirbúningstíma- bilinu, bæði voru menn að koma seint og þá voru líka meiðsli í hópnum. Við horfum spenntir fram á veginn varðandi starf Rúss- ans. Hann er að taka við góðu búi frá Guð- mundi og hann nýtur góðs af þvi. Hann er með breyttar áherslur og situr skemmtilegan svip á þetta," segir Heimir Ríkharðsson, að- stoðarþjálfari Framara. „Við settum svo ekki upp nein sérstök markmið fyrir tímabilið en auðvitað ætlum við okkur stóra hluti. Við bjuggust við að það tæki kannski lengri tíma fyrir nýjan þjálfara að slípa liðið til og ég held að margir stuðn- ingsmenn liðsins hafi ekki búist við stórum hlutum í vetur. En byrjunin á mótinu lofar góðu. Þrír sigrar í þremur leikjum, en ég held að leikurinn gegn KA fyrir norðan í 4. umferð- inni verði góður prófsteinn á liðið. Ef ég tek mið af þremur fyrstu umferðunum sýnist mér Afturelding, KA og Fram með sterkustu liðin. Stjaman er lið sem getur gert fanta góða hluti inni á milli og svo geta lið eins og Valur, Haukar og fleiri lið blandað sér í toppbarátt- una. Deildin verður mjög jöfn og skemmtileg og ég held að liðin eigi eftir að reyta sig af hvert öðru. Það verður erfitt hjá Fylki en Vík- ingar hafa sýnt það að þeir geta bitið frá sér. Það sem hefur komið mér einna mest á óvart er slakt gengi ÍBV en ég bjóst við Eyjaliðinu miklu sterkara. Mér finnst handboltinn bara nokkuð góður í upphafi móts og hann lofar góðu fyrir veturinn. Liðin eiga að bæta sig og við Framarar stefnum ótrauðir á að halda þessum dampi,“ sagði Heimir. -GH Anztoli Fedravkine, 47 ára, þjálfari Fram. ■P Vilhelm S. Sigurðsson, 20 ára, skytta. Óli Björn Ólafsson. 23 ára, hornamaður. Gunnar Berg Viktorsson, 23 ára, skytta. Oleg Titov, 32 ára, línumaður. Guðlaugur Arnórsson, 21 ára, skytta. Magnús Erlendsson, 19 ára, markmaður. Njörður Árnason, 26 ára, hornamaður. Guðjón Drengsson, 20 ára, hornamaður. Björgvin Þór Björgvins- son, 27 ára, hornamaður. Bland í poka Aóeins einn leikmaóur hef- ur bæst i leikmannahóp Fram frá því í fyrra en þrír eru famir til annarra liða eða hættir. Nýi leikmaður- inn heitir Robertas Pauzu- olis og lék áöur með Selfossi. Andrei Astafiev fór til Pól- lands, Þór Björnsson mark- vörður er hættur, og Púll Beck er einnig hættur. Framarar voru meö grófasta lið deildar- innar á síðasta vetri ef marka má flestar brottvísan- ir liða deildarinnar. Framar- ar voru að meðaltali útaf í 8,7 mínútur í leik en oftast Safamýrapilta fór Björgvin Þór Björgvinsson útaf eða 26 sinnum í 22 leikjum. Björgvin Þór var oftast allra leikmanna deildarinn- ar útaf í tvær minútur ásamt Einari Baldvini Árnsyni hjá Gróttu/KR en næstur á eftir þeim kemur Valsmað- urinn, Erlingur Richards- son, sem var 25 sinnum rek- inn útaf i 2 mínútur. Framarar hafa átta sinn- um orðið íslandsmeistarar en aðeins Valsmenn og FH- ingar hafa oftar unnið titil- inn. Biðin eftir síðasta titli er þó orðin nokkuð löng því það eru rúm 27 ár síðan Framarar urðu síðast ís- landsmeistarar, 1972, en fé- lagiö hefur aldrei náð að vinna bikarkeppnina en þó spilað 4 sinnum til úrslita. Fram vann 24 af fyrstu 29 heimaleikjum sinum í efstu deild í nýja Framhúsinu í Safamýri. í fyrra hrundi vígið og liðið tapaði fjórum síðustu heimaleikjum sinum á síöasta tímabili og 2 af 3 i úrsiitakeppninni. -ÓÓJ Heimaleikir: 24/10 Fram-Stjarnan........20.00 7/11 Fram-FH .............20.00 21/11 Fram Afturelding ....20.00 1/12 Fram-ÍR...............20.00 5/12 Fram-Haukar..........20.00 6/2 Fram-HK .............20.00 13/2 Fram-KA..............20.00 27/2 Fram-Fylkir..........20.00 5/3 Fram-Víkingur........20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.