Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 14
34 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 Sport Oskar B. Oskarsson, 26 ára, liðstjóri. Júlíus Jónasson, 35 ára, skytta. Theodór valsson, 26 ára, línumaður. Bland i noka Valsmenn tefla fram nokkuð breyttu liði frá því í fyrra. Nýir leikmenn sem komnir eru til fé- lagsins eru þeir Geir Sveinsson frá Wuppertal og Július Jónasson frá St. Gallen. Farnir eru þeir Guömundur Hrafnkelsson til Nordhom, Jón Kristjánsson til IR og Erlingur Richards- son til ÍBV. Valsmenn hafa oftast allra félaga á íslandi orð- ið íslandsmeistarar eða alls 20 sinnum. Valur vann fjórum sinnum á fyrstu fimm árunum og hefur unnið átta sinnum á síðustu 12 árum. Auk 20 íslandsmeistaratitla hafa Valstnenn unnið bikarinn flmm sinnum og oftast allra félaga unnið tvöfalt, eða þrisvar sinnum 1988, 1993 og 1998. Valsmenn hafa löngum lagt upp með sterkum vamarleik og á síðasta vetri fékk Valsliðið fæst mörk á sig eða aðeins 21,8 að meðaltali í leik. Valsliðið var eina liö deildarinnar sem fékk und- ir 500 mörk á sig í leikjunum 22 og fengu 1,2 mörkum færri mörk á sig í leik heldur en næsta lið sem var ÍBV. Þessum árangri náði liöið þrátt fyrir aö ná aðeins 9. sæti og tapa 12 leikjum. Þetta var annaó áriö í röð sem Valur er með bestu vömina í deildinni og ennfremur í sjötta sinn á síðustu átta árum sem Valsmenn fá fæst mörk á sig af liðum deildarinnar. Áhyggjuefni Valsliðsins í fyrra var aftur á móti sóknarleikurinn en liðið nýtti bæði skotin sín verst af öllum liðum deildarinnar (57,2%) og vítaköstin fóm líka oftast forgörðum hjá Hlíðar- endaliðinu. (63,9%). -ÓÓJ 22/10 Heimaleikir: Valur-FH 20.00 6/11 Valur-Afturelding 16.30 19/11 Valur-ÍR 20.00 1/12 Valur-KA 20.00 10/12 Valur-Fram 20.00 11/2 Valur-Fylkir 20.30 25/2 Valur-Víkingur 20.00 3/3 Valur-ÍBV 20.00 15/3 Valur-Haukar 20.00 Júlíus Gunnarsson, 30 ára, skytta. Markús Michaelsson, 18 ára, skytta. Snorri Guðjónsson, 18 ára, miðjumaður. Ingvar Sverrisson, 21ára, hornamaður. Bjarki Sigurðsson, 19 ára, hornamaður. Einar Orn Jónsson, 23 ára, hornamaður. Stefán Hannesson, 19 ára, markmaður. Axel Stefánsson, 29 ára, markmaður. Fannar Þorbjörnsson, 18 ára, línumaður. Daníel Ragnarsson, 21 ára, skytta. Freyr Brynjarsson, 22 ára, hornamaður. Davíð Ólafsson, 24 ára, hornamaður. Handboltinn lofar góðu - segir Geir Sveinsson, þjálfari Vals Geir Sveinsson er þjálfari Vals- manna eftir tíu ár í atvinnu- mennsku á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi. Öruggt má telja að reynslan sem hann býr yfir mun koma að góðum notum við þjálfunina í vetur. Hvernig œtli Geir Sveinssyni litist á handboltann i vetur? „Bara ágætlega og ég er nokk- uð hrifinn af því sem ég hef séð hingað til í deildinni. Ég var nokkuð viss um að Afturelding og KA væru með bestu liðin og þeg- ar þremur umferðum er lokið hef- ur ekkert breyst i þeim efnum. Við Valsmenn ætlum okkur að vera einhvers staðar þama í topp- baráttunni. Byrjunin hjá okkur hefur ekki verið eins ég hefði óskað. Ég var sæmilega sáttur við fyrsta leikinn en engan veginn sáttur síðan við næstu tvo. Þetta sýnir að maður á langt í land og því nóg að gera. Það er ljóst að við þurfum að laga ýmislegt í okkar leik en það von- andi lagast með tímanum. Ég kvarta ekki yfir mannskapnum sem ég hef yfir að ráða. Handboltinn almennt finnst mér lofa góðu og það tekur bara tíma fyrir mörg liða að komast í gang. Það hefur verið haustbrag- ur á mörgum leikjum til þessa sem er ósköp. eðlilegt Það stendur allt til bóta er ég viss um. Hvað áhorfendur áhrærir er ég mjög ánægður með mæting- una á heimaleiki liðs- ins. Við emm búnir að fá 400 áhorfendur og fyrstu tvo heimaleikina sem er bara mjög gott að minu mati. Eftir leik Aftureldingu og KA í síðustu umferð eru þau lið að mínu mati í nokkrum sérflokki,‘ sagði Geir Sveinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.